Hagsmunir þjóðar, ofar eiginhagsmunum örfárra.

ALDREI, skyldu stjórnmálamenn falla í þann pytt að færa mönnum aðgang að fjármunaumsýslu svo sem gert var með frjálsu framsali fiskveiða, og Matadorleik þeim sem síðar varð raunin á hlutabréfamarkaði hér á landi í kjölfarið.

Kvótakerfið varðaði veginn sagði Þorvaldur Gylfason og það eru orð að sönnu.

Af aurum verða menn apar, og allar þær tilraunir sem maður hefur augum litið til þess að verja þá tilfærslu fjár sem orðið hefur til í þessu landi undir formerkjum meintrar hagræðingar í sjávarútvegi, eru í ætt við sápuóperu, sem þjóðin situr nú uppi með sem skuldasöfnun meira og minna.

Offjárfestingar útgerðarmanna í tólum og tækum olli skuldsetningu fyrirtækjanna sem aftur þýddi engan arð i raun af skipulagi þessu, en því til viðbótar var uppkaup á tapi að hluta til það sem hægt var að afskrifa til skatta með uppkeyptu tapi ár eftír ár.

Hagsmunir heildarinnar af skipulaginu voru því og eru í lágmarki vægast sagt.

Það Á enginn óveiddan fisk í sjó, nema þjóðin í heild, og þeir hinir sömu hagsmunir eru þjóðarheildar til langtíma en ekki hagsmunir einstaka handhafa á ákveðnu árabili.

Meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn því ranglæti sem þessi skipan mála hér á landi hefur innihaldið, og kjörnum fulltrúm BER að fara að vilja þjóðar í því efni og breyta og bæta skipulagið með það að markmiði að þjóna hagsmunum heildarinnar.

 

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Þetta er virkilega góð færsla og beinskeitt..

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 03:01

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Þórarinn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.5.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband