Umgengni við lífríki, sjávar, sandsílið, dragnóta og loðnuveiðar og fjölgun máva í ætisleit.

Dragnóta og loðnuveiðar upp í landsteina hafa raskað lífríki sjávar, og með ólíkindum að slíkar veiðar skuli hafa verið við lýði en ein ástæða þess að mávum hefur fjölgað svo mikið sem raun ber vitni , í byggð, er hvarf sandsílisins, sem er fæða mávanna.

Álag veiðarfæra eins og dragnótar og einnig loðnuveiða of nálægt landssteinum rótar upp og eyðileggur klak sandsílanna. Flóknara er það ekki.

Það verður mjög fróðlegt að vita hvort eins mikið verður af mávum hér við suðvesturströndina nú, en loðnuveiðar stöðvuðust við Vestmannaeyjar þetta árið, sem aftur gæti orsakað það að klak sandsíla hér hefði verið betra en árin áður.

Hið stórkoslega vitundarleysi okkar um umgengni við lífríkið þarfnast betri skoðunar við.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband