Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Ánægjuleg tíðindi.

Frumkvöðlastarf er forsenda þróunar á öllum tímum alls staðar og því ber að fagna að við Íslendingar fáum þess notið að fá til okkar ráðstefnu af þessu tagi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stór frumkvöðlaráðstefna til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisbáknið þarfnast uppskurðar við.

Það er með ólíkindum að stjórnvöld í landinu sem nú heita Samfylking og VG, komi fram með víxlhækkanapakka kaupmáttar og verðlags, sem ráðstöfun hina fyrstu í ríkisfjármálum undir þeim kringumstæðum sem hægt hefur verið að koma þjóðinni í.

Hvers vegna í ósköpunum hefur verðtrygging ekki verið tekin úr sambandi við þær efnahagslegu aðstæður sem fyrirliggjandi eru ?

Hvers vegna kom ekki fyrst niðurskurður og samdráttur í ríkisþjónustu hvers konar áður en skattahækkanir á almenning í landinu var til umræðu hvað þá framkvæmda ?

Ráðstafanir stjórnvalda eru ótrúlegar og varla til þess fallnar að byggja upp frjálst markaðssamfélag, úr rústum mistaka fyrri ára nema síður sé.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 


Orðið " kvóti " má fara í brottkast í umræðu um stjórnun fiskveiða.

Hvað er heimild til að veiða fisk annað en heimild, og  samkvæmt núgildandi lögum myndar slík heimild ekki eignarétt, né óafturkallanlegt forræði einstakra handhafa.

Slíkri heimild er úthlutað frá einu fiskveiðári til annars, en fiskveiðiár hefur miðast við september.

Framsalsvitleysan sem komið var af stað hér á landi er upphaf og endir þess hruns sem þjóðin stendur frammi fyrir í ævintýramennsku prentunar plastpeninga í hagkerfið, sem hófst með þáttöku sjávarútvegsfyrirtækja á hinum íslenska hlutabréfamarkaði.

Með dyggri þáttöku forkólfa verkalýðshreyfingarinnar sem skipa í stjórnir lífeyrissjóða, hófu sjóðirnir að fjárfesta í plastpeningabraskinu í upphafi en drógu sig síðan út, sem og sjávarútvegsfyrirtækin sjálf um leið og arðsemisforsendur urðu á reiki í þessu skrýtna skipulagi og tekist hafði að mergsjúga fjármagn út úr atvinnugreininni en eftir stóð skuldasöfnun og ævintýramennska í formi offjárfestinga sem enn sér ekki fyrir endann á.

Vanda útgerðanna hér á árum áður var vissulega sópað undir teppið með gengisfellingum á gengisfelingum ofan um tíma, en prentun plastpeninga og fjármálabrask með arð af sjávarútvegi á Íslandi sem til varð með framsalsvitleysunni toppar allar fyrri gengisfellingar.

kv.Guðrún María.

 

 


Þessi vitneskja hefur verið fyrir hendi varðandi hið ónýta kerfi sjávarútvegs hér á landi, lengi.

Aðferðafræði fiskveiðistjórnunar hér við land er handónýt og svo hefur verið áratugi, þvi miður.

Auka þarf veiði og grisja þorksstofninn ásamt því að breyta aðferðafræði við fiskveiðar. 

 "

Haft var eftir Einari, að vísindamennirnir hafi tekið eftir geysilega sterku vali gegn ákveðnum arfgerðum í þorskinum. Arfgerðirnar séu í meginatriðum þrjár: AA, BB og AB. Sú fyrsta, AA, heldur sig á grunnsævi, BB heldur sig mun dýpra, en AB er þar á milli. "

Ekkert skrítið við þetta sökum þess að hvatinn er innifalinn núverandi lög samamber sentimetrastærð fiskjar, sem koma má með að landi. Með öðrum orðum lögin segja að menn skuli koma með svo og svo langan fisk að landi, þannig að val er ekkert.

"Einar segir, að veiðar séu að mestu stundaðar á búsvæði AA arfgerðarinnar, sem þýði að val veiðanna úr stofninum sé að meirihluta úr þessari arfgerð og við blasi að AA arfgerðin hverfi úr stofninum á mjög skömmum tíma. 7 kynslóðir séu eftir í mesta lagi. Þeir hafi því áhyggjur af yfirvofandi hruni í stofninum."

Já já nákvæmlega sama atriði á ferð lögin segja að veiða megi þetta sentimetra langan fisk og hinn má ekki koma með að landi að viðurlögðum sektum. Sökum þess er brottkast á brottkast ofan.

"Hann segir, að við þessu verði að bregðast með því að draga úr  valáhrifum veiðanna, helst með friðun svæða. "

Friðun svæða breytir engu í þessu sambandi, lögin þarf að laga og breyta þeim þannig að þau hin sömu innihaldi ekki hvata að þvi sem hér er dregið fram, hvorki hvað varðar kvóta , úthlutun og bindingu við útgerðaraðila hvað þá framsal og leigu.

þannig er það.

kv.Guðrún María.


mbl.is Telur þorskstofninn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennileg tilviljun, eða táknræn skilaboð !

Svo vildi til að ég á ferð milli staða þegar skjálftinn reið yfir og frétti ekki af honum fyrr en ég kom heim aftur. Hið sama var reyndar hjá mér fyrir ári síðan, þá var ég á ferð milli staða í bíl og varð ekki skjálfta vör.

Ég fór og skoðaði veðurstofusíðuna og sá að þrír stórir skjálftar höfðu riðið yfir að sjá mátti sömu mínútuna, samkvæmt töflunni.

Það sem rann í gegn um huga minn var örugglega ólíkt öðrum sem upplífðu þessa tilfinningu en það var að nú myndu gleymast ráðstafanir ríkisstjórnar frá í gærkveldi, sem sjá mátti í hækkun á bensínverði í dag, um heilar fjörutíu krónur milli daga, sagt og skrifað.

Eigi að síður er það einkennilegt að þessi skjálfti skuli bera upp á sama dag og Suðurlandsskjálftinn fyrir ári, spurning hvort táknmál tilverunnar tali hér sínu máli.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skjálftinn mældist 4,7 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annar viðmælandi minn í TEBOLLANUM var Bjarni Harðarson frá Selfossi.

Átti fróðlegt og skemmtilegt spjall við Bjarna Harðarson á Lýðvarpinu fm.100,5, í dag.

Evrópumálin, stjórnmálin og fleira.

kv.Guðrún María.

 


Upplýstir Íslendingar eru samferða Bretum í þessu efni.

Hagsmunir frjálsra þjóða svo fremi þjóð vilji frelsi til eigin ákvarðanatöku,  rúmast ekki innan ramma forsjárhyggjubandalags einnar álfu í veröldinni, hvorki til viðskipta ellegar annarrar ákvarðana um eigin mál hverju sinni.

Nálægð ákvarðanatöku valdhafa gagnvart hagsmunum fólksins er lykilatriði í þessu sambandi og þróun sambandsins sem skriffinsku og reglugerðaveldis ásamt hugmyndum um það að gera Evrópu sem álfu sérstakt riki, eru út úr öllu velsæmi, siðgæðisvitundar manna um þjóðir heims sem samstarfsaðila.

kv.Guðrún María.


mbl.is Aukin andstaða við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir stjórnarflokkanna úr takt við allan veruleika.

Samfylking og Vinstri Grænir hafa fallið á fyrsta prófinu við það að stjórna landinu við þær aðstæður sem nú eru uppi.

Notkun gamalla úreltra aðferða við að hækka álögur á áfengi og tóbak sem og olíugjald, er hreinlega með ólikindum við aðstæður sem þessar, þegar verðtrygging hefur ENN ekki verið tekin úr sambandi.

Forgangsröðun þess að stoppa í fjárlagagat með aukaálögum, þegar engin er forsenda fyrir slíku, er stórfurðuleg einfaldlega sökum þess að hún gengur ekki upp, og það ættu menn að hafa getað séð fyrirfram.

Aðgerðin er ein leið til að gera þjóðina enn frekar gjaldþrota en orðið er.

Báðir þessir flokkar hafa fyrirgert trausti kjósenda.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Áfengi og eldsneyti hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægi grunnþjónustuþátta í einu samfélagi þarf að hefja til vegs og virðingar.

Í hinu meinta góðæri hér á landi fékkst ekki fólk til starfa við uppeldi barna og grunnmenntun enda launin hvað lægst þar sem verðmætamatið fékk áhorf á skammtímasjónarmið í stað langtíma hugsunar.

Sjálf hefi ég starfað sem skólaliði í áratug og starfa enn, og þau laun sem þar eru í boði gera lítið til að hækka meðaltalslaunaskallan í einu samfélagi. Því miður hefur sama mátt segja um samstarfsstéttina kennara sem bera hita og þunga af ábyrgð starfannna gagnvart einu samfélagi.

Eigi að síður er grunnmenntun barna lykill að öllu því sem á eftir kemur hvarvetna.

Sama máli gegnir um þjónustu við heilbrigði þar sem heimilslækningar hafa orðið einhvers konar afgangsstærð á sviði lækninga í einu landi, á fjölmennustu svæðum, en þar er ódýrasta þjónusta við heilbrigði eigi að síður.

Ég hefi í mörg ár rætt um það að gott væri að skilgreina þjónustustig hvers konar af hálfu hins opinbera en flest annað hefur verið skilgreint en þjónustustigið enda kemur það að fjármagni sem kjörnir fulltrúar flokkanna taka ákvarðanir um hverju sinni, með mismunandi hætti ef til vill.

Skattgreiðendur eiga rétt á því að þjónustustig sé hið sama þegar kemur að opinberri þjónustu, alls staðar á landinu, svo ekki sé minnst á það atriði að stjórnmálamenn séu þess umkomnir að taka ákvarðanir um að standa vörð um þjónustu sem á öllum timum gegnum ár þarf að standa vörð um.

Langtímahugsunar er þörf.

kv.Guðrún María.

 


Óstjórn fiskveiða í Evrópusambandinu og óstjórn fiskveiða á Íslandi.

Ráðherrar í Brussel hafa komist að því að miðstýringin væri of mikil í stjórn sambandsins á fiskveiðum og að skilja má, þá sé það ástæðan fyrir ofveiði og brottkasti. Það skorti nálægð við ákvarðanatöku um mál.

Vekur upp ýmsar spurningar um sambandið almennt.

En hvað með okkur Íslendinga, höfum við ekki gengið alveg hinum megin út á öfgaganginn í þessu málaflokki, varðandi það að fela útgerðaraðilum sjálfum vald í hendur og með hvaða árangri ?

Alltént ekki uppbyggingu fiskistofna, fremur en uppbyggingu atvinnu í landinu, heldur þvert á móti, og hefur þjóðin verið sniðgengin við aðkomu að fiskveiðum við nýlíðun í íslenska kerfinu og framkvæmd þess.

Það má því segja að það sé annað hvort í ökkla eða eyra, hér eða í Evrópusambandinu.

kv.Guðrún María. 

 

 

 


mbl.is Sammála um að breyta fiskveiðireglunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband