Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Þarfasti þjónn mannsins gegnum aldir hesturinn.

Þetta er sérstök ferð sem þeir hestamenn leggja upp í , en minnir okkur á það að einu sinni var þetta eina leiðin sem menn gátu farið.

Má til með að setja hér inn gamla mynd sem amma átti af ferð hestamanna yfir Skógaá.

SWScan00040

Telst nú ekki sundreið en sennilega hefur ekki verið búið að brúa þarna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Koma í Heiðardal í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við breytum því sem breyta þarf, með bjartsýni í farteskinu.

Okkur Íslendingum dugar það litt að eyða tíma og orku í endalaust svartagallsraus, sökum þess að ástandið batnar ekki nokkurn skapaðan hlut við það.

Okkar kjörnu fulltrúar þurfa hins vegar aðhald á hverjum tíma hvort sem þeir hinir sömu eru til hægri eða vinstri, og það aðhald eigum við að vera þess umkomin að veita.

Það aðhald á að vera stöðugt en ekki bóla þegar eitt þjóðfélag hefur farið á hausinn, að þá fyrst rísi almenningur upp og láti í sér heyra, en ekki fyrr.

Atvinnuvegirnir hvoru tveggja verða og þurfa að skila arði til samfélagsins, ásamt réttlátri skattöku launþega af vinnu. Þar þarf að ríkja ákveðið jafnræði skattalega.

Hvers konar mismunun þarf að breyta og laga, og auðvitað er það hægt.

Við þurfum ekki að ganga í ríkjabandalag Evrópu til þess að breyta hér innanlands, við gerum það sjálf.

kv.Guðrún María.

 


Fyrsti gestur minn í TEBOLLANUM, var Eiríkur Stefánsson frá Fáskrúðsfirði.

Fékk góðan gest í viðtal yfir tebolla, sem er margfróður um eitt samfélag, og vil benda ykkur á að nú er hægt að hlýða á þáttinn á bloggsíðu lýðvarpsins, sem er efst í bloggvinamyndinni minni.

kv.Guðrún María.

 


Frumvarp fjármálaráðherra til stofnunar opinbers hlutafélags, til að aðstoða fjármálastarfssemi.

Rakst á þetta á alþingisvefnum, en þar var að finna nýtt lagafrumvarp fjármálaráðuneytis, með umsögn fjárlagaskrifstofu um hið sama sem ég set hér inn.

"

 Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til laga um stofnun hlutafélags til að stuðla að endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja.

 

    Með frumvarpi þessu er óskað heimildar til handa fjármálaráðherra til þess að stofna opinbert hlutafélag til að aðstoða fjármálafyrirtæki við fjárhagslega endurskipulagningu atvinnufyrirtækja. Gert er ráð fyrir að félagið sjái um endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra fyrirtækja sem komin eru í rekstrarerfiðleika en eru talin skipta miklu máli fyrir íslenskt samfélag. Með þessu verði áframhaldandi starfsemi þeirra tryggð til framtíðar. Frumvarpið byggist á fyrstu starfsáætlun samráðsnefndar um endurreisn fjármálakerfisins. Samkvæmt frumvarpinu er félaginu heimilt að kaupa eignarhluti í þjóðhagslega mikilvægum atvinnufyrirtækjum sem þarfnast endurskipulagningar og eru komin í eigu ríkisbanka eða annarra fjármálafyrirtækja.
    Tilgangur félagsins er samkvæmt frumvarpinu að sinna endurskipulagningu slíkra fyrirtækja, bæði fjárhags- og rekstrarlega, og að því loknu sjá um sölu fyrirtækjanna. Ekki liggur fyrir umfang starfsemi fyrirtækisins, meðal annars vegna þess að efnahagur ríkisbankanna liggur ekki endanlega fyrir og ekki er ljóst hver er fjöldi þeirra fyrirtækja sem gætu fallið undir starfsemi félagsins. Í frumvarpinu er því gert ráð fyrir að sérstakri nefnd verði falið að leggja mat á fjárhagslegt umfang starfseminnar og þörf félagsins fyrir rekstrarfé. Það er fyrst þegar sú nefnd hefur lokið störfum að fyrir liggur mat á hugsanlegum kostnaði ríkisins við yfirtöku fyrirtækjanna.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum og ákvörðun tekin á grundvelli þeirra um að stofna félagið mun ríkissjóður leggja því til 20 m.kr. vegna stofnhlutafjár sem færist þá í efnahagsreikning ríkisins en ekki sem útgjöld í rekstrarreikning. Komi til þess að félagið hefji rekstur er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður verði borinn uppi af þeim félögum sem tekin verða til eignasýslu og að sá kostnaður falli því ekki á ríkissjóð. "

 

 

Mjög fróðlegt.

 

kv. Guðrún María.


Óþarfa kostnaðartilstand, núverandi lög, duga.

Hér finnst mér um að ræða lýðskrum af hálfu sitjandi stjórnvalda, varðandi upplýsingaaðgengi, þvi svo vill til að stjórnvöld sjálf hafa það í hendi sér að veita aðgengi eða útvíkka aðgengi að upplýsingum sé þess talin þörf, samkvæmt núverandi lögum.

Að setja af stað starfshóp sem kostar fé, til þess arna er óþarft.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ætla að endurskoða upplýsingalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn þurfa að opna augun fyrir eigin sérhagsmunagæslu.

Því miður er það allt að því hlægilegt að horfa á sveitarstjórnarmenn hlaupa til að vara við breytingum á kerfi sjávarútvegs, hér á landi.

Þetta heitir að berja hausnum við steininn, að mínu viti, því það er dagljóst hvers konar óréttlæti hefur verið á ferð varðandi fiskveiðistjórnun hér við land í áraraðir.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Harma viðbrögð Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er orsakavaldurinn að hagstjórnarmistökum undanfarinna ára ?

Okkur var talin trú um það um tíma að launum á vinnumarkaði skyldi haldið í hófi, undir formerkjum þess að viðhalda stöðugleika í einu þjóðfélagi, en ef ég man rétt var þetta í upphafi einkavæðingaferlis sem fór í gang af hálfu sitjandi stjórnvalda þá.

Til stóð að minnka umsvif hins opinbera, með þeim hinum sömu aðferðum, en svo einkennilegt eins og það nú er, virtist slíkt ekki skila hagræðingu sökum þess að almenningur fann ekki fyrir lægri sköttum, né heldur ódýrari þjónustu svo nokkru næmi.

Óveiddur fiskur úr sjó, varð allt í einu að veði í fjármálastofnunum, þar sem steynsteypan ein hafði áður gilt sem veð, eftir að búið var að steypa eitt stykki hús.

Hvaða snillingar gátu allt í einu ákveðið persé, að óveiddur fiskur væri veðhæfur í fjármálastofnunum ólikt öllu öðru mati á slíku ?

Það væri mjög fróðlegt að vita hvaða snillingar sátu þá í bönkunum þegar slíkir fjármálagerningar voru innleiddir, og einnig hvað margir lögspekingar og alþingismenn sátu hljóðir undir slíkri ráðstöfun mála.

Að gera eitthvað veðhæft sem ekki er sýnilegt, eða í hendi og ótal þættir geta valdið að verði ekki í hendi er eitthvað sem er í ætt við söguna af Nýju fötum keisarans í mínum huga.

Vonandi mun söguskoðunin leiða þetta í ljós, því eins og skáldið Einar Ben, sagði

" án fræðslu þess liðna, sést ei hvað er nýtt ".

kv.Guðrún María.

 

 


TEBOLLINN, á Lýðvarpinu ,fm, 100, 5 fer í loftið á föstudaginn.

Ég hef tekið að mér að bjóða til mín gestum til spjalls um landsins gagn og nauðsynjar yfir tebolla , á föstudögum í Lýðvarpinu, fm 100,5, og mun fá til mín fyrsta gestinn næstkomandi föstudag.

Ég mun að sjálfsögðu bjóða upp á íslenskt te, undir spjalli við viðmælendur hverju sinni.

kv.Guðrún María.


Hér er dæmi um Nýtt Ísland, hinna ónýttu tækifæra.

Ég vona sannarlega að þessi tilraun muni skila góðum árangri og mér er það einstakt fagnaðarefni að sú hin sama tilraun skuli einmitt eiga sér stað í gömlu sveitinni minni undir Eyjafjöllum, þar sem fyrst grænkar á vorin.

Frumkvöðlastarf og rannsóknir skyldi aldrei vanmetið og hverjum hefði dottið í hug að við Íslendingar ættum eftir að fá að borða brauð úr íslensku hveiti af íslenskum kornökrum, hvað þá flatkökur úr íslensku byggi.

RIMG0006.JPG

 

Það er nú eigi að síður raunin og því ber að þakka allt frumkvöðlastarf í því efni.

Það atriði að geta hugsanlega verið sjálfbær í notkun tækja og tóla til fiskveiða í komandi framtíð er ekki lítið fagnaðarefni, og ég vona að sú verði raunin.

 

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Repja framtíðareldsneyti fiskiskipaflotans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Sunnlendingar, með Heimsýn á Suðurlandi.

Stofnun þessa félags er án efa fyrsta skrefið að stofnun annarra félaga um landið, en mér líst vel á þá öflugu menn sem þarna skipast hafa í stjórn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Heimssýn opnar útibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband