Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Menntun uppeldisstétta.

Illa líst mér á framgang þess er Þorgerður Katrín var að boða á dögunum um auknar kröfur til menntunar leikskólakennarra.

Fyrir það fyrsta stórskortir enn á um það að núverandi lögum sem í gildi eru um leikskóla er kveða á um menntun til starfanna, séu uppfyllt, hvað þá að kröfur um aukið nám komi því hinu sama til viðbótar.

Þvílík og önnur eins firra, svo ekki sé minnst á það atriði að hið opinbera ætli að verðmeta menntun til starfa í samræmi við kröfur um nám.

Það tekst ekki einu sinni að uppfylla stöður ófaglærðra eins og staðan er í dag þannig að senda verður börn heim, af leikskólum enda launapólítíkin stór kapítuli af því hinu sama.

Það skyldi þó aldrei verða starfsmannaskortur er senda þarf stóran hluta leikskólakennarastéttar í Mastersnám ?

kv.gmaria.

 


Ekki hundi út sigandi....

Þetta veður minnir óþægilega á tímabilið síðastliðið haust þegar gekk á með veðurham annan hvern dag um tíma, með svipuðum vatnshryðjuveðrum.

Hér hefur verið hávaðarok í hviðum, og allsendis ekki til þess að fara nokkurn skapaðan hlut ferða sinna í.

Það rifjaðist upp fyrir mér í kvöld, þegar ég fékk fiðring í magann, í einni hviðunni, hvað maður fékk nú oft þennan sama fiðring í uppvextinum undir Fjöllunum.

Hin óttablandna virðing fyrir náttúruöflunum hefur því fylgt manni æ síðan, óhjákvæmilega.

kv.gmaria.


mbl.is Mörg útköll vegna óveðursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt sem fer upp, kemur einhvern tímann niður.....

Fréttir af fjármálamörkuðum og hruni hér og þar hljóta að verða til þess að menn velti vöngum yfir því hve hátt boginn var spenntur, hér sem annars staðar.

Ef svo er komið að fjöldinn allur af fyrirtækjum hefur verið rekinn á lánsfjármagni sem oltið hefur um heiminn, þannig að ekkert hefur mátt út af bregða, hefur áhætta um áföll væntanlega verið all verulega vanmetin.

Við Íslendingar getum að sjálfsögðu ekkert sagt sem svo þetta er utanaðkomandi, því við erum sjálfir þáttakendur í alþjóðlegu markaðsbrasktilstandi sem á hátíðarstundum er kallað útrás.

Hvers konar reikniformúlur um hvaðeina er lýtur einu fyrirtæki ellgar einu efnahagskerfi hljóta á hverjum tíma að þurfa að taka mið af áföllum, að örðum kosti er hvers konar áætlanagerð um flest í uppnámi.

Þar skiptir því máli að þeir sem falin er varsla fjármuna séu til þess trúverðugir og spurningar hljóta að vakna um upphafleg skilyrði sem og skilvirkt hlutverk eftirlitsstofnanna í þvi sambandi að fjármunir þeir sem almenningur ver í hlutafé, hafi þann ramma heilbrigðis sem nauðsynlegur er á hverjum tíma.

kv.gmaria.

 


Stormviðvörun fyrir morgundaginn.

Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun fyrir morgundaginn, þegar leifar af fellibylnum Ike, koma hingað með mikið vatnsveður og rok.

Ef spár ganga efir á veðrið að skella á síðla dags og vara fram eftir nóttu að morgni miðvikudags.

Það er stórstreymt og flóðahæð því meiri við ströndina, tók einmitt eftir því hér við Hafnarfjarðarhöfn í morgun.

Það verður aldrei of oft kveðinn vísa að betra er að huga að því sem farið getur á flakk í roki áður en veður skellur á.

kv.gmaria.


mbl.is Varað við vatnsveðri annað kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar fróðlegt viðhorf hjá forsætisráðherra.

Semsagt Sjáflstæðisflokkurinn sem hefur verið við stjórn í fjölda ára treysti sér ekki til að breyta málum í heilbrigðiskerfinu til bóta, nema að taka Samfylkingu í ríkisstjórnarsamstarf.

Ætla mætti að flokknum hefði verið í lófa lagið , að óska eftir heilbrigðisráðuneytinu sér til handa á sínum tíma í samstarfi við Framsóknarflokkinn, í krafti stærðar, en það varð ekki raunin.

Hins vegar er það sennilega afar líklegt að Samfylkingin hefði andmælt þessum breytingum í hástert í stjórnarandstöðu samhliða VG.

kv.gmaria.


mbl.is Núverandi stjórnarsamstarf forsenda breytinga á sjúkratryggingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjö bæjarstjórar við Faxaflóa !

Margsinnis hefi ég velt því fyrir mér hvað veldur því að menn eru ekki farnir að ræða eitthvað um sameiningu hér á Suðvesturhorninu, undir formerkjum sparnaðar á sveitarstjórnarstiginu.

Sameining sveitarfélaga úti á landi hefur verið drifin áfram með það að markmiði að gera mönnum kleift að halda uppi þjónustustigi við íbúa í formi stærðar.

Mun ekki verða gerð sama krafa um sameiningu bæjarfélaga með 25 - 30 þúsund íbúa á þéttbýlissvæðinu þ.e að þar sem um að ræða eitt stjórnkerfi ?

Skortur á nauðsynlegri samvinnu við heildarskipulagsáætlanir til framtíðar þar sem menn hafa ef til vill tekið ákvarðanir um þéttingu byggðar í einu bæjarfélagi  sem bitnar á því næsta í aukinni umferð sem ekki var gert ráð fyrir innan þess sveitarfélags og kostar það að allar áætlanir þarf að skoða að nýju, aftur og aftur.

Atriði sem koma mætti í veg fyrir með betri samvinnu.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 


Kemur Samfylkingin auga á kreppu hér á landi ?

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þvi hvort Samfylkingin kemur auga á kreppu hér á landi, eða kemur til með að gera verðbólgu að blóraböggli eins og samstarfsflokkurinn við stjórn landsins.

Hef enn ekki heyrt um fund formannsins með sínu fólki en kanski á það eftir að koma á daginn.

Það yrði mér hins vegar ekki undrunarefni að einstakir ráðherrar þessa flokks væru á annarri skoðun en sá sem stjórnar ríkisstjórninni.

kv.gmaria.


Nei mikil ósköp, bara bullandi góðæri !

Sjálfstæðisflokkurinn kemur ekki auga á kreppu þótt fyrirtækin fari hvert um annað þvert á hausinn og óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort menn hafi aflagt talið um hina miklu útrás og fjármálamöguleika landsmanna þess efnis , undir sól "  einkavæðingar án landamæra "  sem sami flokkur hefur skapað í sinni stjórnartíð.

Það er hins vegar mjög heppileg, útskýring til skammtíma að gera verðbólgu að sökudólg án frekari leitar að rótum vandans og heitir að klína smjöri á köttinn.

kv.gmaria.

 


mbl.is Ekki rétt að tala um kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárhirðar með fé af fjalli.

Réttir eru settar víða þessa daganna, enda komið haust og þar koma saman menn og búfénaður eftir leitir að fé á fjöllum og til verður stemming menningar.

Sjálf er ég bóndadóttir úr sveit og smalaði og smalaði í gamla daga, þótt ekki færi ég á fjall til þess arna, þar sem afréttur var ekki til staðar heldur land í kringum býlið heima.

Góður fjárhundur var gulls ígildi við smalamennskuna og hann Kátur minn gamli var ekki í miklum vandræðum með að aðstoða við að ná kindur, því hann beit þær í hækilinn án þess að særa og hélt þeim ef svo bar undir.

Smalamennskan og allt tilstandið kringum blessað sauðféð, var árviss viðburður þar sem maður fylltist ákveðnum trega er lömbin fóru á lambabílinn í sláturhúsið, en eftir þvi sem árin liðu varð sá tregi að vissu leyti litinn öðru ljósi.

Fátt hefur mér hins vegar fundist skemmtilegra gegnum tíðina en spekúlasjón um sauðkindina, til og frá og alla hennar athafnasemi , én ég átti auðvitað kind, eins og öll börn í sveitum.

Þar sem ég var elsta barnið af þremur var mín kind nú orðin svolítið ofdekruð og þar með frek, þar sem hún hafði lengst notið sérstakrar athygli, um tíma en á móti kom að það var oft auðvelt að smála því hún gekk á undan inn í réttina.

kv.gmaria.

 

 

 

 


Pólítísk ritskoðun ?

Ég hélt það væri árið 2008, núna en manni hálf svelgist á að lesa slíkar fréttir.

Hvað næst ?

kv.gmaria.


mbl.is Bærinn auglýsir ekki í bæjarblaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband