Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Kerfi sjávarútvegs þarf að skipta í tvennt, umhverfismarkmið annars vegar og núverandi kerfi hins vegar .
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Ef við Íslendingar ætlum að skapa okkur sérstöðu á mörkuðum í komandi framtíð, varðandi sjávarafurðir og sölu þeirra þá verðum við að veiða fisk í sátt við móður náttúru, hvað varðar gerð veiðarfæra, umgengni um lifríki sjávar, heildarfiskiskipastól, og vinnu einnar þjóðar að því hinu sama sem heitir sjálfbærni og telur í störfum og útdeilingu þeirra.
Það er algjörlega óþarft að viðhalda endalausu rifrildi um hvernig eigi að innkalla kvóta eða hvernig skuli bjóða upp heimildir, bla bla bla.... við munum veiða fisk áfram og arðsemin felst í þvi að skapa sér sérstöðu meðal þjóða í því efni að virða móður náttúru og lífríki sjávar sem aftur gefur til baka i réttu samhengi.
Núverandi kerfi þarf því að skipta í tvennt þar sem hafist er handa við að aðlaga kerfið að því sem hér hefur verið nefnt, en þar myndu hagsmunaaðilar í sjávarútvegi þurfa að undirganga mat á umhverfisáhrifum á lífríki sjávar hvað varðar veiðiálag og ákvarðanir og skipan mála öll yrði í samræmi við það hið sama mat.
Það mun fljótlega skila þjóðarbúi voru meiri tekjum en hinn helmingur kerfisins innihéldi.
kv.Guðrún María.
Batnandi mönnum er best að lifa, réttarþróun á Íslandi.
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að hið opinbera sé þess umkomið að líta í eigin barm þegar eitthvað fer úrskeiðis, en það hefur verið barátta að fá slíkt viðurkennt sannarlega.
Þolendur eiga ekki að þurfa að leita þessa fyrir dómstólum en það er ánægjulegt til þess að vita að niðurstaða þeirra hinna sömu sem og álitsgjafa skuli taka mið af tjónþola eins og vera skyldi og er í þessu tilviki að sjá má.
kv.Guðrún María.
Fær bætur vegna mistaka á sjúkrahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætla Íslendingar að vera frjáls og fullvalda þjóð, til framtíðar ?
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Það er eitt að taka misvitrar ákvarðanir hér innanlands, en annað að henda frá sér öllu valdi til þess að geta sjálfir breytt því hinu sama.
Ef til vill kann það að henta sitjandi valdhöfum að færa vald ákvarðana út fyrir landssteina þegar illa hefur tekist til í því efni, og reyna þar með að firra sig ábyrgð, en það er flótti frá ábyrgð, annað ekki.
Það er sérstakt að einn stjórnmálaflokkur Samfylking sem hefur haft það sérstaklega á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Esb, skuli hafa sett málið í farveg þingsályktunartillögu á Alþingi, varðandi það hvort beri að sækja um aðild eða ekki.... og fengið til þess samstarfsflokk sem ekki hafði mál þetta á dagskrá og var andsnúin aðild fyrir lýðræðislegar kosningar til þings í apríl síðastliðnum.
Raunin er sú að við erum ekki að fá eitthvað markaðstilboð frelsis til ákvarðana heldur þvert á móti erum við að afsala okkur valdi til ákvarðana um eigin mál að stórum hluta til.
Þeir sem dansa beggja vegna línunnar í afstöðu í þessu máli skyldu íhuga það atriði að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verkalýðsfélögin leiti álits félagsmanna sinna.
Þriðjudagur, 26. maí 2009
Launamönnum hér á landi hefur verið talin trú um lúsarlaunahækkanir í áraraðir undir hvaða formerkjum, jú .... stöðugleika .... sem enginn hefur verið.
Ég legg til að verkalýðshreyfingin leggi hvers kona meintan sáttmála við stjórnvöld undir atkvæði félagsmanna sinna að öðru leyti er lýðræðisleg aðferðafræði þess hins sama fyrir bí.
kv.Guðrún María.
Fundað um stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Erum við þess umkomin að endurskoða gildismat í einu samfélagi ?
Þriðjudagur, 26. maí 2009
Okkur Íslendingum hefur að hluta til verið talin trú um það að peningar vaxi á trjánum, þar sem endalausar ævintýrasögur af auðsöfnun örfárra hafa verið frásagnir fjölmiðlanna undanfarin ár.
Það átti að stofna fjármálamiðstöð á Ísland að mig minnir, sem yrði öðrum þjóðum fordæmi, kanski með kúlúlánastarfssemi, hver veit ...
En eins snöggt og hið málamyndaríkidæmi heimsótti þjóðina, hvarf það á einni nóttu, og spilaborg hrundi til grunna, þar sem sandur virtist hafa verið byggingarefnið.
Á sandi byggði heimskur maður hús,.... syngja leikskólabörnin og auðvitað er það rétt, en spurningin er sú, hvort við munum þess umkomin að endurskoða gildismat okkar eftir hrun ofan af stalli ?
Fyrir ári síðan var ég á ferð í Svíþjóð og þar í landi sá ég ekki jeppa á ferð á akvegum svo nokkru næmi þar sem ég var stödd, en all mörg ár hefi ég velt fyrir mér hinni ótrúlegu þróun sem hér á landi hefur verið til staðar varðandi ökutækjaóhóf okkar Íslendinga.
Ef til vill ekki furða því tollar gerðu það víst að verkum að hagkvæmt var að kaupa bensíneyðsluháka sem auðvitað voru útbúnir nagladekkjum yfir vetrartímann án sérskattlagningar þar að lútandi innanbæjar.
Þar er aðeins eitt dæmi um hvað við kunnum að þurfa að endurskoða en þau eru örugglega fleiri.
kv.Guðrún María.
Obb bobb bobb.
Þriðjudagur, 26. maí 2009
Það er þokkalegt ef menn hefja feril við deilur, um laun og völd, i fjögurra manna þingflokki, en einhvern veginn minnir þetta mig á eitthvað, man ekki hvað.....
kv.Guðrún María.
Átakafundur hjá Borgarahreyfingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hagsmunir þjóðar, ofar eiginhagsmunum örfárra.
Mánudagur, 25. maí 2009
ALDREI, skyldu stjórnmálamenn falla í þann pytt að færa mönnum aðgang að fjármunaumsýslu svo sem gert var með frjálsu framsali fiskveiða, og Matadorleik þeim sem síðar varð raunin á hlutabréfamarkaði hér á landi í kjölfarið.
Kvótakerfið varðaði veginn sagði Þorvaldur Gylfason og það eru orð að sönnu.
Af aurum verða menn apar, og allar þær tilraunir sem maður hefur augum litið til þess að verja þá tilfærslu fjár sem orðið hefur til í þessu landi undir formerkjum meintrar hagræðingar í sjávarútvegi, eru í ætt við sápuóperu, sem þjóðin situr nú uppi með sem skuldasöfnun meira og minna.
Offjárfestingar útgerðarmanna í tólum og tækum olli skuldsetningu fyrirtækjanna sem aftur þýddi engan arð i raun af skipulagi þessu, en því til viðbótar var uppkaup á tapi að hluta til það sem hægt var að afskrifa til skatta með uppkeyptu tapi ár eftír ár.
Hagsmunir heildarinnar af skipulaginu voru því og eru í lágmarki vægast sagt.
Það Á enginn óveiddan fisk í sjó, nema þjóðin í heild, og þeir hinir sömu hagsmunir eru þjóðarheildar til langtíma en ekki hagsmunir einstaka handhafa á ákveðnu árabili.
Meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn því ranglæti sem þessi skipan mála hér á landi hefur innihaldið, og kjörnum fulltrúm BER að fara að vilja þjóðar í því efni og breyta og bæta skipulagið með það að markmiði að þjóna hagsmunum heildarinnar.
kv.Guðrún María.
Umgengni við lífríki, sjávar, sandsílið, dragnóta og loðnuveiðar og fjölgun máva í ætisleit.
Mánudagur, 25. maí 2009
Dragnóta og loðnuveiðar upp í landsteina hafa raskað lífríki sjávar, og með ólíkindum að slíkar veiðar skuli hafa verið við lýði en ein ástæða þess að mávum hefur fjölgað svo mikið sem raun ber vitni , í byggð, er hvarf sandsílisins, sem er fæða mávanna.
Álag veiðarfæra eins og dragnótar og einnig loðnuveiða of nálægt landssteinum rótar upp og eyðileggur klak sandsílanna. Flóknara er það ekki.
Það verður mjög fróðlegt að vita hvort eins mikið verður af mávum hér við suðvesturströndina nú, en loðnuveiðar stöðvuðust við Vestmannaeyjar þetta árið, sem aftur gæti orsakað það að klak sandsíla hér hefði verið betra en árin áður.
Hið stórkoslega vitundarleysi okkar um umgengni við lífríkið þarfnast betri skoðunar við.
kv.Guðrún María.
Útgerðarfélag getur aldrei verið einstaklingur.
Sunnudagur, 24. maí 2009
Þessi dæmisaga er afar hjákátleg, sökum þess að ómögulegt er að líkja útgerðarfélagi saman við einstakling, algjörlega ósambærileg atriði.
kv. Guðrún María.
Eigandinn heldur áfram að borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðiskerfið á vaktinni um allan heim.
Sunnudagur, 24. maí 2009
Það er ljóst að meðan faraldur sem þessi er fyrir hendi mun ekki verða skorið niður í þjónustu við heilbrigði að sjá má, hvað varðar þau atriði sem taka þarf á í þessu sambandi.
Ég vildi hins vegar sjálf sjá tölulegar upplýsingar um það hvað margir lenda í erfiðum veikindum vegna venjulegra inflúensufaraldra í löndum heims, og hver er munur þessarar flensu annars vegar og hinnar árlegu, hvað tölulegar upplýsingar varðar í því efni.
kv.Guðrún María.
Svínaflensa á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |