Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Skattahækkun í haust ?

Getur það verið að fyrir dyrum séu frekari skattahækkanir, án þess að niðurskurður sé sýnilegur hjá hinu opinbera áður með einhverju móti ?

Það kemur fram hér í einni setningu í þessari frétt frá Seðlabanka að fyrirhugaðar skattahækkanir séu á haustdögum.....

 úr fréttinni.

"Bætast þessar hækkanir við hækkun óbeinna skatta í júní og fyrirhugaða hækkun í haust."

kv.Guðrún María.


mbl.is Meira aðhalds þörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BURT með þetta mál úr sölum Alþingis.

Ríkisstjórnarflokkum væri nær að viðurkenna það atriði að ekki sé hægt að koma þessu máli gengum þingið með einhvers konar sáttaumleitunum.

Þetta mál á þar ekki heima og hefur aldrei gert í raun , og það er stjórnmálamanna að taka það inn á þennan vettvang, með heimskulegum hugmyndum þess efnis að ríkið taki á sig ábyrgð einkabankastarfssemi í Evrópu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki breið samstaða um fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínn fundur á Austurvelli í dag.

Það var afskaplega ánægjulegt að sjá þverpólítískt litróf á þeim fundi sem var í dag, og sýnir það og sannar að vissulega geta Íslendingar sýnt samstöðu í verki, til varnar þeim hagsmunum sem þeir hinir sömu vilja verja.

kv.Guðrún María.


mbl.is 3000 á samstöðufundi InDefence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangslaust að reyna að semja fyrirvara við hinn ónýta icesavesamning.

Sitjandi stjórnvöld munu þurfa að viðurkenna eigin mistök, þess efnis að bera slíka samningagerð á borð fyrir þjóðina, og því tilgangslaust fyrir þingnefnd að reyna að moðsjóða málið með fyrirvörum allra handa, sem ekkert hefur að segja.

Eina vitið er að taka mál þetta út af borðinu og hefja viðræður að nýju við þær þjóðir sem hafa hagsmuna að gæta.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Fundi fjárlaganefndar lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Frelsi og ljós yfir landsins strendur.... "

" Orka með dyggð, reisi bæi og byggð,

  hver búi að sínu með föðurlands tryggð.

  Frelsi og ljós, yfir landsins strendur,

 ei lausung né tálsnörur hálfleiks, né prjáls,

 því menning er eining er öllum ljær hagnað,

 með einstaklingsmenntun sem heildinni er gagn að.

 Og frelsi þarf táps, mót tæling og lygð,

 ei trúgirni á landsins fjendur.

 Þá verður vor móðir og fóstra frjáls,

 er fjöldinn í þjóðinni, nýtur síns sjálfs,

 er kraftarnir safnast og sundrungin jafnast,

 í samhuga fylgi þess einhuga máls.

 Og tíminn er kominn að takast í hendur,

 og tengja það samband er stendur. "

      ( eitt erindi úr Aldamótakvæði Einars Benediktssonar )

 

kv.Guðrún María.


Íslendingar, mætum á Austurvöll á morgun.

Oft var þörf en nú er nauðsyn, þess að mótmæla þeim gjörðum sem ríkisstjórn þessa lands virðist með öllum ráðum ætla að koma í gegn um þingið, þ.e icesavesamningnum.

Það er alveg sama að virðist, hve margir gefa álit sitt á ómögulegum samningum, ríkisstjórnin skellir við skollaeyrum.

Sýnum samstöðu MÆTUM ÖLL, klukkan fimm á morgun, á Austurvöll.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Leið Buchheits ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólítískt skipuð nefnd, er það nokkuð ?

Hér er nefnd sem samgönguráðherra Samfylkingarinnar skipaði, gáðu hvað þú finnur marga Samfylkingarmenn í nefndinni ?

ER hún nokkuð pólítískt skipuð ?

 

kv.Guðrún María.


mbl.is Tekjustofnanefnd á fyrsta fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur verið að það vanti eitthvað af samfélagslegum úrræðum varðandi vímuefnaneyslu ?

Nær daglega les maður fréttir sem þessar og það er sannarlega ömurlegt svo ekki sé meira sagt.

Er ekki hægt að koma því kerfi á að dæma menn til meðferðar, sem er án þess menn gangi út eins og þeim hinum sömu dettur í hug ?

Spyr sá sem ekki veit.

Hér er um að ræða sjúka fíkla og einbeittur brotavilji þvi afstætt hugtak í því sambandi, í raun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tekinn í þrígang fyrir sömu brot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá þér að segja sannleikann Þór Saari.

Það vekur vonir mínar að menn haldi áfram að segja frá starfsháttum sem þeim, þegar flokkar reyna að þvinga fram eina niðurstöðu í einhverju máli til þess að hanga á valdastólum.

Af slíku atferli hefur verið allt of mikið , allt of lengi hér á landi á kostnað viðunandi málsmeðferðar oft og tíðum.

Þar er mál að linni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hefðbundið pólitískt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER þetta eini opni fundurinn um Icesavemálið á vegum stjórnarflokkanna ?

Af hverju hefur maður ekkert heyrt af félagsfundum í fleiri kjördæmum landsins, þar með talið Reykjavík af hálfu ríkisstjórnarflokka sem ætla mætti að myndu leita til flokksmanna í jafn umdeildu máli og þessu ?

Það er furðulegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjölmenni á félagsfundi VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband