Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Er Samtökum iðnaðarins, alveg sama hvert eignarhald erlendra aðila er í orkugeiranum ?

Hversu lengi eiga svona yfirlýsingar að lita allt sem heita viðskipti hér á landi, hvað varðar það atriði að kalla eftir erlendu lánsfjármagni að virðist bara einhvern veginn, alveg sama hvað er á ferð í því efni ?

Hér er um að ræða orkufyrirtæki sem sett voru á fót til þess fyrst og fremst til þess að þjóna almenningi hér á landi, er það markmið að gera slíkt að gróða fyrir aðra ?

 

 úr fréttinni.

" Hann segir augljóst að þörf sé á erlendu fjármagni í formi lána en ekki síður í formi eigin fjár í atvinnurekstri. „Það er áhyggjuefni hve okkur virðast mislagðar hendur við að laða hingað erlenda fjárfesta,“ segir hann, og bætir við að stundum virðist sem stefnu en ekki síður vilja skorti í þessum efnum. Nefnir hann fyrirhugaða fjárfestingu Magma í innlendum orkuiðnaði í þessum efnum. „Það er með ólíkindum að á síðustu stigum þess máls skuli rokið upp til handa og fóta til þess að ríkið kaupi hlutinn í stað hinna erlendu fjárfesta,“ segir Jón Steindór.  "

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir augljóslega þörf á erlendu fjármagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stendur Sjálfstæðisflokkurinn undir nafni ?

Getur það verið að Framsóknarflokkurinn hafi tekið sér stöðu sem sjálfstæðisflokkur í þessu máli varðandi hagsmuni einnar þjóðar ? 

Ég tel mig hafa sæmilega næmt skyn á pólítík og andvaraleysi Sjálfstæðiflokksins eins stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar, gagnvart því atriði að reyna semja um fyrirvara þess að láta þjóðina taka ábyrgð á starfssemi einkabanka og misviturlegum fjárskuldbindingum á erlendri grund, er of mikið.

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa illa verið sýnilegir í andstöðu við mál þetta, utan fyrrum formaður Davíð Oddsson.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Breytingartillögur nægja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þráhyggja ríkisstjórnarflokkanna til þess að verja fáránlega samningagerð um fjárskuldbindingar þjóðarinnar.

Formönnum ríkisstjórnarflokkanna hefði verið nær að viðurkenna að samningur þessi væri óásættanlegur á einhverjum tímapunkti fremur en að eyða heilu sumri í tilraunir til þess að setja fyrirvara sem síðan er álitamál um hvort hafi eitthvert gildi.

Þvílík og önnur eins vitleysa er vandfundin.

Verkefnaval ríkisstjórnarinnar á málum var með því móti að þvinga aðildarumsókn að Evrópusambandinu gegnum þingið fyrst og taka svo icesavemálið á dagskrá með handónýtan samning í farteskinu.

Allt að því hjákátlegt hefur verið að fylgjast með því að þeir sem vilja aðild að Evrópusambandinu hafa einnig viljað að Íslendingar samþykktu allt að því þegjandi og hljóðalaust samningagerð um icesave.

Tilraunir stjórnarflokkanna til þess að miðjumoða mál þetta, kunna að falla um sjálft sig og maður veltir því fyrir sér hvort þeir hinir sömu, viti á hvaða vegi standa.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Icesave-umræða stendur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða laun voru í boði ?

Ég hygg að tími sé kominn til þess að draga launataxta upp á borðið, til samanburðar við upphæð atvinnuleysisbóta.

Frásagnir sem þessar finnst mér nefnilega hundleiðinlegar og mun nær að draga staðreyndir mála upp á borðið, hvað varðar upphæðir í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Íslendingar vildu ekki vinnu í sláturhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú reynir á skynsemi ráðamanna við stjórnvölinn, um markaðsbrask með orkufyrirtæki eða ekki.

Ég vona að ráðamenn taki í taumana í Reykjavík og landsstjórninni og sjái til þess að halda eignaraðild orkufyrirtækja hér innanlands, þannig að fjármálabraskarar nái ekki eignarhaldi á orkufyrirtækjum í almenningsþjónustu hér á landi.

Er Magma Energi nýtt nafn á Geysir Green Energi eða hluti af því hinu sama ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Tilboð Magma framlengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissi Umhverfisstofnun ekki um verkefnið ?

Maður veltir því fyrir sér eftir að hafa lesið þessa frétt hvort Umhverfisstofnun hafi ekki haft inni á borði hjá sér áætlun um þetta verkefni, því ef ekki, þá er hlutverk þeirrar hinnar sömu stofnunnar og aðkoma hennar að málum, afar sérstök.

Getur verið að landbúnaðarráðuneytið hafi leyft verkefnið en samtenging Umhverfisstofnunar og landbúnaðarráðuneytis sé ekki til staðar ?

spyr sá sem ekki veit.

kv.Guðrún María.


mbl.is Brýnt að ganga frá tilraunasvæði ORF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ekki nóg til af verðbréfafyrirtækjum ?

Hér er nýtt verðbréfafyrirtæki sem fengið hefur starfsleyfi, vonandi er þar um að ræða eitthvað sem skilar voru samfélagi hagnaði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Veitt starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær ætlar ríkisstjórnin að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu ?

Það skyldi þó aldrei vera að strandveiðar VG, ættu að teljast undirganga stefnubreytingu Samfylkingar um breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu ?

Ekki hefi ég heyrt af neinni nefnd í gangi varðandi þess mál enn sem komið er en þætti fróðlegt að vita hvort einhver veit til þess að eitthvað slíkt sé í gangi ?

kv.Guðrún María.


Sérkennilegir útreikningar.

 Alveg er það stórkostlegt að sjá hve auðvelt er fyrir sitjandi ráðamenn að senda frá sér einhverjar upplýsingar sem eru þess efnis að reyna að sýna fram á góða stjórnun þeirra sjálfra við stjórnvölinn.

 Greip eina setningu á lofti þar sem að mér sýnist er reynt að draga fram að skattar hafi lækkað, eins hjákátlegt og það nú er, en auðvitað lækka skattar með heildarlaunalækkun en hvaða skatta er tekið tillit til í þessu efni ?

 

 úr fréttinni.

" Þar kemur fram að launasumma hópsins er 5% lægri nú en hún var fyrir ári meðan skattgreiðslur eru 5,6% lægri. "

 

Launasumma er orð sem ég man ekki eftir að hafa séð en er ef til vill smíð blaðamanns.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ráðstöfunartekjur minnka um 14,7% milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg " brilljant " hugmynd að hækka skatta eftir því sem atvinnuleysi eykst....

" Gott er að hafa gler í skó, þá gengið er í kletta.... "  

Því miður virðist eitthvað vanta inn í þessa hagfræðiformúlu varðandi það atriði að hækkun skatta komi til með að skila sér til þess að mæta kostnaði vegna fjármálakreppunnar.

 

 úr fréttinni.

" Blanchard segir að atvinnuleysi muni halda áfram að vaxa á næsta ári og nauðsynlegt sé að hækka skatta til að mæta kostnaði vegna fjármálakreppunnar. "

Ætli þurfi ekki eitthvað fleira að koma til sögu, svo sem hugsanleg endurskoðun aðferðafræði mannins við markaðssamfélög yfirleitt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki auðvelt að „snúa skútunni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband