Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Löngu tímabært verkefni.

Þetta verkefni er löngu tímabært, að skoða landnýtingu hér á landi og í raun merkilegt að ekki skuli hafa verið unnið að því hinu sama markvisst og skipulega í hverju sveitarfélagi fyrir sig, þannig að nú þegar væri til staðar gagnagrunnur sem slíkur.

kv.gmaria.


mbl.is Gagnagrunnur um landnýtingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað líður endurskoðun fiskveiðistjórnunar hér á landi ?

Hvenær hyggjast núverandi ríkisstjórnarflokkar hefjast handa við endurskoðun kvótakerfis sjávarútvegs eins og þeir tilkynntu Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna að myndi hefjast ?

Ekkert ég endurtek ekkert hefur enn heyrst um hið sama.

Er ekki kominn tími til þess að láta verkin tala í þvi efni ?

kv.gmaria.


Áhugi Egils Helgasonar á ESB.

Það þarf ekki ýkja mikla sýn til þess að sjá að Egill Helgason hefur alla jafna dregið mjög taum þeirra sem eru hlynntir inngöngu í Evrópusambandið.

Nú í dag kom í þátt hans Jónas Haralds með þann hinn sama í farteskinu, þar sem Egill hafði nokkur orð um það að hann væri sá elsti sem hefði komið í þennan þátt og svo framvegis.

Vonandi er að Egill fái til sín fleiri eldri borgara framvegis með sýn á vort samfélag, og framtíð þess ef til vill með annars konar sýn og viðhorf en Jónas.

kv.gmaria.


Hver lögleiddi leyfi til þess að veðsetja óveiddan fisk úr sjó ?

Sjávarútvegsráðherra bloggar um efnahagsmálin á sinni bloggsíðu og að sjá má virðist ekki skoða söguna mikið aftur á bak undanfarna áratugi í ljósi þess hverjar aðgerðir hans eigin flokkur hefur staðið fyrir svo sem lögleiðingu framsals aflaheimilda í sjávarútvegi og veðsetningar óveidds fiskjar úr sjó.

Getur það verið að veðsetning sjávarútvegsfyrirtækja í bönkum á kvóta hafi orsakað breytingu við niðurskurð heimilda til veiða í þorski á Íslandsmiðum ?

Jafnvel tekjutap ?

Set hér inn úrdrátt úr pistli ráðherrans.  

 

"Og rifjum þá upp samhengið. Upphaf þeirra þrenginga sem við erum núna að upplifa á alþjóðlegum mörkuðum - og þess vegna líka hér á landi - má rekja til þess að menn höfðu nær takmarkalausan aðgang að ódýru fjármagni. Þess vegna vönduðu menn ekki fjárfestingarnar.

Kannast hlustendur ekki við hugtakið "skuldsett yfirtaka", sem þýðir að menn fjárfesti án mikils eða nokkurs eigin fjár. Þetta var oft gert á Íslandi fyrir daga verðtryggingar með góðum árangri. Verðbólgan kom nefnilega til bjargar. En nú gilda önnur lögmál. Nema að því leyti að enn á það við að ofgnóttin leiðir til þess að menn vanda sig síður. Blasir það ekki við að ein ástæða vandræðanna nú er hinn takmarkalausi aðgangur að ódýru lánsfé? "

Hvaða flokkur skyldi hafa skapað skilyrði til þessarar ofgnóttar og hverjir eru það sem upplífðu þessa ofgnótt ?

Örugglega ekki almenningur í landinu sem ekki má veiða fisk á stöng hvað þá veðstetja í bönkum.

Er " skuldsett yfirtaka " eitthvað annað en " uppkeypt tap " sem fyrirtæki í sjávarútvegi iðkuðu á timum verðtryggingar ágæti ráðherra, með tilheyrandi skattleysi í þjóðarbúið í nær heilan áratug af tíma kvótakerfis í sjávarútvegi ?

Hvar er ábyrgð manna á fyrirkomulagi ráðstafana og skipulags ?

kv.gmaria.

 


Bankalýðveldið Ísland !

Hvað þurfum við marga banka Íslendingar til að þjóna okkur þrjú hundruð þúsund manns rúmlega ?

Er samkeppni þeirra í milli að skila okkur miklum hagsbótum ?

Er þar kanski á ferð sama samkeppni og í olíufélögunum ?

kv.gmaria.

 


Nýting vatnsafls til rafmagnsframleiðslu er umhverfisvænt.

Barátta hinna meintu talsmanna umhverfissjónarmiða hér á landi gagnvart virkjun vatnsfalla í landinu er með ólíkindum meðan sömu menn horfa ekki nokkurn skapaðan hlut á það atriði hvernig framleiðsla matarforða fer fram í landinu með tillits til sömu sjónarmiða.

Þröngsýnisvegir þeir sem íslenskir umhverfisverndarsinnar feta eru álika kindagötum í stað akvega og stöðnun sá boðskapur sem borinn er á borð.

Það hefði verið mjög fínt eða hitt þá heldur ef aldrei hefði verið hreyft við plógi eða tætara á íslensku landi gegnum tíðina undir formerkjum þess að allt ætti að standa óbreytt um aldur og ævi til þess að hreyfa ekki við landi.

Auðvitað má í milli sjá hvað gert er en einhliða áróður þess efnis að engu megi hreyfa og engu raska, eru öfgar sem að minnsta kosti þrír stjórnmálaflokkar viðhafa hér á landi, og nýjasta dæmið er nei yfirlýsing umhverfisráðherra á virkjanakosti á hálendinu.

Hvorki Samfylking né VG hafa í nokkru barist fyrir umhverfsmati á landgrunninu kring um landið með tilliti til möguleika þjóðarinnar til matarforðaöflunar og verðmæta til útflutnings í formi fiskveiða.

Sama má segja um afar litla gagnrýni flokkanna á landbúnað með núverandi framleiðslufyrirkomulagi.

Eigi að síður eru framleiðsluformúlur beggja kerfa í sjávarútvegi og landbúnaði hreinn verksmiðjubúskapur, ekkert annað með tilheyrandi ósjálfbærni þar að lútandi, þar sem stærðarhagkvæmni eininga og skammtímagróði einstakra aðila er eitt fyrir sjónum.

Það er kominn tími til að menn fari að horfa á heildarmynd mála telji þeir sig á annað borð virkilega vera með umhverfisvernd í farteskinu.

kv.gmaria.

 

 


Vanhugsuð yfirlýsingagleði ráðherrans.

Ráðherrann hefur skapað sér vanhæfi og verður að víkja í hvers konar ákvarðanaferli um mál þetta vegna yfirlýsinga fyrirfram að sjá má.

Þannig getur það verið að sá aðli sem kann að þurfa að fjalla um þessar hinar sömu virkjanaframkvæmdir sé ekki mótfallinn uppistöðulónum á hálendi landsins eins og ráðherrann sem hefur nú lýst því yfir.

kemur í ljós.

kv.gmaria.


mbl.is Segir Bjallavirkjun ekki koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andaktugur dagur.

Fór austur undir Fjöll í gær til að vera við útför einnar merkiskonu úr sveitinni minni sem fram fór kl.11, i morgun. Hlýddi síðan á útför Sr. Sigurbjörns í útvarpinu eftir hádegið.

Veðurdýrðin var með eindæmum og þessi mynd er einkar lýsandi fyrir hinn andaktuga dag að mér finnst.

R0010536.JPG

Hóllinn sem sést á myndinni er reyndar Borgarhóllinn, þar sem Anna á Stóru Borg bjó, en uppgröftur úr bæjarstæðinu var á sínum tíma í kapp við hafið og árnar Svaðbælisá og Bakkakotsá, sem hafa útfall til sjávar við hólinn. Síðast þegar ég kom á fjöru skáru árnar hólinn í sundur og runnu austur inni í gljánni, og fjaran sem sandskagi austur eftir. Þetta hefur hins vegar verið síbreytilegt gegnum tíðina þar sem sjórinn og árnar takast á.

Get ekki á mér setið að setja hér inn eina mynd af forvitnum bolum sem allir sem einn vildu skoða strákinn minn, svo hann gaf þeim athygli og nokkur grasstrá í gegnum girðinguna.

R0010548.JPG

Það er nú ekki amalegt að fá slíkan aðdáendahóp, í einu vetfangi, en forvitni kúpeningsins eru alla jafna litil takmörk sett.

kv.gmaria.

 

 


Frjálslyndi flokkurinn fundar í Hafnarfirði.

Þingflokkur Frjálslynda flokksins mun funda á Hótel Hafnarfirði á þriðjudag 9 september, kl.20.30, um stjórnmálaumhverfið.

Okkur félögum hér í Hafnarfirði er kærkomið að fá hér stjórnmálafund með þingmönnum flokksins, og mér ánægjuefni að hafa átt frumkvæði að fundi þessum.

Hvet alla til að mæta.

kv.gmaria.

 


Ofursköttun á launatekjur er efnahagsleg meinsemd í einu þjóðfélagi.

Það atriði að mörk skattleysis séu nær sama upphæð og lágmarksframfærsluviðmið einstaklinga hjá hinu opinbera segir meira en mörg orð um hve óréttlátt skattkerfið er.

Félagsleg aðstoð við þá sem höllum fæti standa fjárhagslega í voru samfélagi tekur mið af heildarlaunum fyrir skatta, hjá einstaklingi en ekki eftir skatta þar sem viðkomandi gæti hugsanlega lent sem nemur tugum þúsunda undir lágmarksframfærsluviðmiðunum við það eitt að greiða skattprósentuna af tekjunum.

Hvati til vinnuþáttöku undir þessum skilyrðum er því lítill sem enginn því viðkomandi kynni hugsanlega að fá hærri upphæð í formi atvinnuleysisbóta í heild en sem nemur launatekjum eftir greiðslu skatta á lágmarkstöxtum verkalýðsfélaga á vinnumarkaði.

Svona hefur þetta verið í tæpa tvo áratugi hér á landi og með ólíkindum að menn skuli ekki koma auga á þessa annmarka skattkerfisins sem gera lítið annað að verkum en að flokka fjölda fólks í fátæktargildrur sem inna af hendi fulla vinnu í voru þjóðfélagi.

Eftirtekja launamannsins eftir greiðslu skatta á EKKI að vera undir lágmarksframfærsluviðmiðum hins opinbera á sviði félagsþjónustu.

Skattleysismörk og upphæð þeirra ellegar prósentutala í tekjuskatti þarf að hljóma saman hvað varðar þetta atriði svo einhvers samræmis gæti, svo ekki sé minnst á upphæð launa í samningum á vinnumarkaði.

Hér er óunnið verk til umbreytinga og lagfæringa í voru þjóðfélagi.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband