Málefni innflytjenda á krepputímum.

Því miður ég endurtek því miður hafa stjórnvöld hér á landi EKKI brugðist við varðandi mikinn atvinnumissi fólks af erlendu bergi brotnu sem flust hefur hingað til lands á undanförnum árum í hinu meinta góðæri, en hefur ef til vill fyrst misst vinnu þegar kreppir að í atvinnulífinu.

Ég vona að undirliggjandi ástæðu þessara auknu glæpa í voru samfélagi, verði ekki hægt að rekja til andvaraleysis um þá er komu sem vinnuafl til Íslands, með lítil sem engin réttindi á íslenskum vinnumarkaði, og misstu vinnu í kreppu,  því þá fyrst skýtur skökku við hvað varðar mannréttindi almennt.

Skipulagðir glæpir er eitthvað sem við höfum ekki áður upplifað hér á landi í miklum mæli en það er vel ef tekst að stemma stigu við slíku sem fyrst.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Lögregluaðgerðir gegn þjófahópum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Þetta hefur ekkert með atvinnuleysi að gera, þetta er fólk sem hafur þetta greinilega að (atvinnu) enda þessi hópur búinn að vera lygilega afkastamikill miðað við fréttir. Bara að taka þetta lið og pakka því úr landi strax.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 10.9.2009 kl. 07:35

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála síðasta ræðumanni

Jón Snæbjörnsson, 10.9.2009 kl. 11:05

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sammála síðustu tveimur ræðumönnum kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.9.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband