Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Það er ekki nóg að furða sig Álfheiður, nú ert þú við stjórnvölinn.

Ákveðin taktík hefur birst af hálfu VG, varðandi einhvers konar mál sem detta fram hjá fjölmiðlum um eitthvað sem flokkast á skandaliseringalínunni, en þá kemur Álfheiður Ingadóttir fram og hneykslast á því hinu sama, svona til að milda ásýnd sitjandi ráðamanna að virðist.

Vonandi þarf þingmaðurinn ekki að furða sig á því að greiðslugeta almennings til að greiða skatta og álögur verði minni en áætlað hefur verið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Furðar sig á bónusgreiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópumarkaðshyggjuþokumóðan.

Samfylkingin hefur talið almenningi trú um það að Esb sé fyrirheitna landið og sennilega er það þess vegna sem núverandi stjórnvöld með forsvari þess flokks, hafa ekki aðhafst mikið í aðgerðum hér innanlands eftir bankahrunið.

Efnahagsástand hér innanlands og aðgerðir í því sambandi hafa einungis verið skattahækkanir sem er eins og að hella olíu á eld með verðtryggingu fjárskuldbindinga í því sambandi.

Aðildarumsókn að Esb, var forgangsraðað framar á lista ríkisstjórnarinnar, en því að festa fingur á nærumhverfi fjölskyldna á Íslandi og samningar um icesaveskuldaklafann kom næst þar sem auðvitað blandaðist allt í einn hrærigraut ákvarðanatöku um slíkt.

Niðurskurður af hálfu hins opinbera er ENGINN sýnilegur utan launalækkun hjá nokkrum starfsmönnum í stjórnarráðinu, punktur......................

Ríkisbáknið sem til staðar er hér á landi lýtur því engum niðurskurði sýnilegum meðan álögur eru hækkaðar á bensín, áfengi og tóbak sem er sama gamla rullan og rúllað hefur í áraraðir hér á landi.

Sem aftur hækkar lánin með verðtryggingunni , sem aftur lækkar kaupmátt, sem aftur.....

Mylluhúsið við myllulækinn er afar nærtækt í huganum í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.

 

 

 


HVAR er hvatning sitjandi stjórnvalda til almennings ?

Því miður hafa ráðamenn steingleymt mikilvægi þess að gefa frá sér svo mikið sem hvatningu til handa almenningi í landinu, og stundum dettur mér í hug að núverandi kynslóð stjórnmálamanna hafi lagt slíkt af.

Nóg er af ráðaleysi gagnvart þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir varðandi framkvæmd mála og sannarlega þarf að knýja þar á um aðgerðir sem eitthvað hafa með mál að gera.

Hins vegar skyldi á hverjum tíma gera þá kröfu til sitjandi ráðamanna að þeir hinir sömu væru þess umkomnir að tala kjark í þjóðina.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óttast íslenskan spekileka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerða er þörf, og ekki er nóg að skrifa skýrslur, ef engin er eftirfylgnin !

Ég tel að þær ábendingar sem koma þarna fram séu af hinu góða hvað varðar það atriði að huga þarf að heilsu barna og ungmenna í samfélagi umbreytinga en stjórnvöld þurfa að taka mið af því sem þarna kemur fram og stilla saman strengi strax.

Ráðuneyti heilbrigðis og félagsmála þurfa að samhæfa þar verkefni til þess hins sama í samvinnu við sveitarfélög um land allt, þar sem halda þarf utan um fjölskyldur í erfiðum aðstæðum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Of seint eftir fimm ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mávar við Tjörnina.

RIMG0005.JPG

RIMG0004.JPG

RIMG0003.JPG

RIMG0011.JPG

RIMG0012.JPG

RIMG0018.JPG

RIMG0007.JPG

Þar sem ég var aðeins of snemma mætt á samstöðufundinn, á dögunum gekk ég niður að Tjörn og datt í hug Kríuvarpið heima í sveitinni i den, en mávarnir hafa tekið þar völdin að sjá má.

kv.Guðrún María.

 


Hvaða lánardrottnar voru það sem seldu veðin ?

Úr því að þessi yfirlýsing kemur fram í kjölfar frétta um rannsóknir, þá hefði verið allt í lagi að fá það með hvaða viðkomandi lánardrottna er um að ræða sem innleystu veð rétt fyrir hrunið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Samson ehf. seldi aldrei hlut í bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagspistill.

Fáum hefði dottið í hug hve langt ein þjóð hefði getað verið leidd varðandi þróun mála í einu þjóðfélagi, hvað varðar það atriði að frelsi hafi fundist mörk, í fjármálalegri þróun einnar þjóðar.

Siðferðisvitund í viðskiptaumhverfinu virtist vandfundin og hið meinta frelsi orðið að frumskógarlögmálum á fákeppnismarkaði innanlands.

Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil á því atriði að dansa áfram gagnrýnislaust eða lítið í þeirri hinni sömu þróun mála alveg sama hvar í flokkum standa.

Stjórnmálaflokkarnir hafa því miður að hluta til hagað sér eins og markaðsfyrirtæki að mínu viti þar sem völd og áhrif hafa verið keypt dýru verði á markaðstorgi auglýsingamennsku markaðsþjóðfélagsins, en minna hefur verið að gert við það að eyða fé í að virkja hinn almenna félagsmann til þess að taka þátt í stjórnmálum innan vébanda flokkanna.

Opið bókhald stjórnmálaflokka hefur nýlega litið dagsins ljós og samtenging stjórnmála og viðskiptalífs fyrri ára því eitthvað sem sennilega verður illa eða ekki sýnilegt að öðru leyti en varðandi það að vega og meta áherslur manna um málefni tengd fyrirtækjunum í landinu.

Öll þessi ár hefur það ekki tekist að minnka bein umsvif hins opinbera þar sem íslenskir stjórnmálamenn sem þóttust ætla að einkavæða samfélagið þeim tókst ekki á sama tíma að minnka bein umsvif hins opinbera sem þandist út, líkt og um væri að ræða samkeppni við einkafyrirtækin í fámennisþjóðfélaginu Íslandi.

Einhver þurfti að borga brúsa þessa skipulags og láglaunamenn á vinnumarkaði greiddu háa skatta, af sínum smánarlegu umsömdu taxtalaunum, meðan verkalýðshreyfingin taldi mönnum trú um að það væri forsenda stöðugleikans og engu breytti hvort vinnuveitandi var á einkamarkaði eða hið opinbera, sama pólítík var á ferð, hinn vinnandi maður skyldi bera hitann og þungann.

Gjá varð til milli hópa í einu samfélagi, þeirra sem höfðu heilsu og vinnugetu og þeirra sem einhverra hluta vegna höfðu tapað vinnugetu eða voru á efri árum, svo ekki sé minnst á börnin sem ekki enn voru skattgreiðendur, þau urðu að hluta til afgangsstærð í einu þjóðfélagi, þar sem fjölskyldan sem eining var slitin í sundur með tekjutengingum allra handa.

Þegar hið opinbera tekur síðan til við að skerða framfærslu örorku og ellilífeyrisþega með endurgreiðslukröfum aftur í tímann til hópa sem ekki hafa möguleika til þess að breyta þar nokkru um , má segja að tekist hafi að bíta höfuðið af skömminni, því sannarlega skyldi gera þá kröfu til stofnanna hins opinbera að greiðslur séu þegar staðreyndar á öllum tímum.

Annað telst fádæma klaufaskapur í einu kerfi eins þjóðfélags.

kv.Guðrún María.

 

 

 


Kveður við sama tón, stjórnvöld ætla að....

Búið að samþykkja lækkun launa starfsmanna stjórnarráðsins,en hvað svo..... ?

 úr fréttinni.

 "Þá er ætlunin að samræma reglur allra ráðuneyta um niðurskurð í ferða-, risnu- og bifreiðakostnaði. Loks verða sjálfstæðum hlutafélögum í eigu ríkisins settar skýrar reglur um launastefnu og útgjaldastefnu í þessum anda."

Af hverju segja menn ekki frá hlutunum þegar þeim hefur verið hrint í framkvæmd.

kv.Guðrún María.


mbl.is Laun opinberra lækki um 3-10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gúrkutíð frásagna af illindum og erjum, fáum til gagns og engum til hagsbóta.

Það rifjast nú upp fyrir mér ýmislegt varðandi Frjálslynda flokkinn óhjákvæmilega í þessu sambandi, en svona frétt svo ekki sé minnst á fréttamatið í þessu sambandi, er nokkuð sérstakt, varðandi það að .....varamaður í stjórn..... segi ...... þetta .... eða .... hitt..  .

Ég hvet menn til þess að lægja þessar deilur og vinna mál öðru vísi en gegn um bloggsíður og fjölmiðlayfirlýsingar allra handa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir þingmenn skorta dómgreind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjörnum þingmönnum BER að vinna að sáttum, þeir voru kosnir af þjóðinni.

Í upphafi skyldi endir skoða og atkvæðagreiðsla um ESB, þar sem þrír þingmenn tóku ekki þátt en sá fjórði greiddi atkvæði með, virtist upphaf allra handa yfirlýsinga þess hins sama um svik gagnvart hinum þremur.

Mín skoðun er sú að þingmönnum BERI að ná sátt svo fremi sem það er í mannlegu valdi, en forsenda þess hlýtur að vera sú að allir mæti á þingflokksfundi til að ræða saman.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Margrét kalli til varamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband