Þagnarskylda lækna í Siglinganefnd, og stjórnvaldsákvarðanir um hagi manna ?

Nokkuð þykir mér sérkennileg sú útskýring Landlæknis Sigurðar Guðmundssonar að þagnarskylda þurfi að koma í veg fyrir það að fagnefnd á sviði heilbrigðisþjónustu, geti rætt og útskýrt ákvarðanir sínar í einstökum málum, ef þess er óskað.

Ég get ekki séð annað en nefnd sem þessi geti birt ákvarðanir sínar með faglegum útskýringum, enda hlutverk hennar væntanlega nákvæmlega það.

Það er síðan annað álitamál hvort nefnd sem þessi skuli eingöngu skipuð læknum, fimm læknum.

Tilhneiging lækna hér á landi sem annars staðar í heiminum hefur verið sú að standa saman og verja hvern annan ef svo ber undir.

Þrír læknar, ættu að nægja í nefnd sem þessari að mínu áliti.

Það var viðtekin venja hér á árum áður þegar sjúklingar reyndu að ræða læknamistakamál að reyna að skýla sér bak við þagnarskyldu og sýnist sama á ferðinni nú enn og aftur.

Tel það ekki eiga við í þessu sambandi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband