Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Launagjáin milli þjóðfélagshópa á Íslandi.
Laugardagur, 13. september 2008
Það er ekki sama hvort þú starfar sem stjórnandi í banka ellegar stórfyrirtæki á íslenskum markaði eða ert óbreyttur alþingismaður, þar er nefnilega að finna eitt stykki launagjá, þar sem stjórnandi í fjármálalífinu tekur allt að því þreföld laun hins óbreytta alþingismanns sem tekur þátt í því að skapa umhverfi fjármálalífsins við lagasetingu á Alþingi.
Síðan koma fagstéttir í íslensku samfélagi oftar en ekki við þjónustu í störfum hins opinbera, svo sem læknar sem hafa hærri laun en hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, en laun hjúkrúnarfræðinga og ljósmæðra eru þó nokkuð ofar launum sjúkraliða. Flest önnur störf er lúta að heilbrigðisþjónustunni eru síðan í launaflokkum sem teljast ófaglærðir sem eru um eitt hundrað til tvö hundruð þúsund undir launum fagærðra.
Hin mikla gjá millum launa fólks í okkar þjóðfélagi er fyrir löngu síðan orðin oss fjötur um fót og það sem sorglega við þessa þróun er það að ríkið sjálft, þ.e. þeir aðilar er sitja við stjórnvölinn og skapa skattaumhverfi í einu landi, hafa ekki séð ljósið í því efni hve óréttlát mörk skattleysis eru og hafa verið um árabil, ásamt skattprósentu á tekjur af launum manna á vinnumarkaði.
Hið opinbera tekur nefnilega til við það að innheimta skatta af launum manna, undir eðlilegum viðmiðum einstaklingsframfærslumarka er viðmið á hverjum tíma segja til um að séu við lýði.
Það atriði að slíkt himinn og haf sé til staðar í launum millum manna í einu þjóðfélagi er ekki ávísun á sátt eða jöfnuð til framtíðar, því fer svo fjarri, og samtök launamanna bera þar ábyrgð ásamt þeim er inna laun af hendi og kallast vinnuveitendur.
Íslendingar munu aldrei verða sáttir við þann ójöfnuð sem ríkir hvað varðar laun á vinnumarkaði og vilji til þess að viðhalda mannréttindum er virðing fyrir möguleikum einstaklinga til að lifa af launum sínum að lokinni fullri vinnuþáttöku, hver svo sem staða viðkomandi einstaklinga er fagmenntaðra sem ófaglærðra.
Það er áfellisdómur til handa sitjandi stjórnvöldum landsins að ekki skuli hafa tekist að nota og nýta þau stjórntæki sem sitjandi valdhafar hafa í skattkerfinu til jöfnunar, í formi greiðslu skatta í samræmi við krónur og aura sem viðkomandi hefur mánaðarlega sér til handa, þar sem bankastjórinn býr á Mars, fjármálamógúlar á Júpiter, þingmenn á Tunglinu en almenningur á jörðinni.
kv.gmaria.
Laun og álag opinberra starfsmanna, er sitjandi stjórnvöldum skömm í hattinn.
Laugardagur, 13. september 2008
Launapólítik í opinbera geiranum þegar kemur að stöðugri samfélagsþjónustu eru hörmulegur vitnisburður um tilraunir til þess að spara aurinn en kasta krónunni.
Samningsgerð undanfarinna áratuga gagnvart ríkinu hefur meira og minna verið í því formi að hvers konar agnarlaunahækkunum hefur jafnframt fylgt aukið álag til viðbótar, svo mjög að menn gefast upp hér og þar.
kv.gmaria.
![]() |
Hætta vegna launa og álags |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eftirlit með spennistöðvum !
Laugardagur, 13. september 2008
Þetta er hörmulegt, en svo vill sú er þetta ritar kom heim einn dag, nú í vor og sá að börn stóðu við opna spennistöð sem stendur rétt við húsið hér, þar sem þau stóðu við opna hurðina.
Ég var ákveðin og sagði þeim að þarna mættu þau alls ekki koma nærri og beið meðan þau fóru úr augsýn á brott. Fór svo inn til mín og hringdi í áhaldahús í Hafnarfjarðarbæ og tjáði þeim að hér stæði opin spennistöð fyrir utan.
Maðurinn sem svaraði sagðist skyldu koma þessum ábendingum á framfæri til réttra aðila.
Það liðu hins vegar klukkustundir frá því ég hringdi og þar til menn komu að laga hina ónýtu hurð á spennistöðinni en ég var þann tíma með gluggavakt á því atriði hvort þar kæmu börn nærri.
Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort ekki sé hægt að setja kerfi í gang sem sendir boð til aðila ef hurðir eru brotnar upp á slikum hættusvæðum.
kv.gmaria.
![]() |
Barn fékk mikið raflost |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frjálslyndi flokkurinn og málefni innflytjenda.
Föstudagur, 12. september 2008
Stefna í málefnum innflytjenda til landsins er hluti af íslenskum stjórnmálum, og umræða um þau hin sömu mál því eðlilegur hluti af stjórnmálaumræðu dagsins í dag.
Frjálst flæði fólks milli landa og alþjóðasamningar þar að lútandi, sem og skilyrði stjórnvalda og samningsgerð á hverjum tíma er eitthvað sem hver þjóð þarf að mynda sér skoðun á og hjá þvi kemst enginn flokkur sem tekur þátt í stjórnmálum.
Gömlu flokkarnir hafa því miður ítrekað reynt að stimpla okkur Frjálslynda sem rasista fyrir það að ræða þau hin sömu mál í víðu samhengi, á sama tíma og þeir hinir sömu hafa alveg sleppt því að ræða málin sem heitið getur.
Það er ábyrgðarleysi í raun og það er alveg sama á hvern veg aukið streymi innflytjenda birtist okkur Íslendingum, við munum ætíð þurfa að skoða mál frá öllum hliðum ekki aðeins einni.
kv.gmaria.
Hvað á að ræða þetta vandamál lengi án aðgerða ?
Föstudagur, 12. september 2008
Það er ekki nóg að kanna og kanna og kanna, það þarf að gera eitthvað í kjölfarið og því miður hefur það ekki komið á daginn, því ár eftir ár lesum við sömu gömlu fréttirnar um sama gamla kynbundna launamuninn.
Hinu opinbera ætti að vera nærtækt að taka til heima hjá sér í þessu efni og stéttarfélög þurfa að ganga eftir slíku annars gerist ekki neitt.
Mér kemur hins vegar á óvart tala meðalheildarlauna hér í þessari frétt sem eru hæðum ofar þeim launaskalla sem ég tel að gildi um ýmsa innan þessara félaga.
kv.gmaria.
![]() |
Kynbundinn launamunur eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þagnarskylda lækna í Siglinganefnd, og stjórnvaldsákvarðanir um hagi manna ?
Föstudagur, 12. september 2008
Nokkuð þykir mér sérkennileg sú útskýring Landlæknis Sigurðar Guðmundssonar að þagnarskylda þurfi að koma í veg fyrir það að fagnefnd á sviði heilbrigðisþjónustu, geti rætt og útskýrt ákvarðanir sínar í einstökum málum, ef þess er óskað.
Ég get ekki séð annað en nefnd sem þessi geti birt ákvarðanir sínar með faglegum útskýringum, enda hlutverk hennar væntanlega nákvæmlega það.
Það er síðan annað álitamál hvort nefnd sem þessi skuli eingöngu skipuð læknum, fimm læknum.
Tilhneiging lækna hér á landi sem annars staðar í heiminum hefur verið sú að standa saman og verja hvern annan ef svo ber undir.
Þrír læknar, ættu að nægja í nefnd sem þessari að mínu áliti.
Það var viðtekin venja hér á árum áður þegar sjúklingar reyndu að ræða læknamistakamál að reyna að skýla sér bak við þagnarskyldu og sýnist sama á ferðinni nú enn og aftur.
Tel það ekki eiga við í þessu sambandi.
kv.gmaria.
Þjóðarsátt hvað ?
Fimmtudagur, 11. september 2008
Hvers vegna í ósköpunum ætti almenningur í landinu einu sinni enn, ég endurtek einu snni enn að mega þurfa að taka á sig byrðar vegna hvoru tveggja aulaháttar verkalýðshreyfingarinnar við að semja um mannsæmandi laun fyrir vinnu í landinu ellegar lélegrar aðferðafræði við stjórn landsins í efnahagsmálum og skattöku af landsmönnum ?
Pólítiskt samkrull verkalýðsforkólfa til handa einstökum stjórnmálaföflum er afdala tímaskekkja sem hefur orskakað þegjandahátt um ýmislegt er varðar kjör á vinnumarkaði í landinu til sjávar og sveita.
Verkalýðshreyfingu þessa lands hefur ekki auðnast að aftengja sig pólítik flokkanna þótt launamenn séu eðli máls samkvæmt kjósendur allra flokka ekki einhvers eins sérstaks.
Einstaka verkalýðsleiðtogar hafa brotið sig út úr því hinu sama fari en of fáir því miður.
kv.gmaria.
![]() |
Ennþá langt í þjóðarsátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var klukkuð af Gogga í stórfiskaleiknum.
Fimmtudagur, 11. september 2008
Það er ekki annað að gera en að telja fyrst til sögu störf.
Í landbúnaði, heyskapur, kartöfluupptaka, smölun, rúning osfrv, og sala afurða landbúnaðar sem sölumaður hjá SS.
Í fiskvinnslu, snyrting og pökkun hjá BÚR í gamla daga.
Störf við uppeldismál, leikskóla, og grunnskóla, Laufásborg, Valhúsaskóli, Hvaleyrarskóli.
Hlutastarf sem aðstoðarmaður alþingismannsins Grétars Mars Jónssonar FF.
Svo er það víst bíómyndir og þar vandast málið, og þó,
Tootsie,
Conwoy,
Carry on myndirnar.
Gone with the wind.
Svo eru það fjórir staðir sem ég hefi búið á,
Austur Eyjafjöll,
Reykjavík,
Seltjarnarnes,
Hafnarfjörður.
Fjórir sjónvarpsþættir,
Fréttir,
Kastljós,
Silfur Egils,
Ísland í dag.
Fjórir heimsóknarstaðir í fríum.
Austur Eyjafjöll í Rangárþingi.
Svíþjóð.
Washington.
London.
Fjórar síður sem ég skoða daglega,
alþingi.is.
mbl.is
leit.is.
xf.is.
Fjórir uppáhaldsréttir eru.
Soðin ýsa með kartöflum og feiti.
Þykkvabæjarhrossabjúgu.
Hrossasaltkjöt.
Steikt lifur.
Fjórar uppáhaldsbækur.
Lög og réttur.
Hver er sinnar gæfu smiður.
Vestmannaeyjar byggð og eldgos.
Encyclopedia of Medicine and Allied health.
Fjórir staðir þar sem ég vildi vera.
Í Lammhult í Svíþjóð.
Austur undir Eyjafjöllum.
Vestur á Flateyri.
Heima í Hafnarfirði.
Ég klukka hér með fjóra bloggara.
Hannes Hólmstein.
Einar Guðfinnsson
Bjarna Harðarson.
Hönnu Birnu Jóhannsdóttur.
kv.gmaria.
Góður fundur hjá Frjálslyndum í Hafnarfirði í gærkveldi.
Fimmtudagur, 11. september 2008
Áttum mjög góðan fund hér í Hafnarfirði í gærkveldi, þar sem menn ræddu eðlilega efnahagsástandið og ýmis þau mál er varða almenning í landinu. Þingflokkur okkar og forystumenn voru allir mættir og höfðu framsögu og svöruðu fyrirspurnum fundargesta.
Þar sem ég var fundarstjóri var ég ekki með myndavélina en set hér tvær myndir inn frá fundinum af xf.is.
Kolla í ræðustól, síðan ég, Guðjón, Kristinn, Grétar og Jón.
Guðjón Arnar í ræðustól.
Hafnfirðingar og nærsveitamenn, kærar þakkir fyrir mætinguna.
kv.gmaria.
Frelsið og mörkin í voru markaðshagkerfi.
Þriðjudagur, 9. september 2008
Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, því innan ramma frelsisins fáum við notið þess.
Getur það verið að fjármálastofnanir hafi fengið frelsi án marka, af hálfu þeirra sem sitja við stjórnvölinn við sölu banka úr ríkiseigu og einkavæðingu allra handa ?
Frelsi sem innihélt bónus, sem heitir verðtrygging fjárskuldbindinga og oft hefur verið nefnt sem axlabönd og belti bankanna.
Frelsi sem leitt hefur það af sér að þær hinar sömu stofnanir virðast geta greitt stjórnendum sínum ofurlaun sem nema launum verkamanns yfir mannsævina að virðist.
Verkamaðurinn aftur á móti sem ekki hefur upplífað verðtryggingu á sín laun heldur frystingu skattleysismarka launa til ársins 2007 frá 1995 er eðli máls samkvæmt ekki að upplifa frelsi, heldur helsi og fjötra stórfurðulegra aðferða í efnahagskerfi einnar þjóðar, þar sem háir skattar á allt of lág laun, auka enn á skuldsetningu og kalla á lán með axlabanda og beltisverðtryggingu banka sem aldrei tapa krónu eða eyri.
Máttlaus verkalýðshreyfing í ástandi sem þessu var ávísun á lélegri lífskjör hins vinnandi manns, því miður.
Annað hvort þurfti að gerast að laun hækkuðu eða skattar lækkuðu til handa hluta fólks í landinu en hvorugt gerðist eða hefur gerst enn þann dag í dag þar sem nú eru komin til ytri og innri áföll efnahagslega þessu til viðbótar.
Ábyrgð sitjandi valdhafa á því atriði að setja mörk, til handa viðskiptalífi og mörk skatta í efnahagsumhverfi þjóðar í samræmi við launataxta á almennum vinnumarkaði, hefur ekki hljómað saman.
Í raun hefur hvað rekist á annars horn í þessu efni.
mál er að linni.
kv.gmaria.