Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Hagsmunir launamanna í landinu og núverandi verkalýðshreyfing.
Miðvikudagur, 9. september 2009
Það er óásættanlegt að þeir fulltrúar sem gæta skulu hagsmuna launamanna, hafi einnig með umsýslu lífeyrissjóða að gera varðandi sjálfdæmi um að skipa í stjórnir sjóðanna, eins og núverandi skipan mála gerir ráð fyrir.
Sjóða sem aftur hafa tekið þátt í að fjárfesta í fyrirtækjum á markaði.
Þar skarast einfaldlega hagsmunir , flóknara er það ekki og þess hafa sannarlega fundist birtingamyndir á undanförnum árum hér á landi þar sem smánarlegar launahækkanir á almennum vinnumarkaði upphófust um leið og lífeyrissjóðir tóku að fjárfesta á hlutabréfamarkaði þeim sem settur var á fót hér á landi.
Því til viðbótar hafa verkalýðsforkólfar verið meira og minna á vegum fjórflokksins hér og þar en verkalýðshreyfingin þjónar ekki tilgangi sínum ef hún getur ekki aftengt sig pólítískri básaskipan, eðli máls samkvæmt til þess að þjóna tilgangi sínum að verja hagsmuni launamanna.
Þetta hefur verið mjög svo sýnilegt við stjórn ríkis og sveitarfélaga gegnum tíð og tíma þar sem einstök félög þegja þunnu hljóði um hagsmuni launþega, þegar forysta félaga er innvinkluð í einhvern flokk sem situr við stjórnvöl hverju sinni.
Í mínum huga er sá skyldusparnaður lífeyrisfjármuna sem fyrir hendi er hér á landi, sparnaður sem ætti að vera í vörslu Seðlabanka Íslands, en ekki sem áhættufjármagn til misviturlegra fjárfestinga hér og þar með eins fjölbreyttri ákvarðanatöku um slíkt eins og sjóðir eru margir.
Launafeluleikurinn sem viðgengist hefur í íslensku samfélagi er eitthvað sem þarf að afhjúpa sem fyrst þar sem hin smánarlegu taxtalaun á vinnumarkaði þarf að draga fram og skoða gjána sem myndast hefur millum stétta í okkar samfélagi og á sér þær skýringar að hluta til sem ég hefi nefnt hér að ofan.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eiga nokkrir fulltrúar að taka ákvörðun fyrir þúsundir manna sem eiga fé í lífeyrissjóðum ?
Miðvikudagur, 9. september 2009
Á hvaða vegferð lýðræðis er ákvarðanataka sem þessi ?
Það er lágmark að mínu viti að ákvörðun um það atriði að stofna slíkan sjóð, sé borin undir sjóðfélaga, fólkið sem á fjármuni þá sem sjóðir þessir sýsla með.
Annað er miðaldalýðræði og óþolandi forsjárhyggja þar sem lagaumgjörð um starfssemi verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóða er barn síns tíma á Íslandi dagsins í dag.
Alþingi hefur ekki tekist að endurskoða þá hina sömu umgjörð, af hræðslu við að styggja verkalýðshreyfinguna sem heild, sem skrifast verður sem aulaháttur einn af mörgum.
ég mótmæli, þvílíku lýðræðisleysi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Stofna Fjárfestingasjóð Íslands í október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kötturinn hefur vitað að Evrópusambandið mun líða undir lok.
Þriðjudagur, 8. september 2009
Sennilega er hér um að ræða framsýnan kött sem veit að evra verður ekki lengi við lýði og því eins gott að éta evruna strax til þess að forða eiganda sínum frá tapi í framtíðinni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Kötturinn át 500 evruseðil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er það skrítið að almenningur í landinu átti sig ekki á ástandi mála ?
Þriðjudagur, 8. september 2009
Gat ekki á mér setið að pósta þessu hér inn, svona til þess að varpa ljósi á fréttaflutning og þá mögulegu afstöðu sem almenningur getur myndað sér varðandi það atriði að lesa fréttir.
"
- Enn lækkar raungengi krónunnar
- Gengi krónunnar styrktist
"
Ættu þessar tvær fréttafrásagnir að standa saman ?
spyr sá sem ekki veit.
kv.Guðrún María.
![]() |
Enn lækkar raungengi krónunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað með önnur sveitarfélög á landinu, geta þau fylgt þessu fordæmi höfuðborgarinnar ?
Þriðjudagur, 8. september 2009
Sannarlega ber því að fagna að höfuðborgin samþykki aukna aðstoð við barnafjölskyldur, en nýlega var átak í gangi við það að aðstoða börn við upphaf skólagöngu þar sem Fjölskylduhjálp Íslands, úthlutaði skólavörum eftir átak nokkurra dugmikilla kvenna við söfnun til þess hins sama.
Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort önnur sveitarfélög séu í stakk búin til þess að koma til móts við barnafjölskyldur eins og höfuðborgin, því ef svo er ekki, þá þarf að skoða samræmingu í þessu sambandi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Aukin aðstoð við barnafjölskyldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9 milljarða vöxtur í kaupum á vöru og þjónustu hins opinbera í kreppunni !
Þriðjudagur, 8. september 2009
Hér er fróðlegar tölur að finna og það er tvennt sem vekur nokkra furðu, annars vegar , 9 milljarða aukning á kaupum á vöru og þjónustu hins opinbera, og hins vegar 10 milljarðar í félagslegum tilfærslum til heimila, sem vantar nánari skýringu á, hvað um er að ræða.
úr fréttinni.
"
Tekjulækkunin skýrist fyrst og fremst af 6,7 milljarða króna minni tekjum af vöru- og þjónustusköttum milli ára og um 5 milljarða króna minni tekjum af tekjusköttum.
Á sama tíma jukust heildarútgjöld hins opinbera um 19% milli ársfjórðunganna eða úr ríflega 163 milljörðum króna 2008 í 195 milljarða króna 2009. Sú mikla útgjaldahækkun skýrist að mestu af 10 milljarða króna aukningu í félagslegum tilfærslum til heimilanna, 10 milljarða króna hækkun í vaxtakostnaði hins opinbera og ríflega 9 milljarða króna vexti í kaupum hins opinbera á vöru og þjónustu. "
kv.Guðrún María.
![]() |
Mikill halli á opinberum rekstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fækkun lækna í heilbrigðiskerfinu.
Mánudagur, 7. september 2009
Það er alveg upplagt að banna tóbak, og hví skyldi ekki brennivín og sykur fylgja með, því þá mætti koma í veg fyrir helstu ásköpuð heilsufarsvandamál þjóðarinnar sem og það atriði að einnig myndi þurfa mun færri lækna að störfum sem aftur sparar peninga.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hugmynd um að banna tóbakssölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hagfræði sem kann að tala, loksins Joseph Stiglitz
Mánudagur, 7. september 2009
Afar gott viðtal var þennan ágæta mann í Silfri Egils í dag, en margt athyglisvert er einnig að finna í þessari frétt, meðal annars úrdrátt úr skýrslu sem hann vann fyrir Seðlabankann og ég set hér inn
úr fréttinni.
"
Efnahagsvandi Íslands
Þá segir í samantekt Seðlabankans: Næst fjallar Stiglitz um þann efnahagsvanda sem Íslendingar glíma við um þessar mundir:
1. Íslenska hagkerfið glímir um þessar mundir við mörg þeirra vandamála sem hrjá lítil og opin hagkerfi sem nýlega hafa afnumið höft á fjármagnshreyfingar. Ísland hefur fylgt stefnu í peninga- og fjármálum sem mætti halda að væri skynsamleg. Samt sem áður hefur viðskiptahalli landsins aukist í 7% af VLF 1998/1999 og fór yfir 10% á árinu 2000. Það virðist vera eindregin skoðun flestra að þessi halli sé ekki sjálfbær. Lykilatriðið er hins vegar ekki hvort viðskiptahallinn er sjálfbær, heldur með hvaða hætti hann leitar jafnvægis. Mun lækkun viðskiptahallans leiða til mikillar lækkunar á genginu? Mun hún leiða til fjármálakreppu? Og mun þessi kreppa hafa langvarandi áhrif á hagkerfið? Lykilatriðið, hvað stefnu stjórnvalda snertir, er hvernig koma má í veg fyrir fjármálakreppu og/eða lágmarka neikvæð áhrif slíkrar kreppu.
2. Hagkerfið hefur á undanförnum árum verið að ganga í gegnum mikla uppsveiflu. Hagvöxtur hefur verið mikill og atvinnuleysi hefur nánast horfið. Þetta er í sjálfu sér jákvætt. Það sem veldur áhyggjum er hins vegar hugsanleg ofhitnun hagkerfisins og hættan á því að ójafnvægið sem myndast við slíka ofhitnun leiði til kreppu.
3. Besta vísbending um ofhitnun hagkerfis er verðbólga. Verðbólga hefur vaxið á Íslandi að undanförnu, en samt ekki jafn mikið og búast mætti við þegar litið er til uppgangsins í hagkerfinu. Verðbólgan ætti hins vegar að lækka á ný þegar verðhækkanir af völdum gengissigs eru gengnar yfir. Þegar verðbólgusaga íslenska hagkerfisins er höfð í huga er ef til vill skiljanlegt að mikil áhersla sé lögð á að ná verðbólgunni niður. Nýlegar rannsóknir hafa hins vegar dregið skaðsemi hóflegrar verðbólgu í efa. Verðbólga virðist hafa lítil sem engin áhrif á hagvöxt, og svo virðist sem vel útfærðar aðgerðir til þess að draga úr verðbólgu séu ekki mjög kostnaðarsamar, þ.e. í samanburði við ábata uppgangstímans.
4. Athygli íslenskra stjórnvalda ætti um þessar mundir að beinast í mun meira mæli að viðskiptahallanum en verðbólgu. Það fer eftir aðstæðum hvort viðskiptahalli er vandamál eða ekki. Ef viðskiptahallinn er notaður til þess að fjármagna fjárfestingu einkaaðila mun arðsemi fjárfestinganna væntanlega nægja til þess að greiða aukinn vaxtakostnað þjóðarbúsins. Viðskiptahalli af þessum toga ætti ekki að hafa nein áhrif að marki á gengi krónunnar. Þegar úr fjárfestingu dregur minnkar einfaldlega viðskiptahallinn án þess að gengisaðlögun þurfi að koma til.
5. Á undanförnum árum hefur verið afgangur af fjárlögum, og þótt raungengi krónunnar hafi hækkað í uppsveiflunni var hækkunin mun minni en á fyrri vaxtarskeiðum. Ef miðað er við meðaltöl fyrri tíðar virðist gengi krónunnar ekki hafa verið of hátt skráð á árinu 2000 og síðan hefur það lækkað verulega. Viðskiptahallinn sem Ísland býr við um þessar mundir virðist því hvorki vera til kominn vegna fjárlagahalla né af of háu gengi krónunnar. Tveir þriðju hlutar af viðskiptahalla áranna 1997-2000 skýrast af minnkandi sparnaði einkaaðila og einn þriðji af aukinni fjárfestingu. Gríðarleg aukning útlána á þessum árum bendir til þess að aukið frelsi í fjármagnsflutningum hafi að verulegu leyti valdið viðskiptahalla undanfarinna ára.
6. En er sú staðreynd að viðskiptahallinn á rætur sínar að rekja til hegðunar einkaaðila til marks um það að ríkið þurfi ekkert að aðhafast vegna hallans? Nei, ekki endilega. Þegar betur er að gáð á ríkið nefnilega meiri þátt í viðskiptahallanum en virðist vera við fyrstu sýn. Að svo miklu leyti sem markaðsaðilar telja gengið vera fast líta þeir á það sem tryggingu sem ýti undir erlendar lántökur. Bankakerfið er að hluta til í eigu ríkisins, og erlendir lánardrottnar hafa tilhneigingu til þess að trúa því að ríkið muni bjarga mikilvægum bönkum ef þeir lenda í vandræðum. Stjórnvöld hafa þar að auki áhrif á væntingar einkaaðila um framtíðartekjur. Þar sem viðskiptahalli er almennt talinn vera áhættuþáttur hvað fjármálakreppur varðar getur mikill viðskiptahalli aukið líkurnar á kreppu þótt hann sé góðkynja, einungis vegna þess að markaðsaðilar hafa ótta af þeirri reynslu að samband sé milli viðskiptahalla og fjármálakreppu."
Almenn sátt um að fastgengisstefna sé óheppileg
Að lokinni þessari umfjöllun um efnahagsvanda Íslands fjallar Stiglitz um þá stefnu sem almennt er æskilegt að stjórnvöld fylgi við þær aðstæður sem lýst er hér að ofan. Hann segir að ábati aukinnar alþjóðavæðingar sé svo mikill að ekkert land vilji einangra sig og missa þannig af honum, en alþjóðavæðingunni fylgi þó áhætta. Áhættustjórn sé í hnotskurn sá vandi sem lítil og opin hagkerfi standi frammi fyrir.
Stiglitz tengir vandann frjálsu flæði fjármagns og telur réttlætanlegt að ríkið hafi afskipti af fjármagnsflæði vegna áhrifa þess á flesta í þjóðfélaginu. Hann segir nokkrar gerðir takmarkana fjármagnsflæðis koma til greina, svo sem upplýsingaskylda, skattar, ýmsar gerðir reglna eða bein höft. Eins og annars staðar megi færa rök fyrir því að takmarkanir sem hafi áhrif á verð, svo sem skattar, hafi mikilvæga kosti umfram bein höft.
Þá segir hann almenna sátt vera að komast á um að fastgengisstefna sé óheppileg og að hún gangi vart til lengdar. Hann segir að menn séu ekki enn á eitt sáttir um það hvort eða í hversu miklum mæli seðlabankar eigi að stunda íhlutun á gjaldeyrismarkaði, sú saga sé ekki sérlega glæsileg. Hins vegar sé líklegt að íhlutun geti hentað því betur sem markaðurinn er þynnri.
Stiglitz segir að of mikil áhersla á reglur um eiginfjárhlutfall banka geti haft óæskilgar afleiðingar þegar kreppa ríði yfir. Þess vegna sé mikilvægt að stjórnvöld notist einnig við annars konar reglur, svo sem takmarkanir á hraða útlánaaukningar og takmarkanir á gjaldeyrisáhættu. "
Umræða Stiglitz um viðskiptahallann og spurninguna um á hverju hann byggist er atriði sem hann hefur dregið svo réttilega fram í sambandi við efnahagslandslagið, en slíkt hefur ekki verið dregið fram af öðrum sem ég hefi heyrt ræða þessi mál.
kv.Guðrún María.
![]() |
Segir AGS standa sig betur hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umfangsmikilla aðgerða er þörf, segja bankar, hvar er ríkisstjórnin ?
Laugardagur, 5. september 2009
Væri það ofvaxið verkefni fyrir ríkisstjórn þessa lands að halda blaðamannafundi til upplýsingar um stöðu mála varðandi verkefni fjármálafyrirtækja sem eru í gangi varðandi afskriftir og úrræði í efnahagslífi einnar þjóðar ?
Einn helsti Akkilesarhæll þessarar ríkisstjórnar er skortur þess að ræða við almenning í landinu um ráðstafanir fyrir Íslendinga, í kjölfar fjármálakreppunnar.
Hvar eru allir upplýsingafulltrúarnir ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Aðgerða þörf fyrir fyrirtæki og heimili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þarf að endurnýja íslenska verkalýðshreyfingu, til varðgæslu um hagsmuni launamannsins ?
Föstudagur, 4. september 2009
Hvað blandast margir forkólfar í íslenskum verkalýðsfélögum inn í pólítíska baráttu stjórnmálaflokka hér og þar ?
HVERNIG í ósköpunum má það vera að hreyfing sem samanstendur af fulltrúum er gæta skyldu hagsmuna ALLRA hvar í flokkum sem standa hafi ár eftir ár eftir ár dansað eftir vindi sitjandi aðila við stjórn ríkis og sveitarfélaga í landinu, sitt á hvað eftir hvaða flokkar hafa ráðið ríkjum ?
Jú svarið er að finna að hluta til í andvaraleysi okkar sjálfra varðandi það atriði að endurkjósa forystusveit aftur, hér og þar án tllits til mats á einhvers konar árangri í samningagerð um eigin hagsmuni.
mál er að linni.
kv.Guðrún Maria.