Frjálslyndi flokkurinn og málefni innflytjenda.

Stefna í málefnum innflytjenda til landsins er hluti af íslenskum stjórnmálum, og umræða um þau hin sömu mál því eðlilegur hluti af stjórnmálaumræðu dagsins í dag.

Frjálst flæði fólks milli landa og alþjóðasamningar þar að lútandi, sem og skilyrði stjórnvalda og samningsgerð á hverjum tíma er eitthvað sem hver þjóð þarf að mynda sér skoðun á og hjá þvi kemst enginn flokkur sem tekur þátt í stjórnmálum.

Gömlu flokkarnir hafa því miður ítrekað reynt að stimpla okkur Frjálslynda sem rasista fyrir það að ræða þau hin sömu mál í víðu samhengi, á sama tíma og þeir hinir sömu hafa alveg sleppt því að ræða málin sem heitið getur.

Það er ábyrgðarleysi í raun og það er alveg sama á hvern veg aukið streymi innflytjenda birtist okkur Íslendingum, við munum ætíð þurfa að skoða mál frá öllum hliðum ekki aðeins einni.

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Frjálslyndiflokkurinn á að sjálfsögðu að hafa forystu í stjórnmálum um að mótuð verði skýr stefna með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, en ekki einstakra þingmanna, sem alla tíð hafa reynt að fiska í gruggugu vatni, en hafa yfirleytt ekki fiskað neitt, og bera að setja í skreið í skreiðarhjöllum í Bolungarvík og Ísafirði. 

Sigurgeir Jónsson, 12.9.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Hef aldrei átt neitt út á að setja stefnu Frjálslyndra í þessu málaflokki.
Hann hefur oftar en ekki verið hafður fyrir rangri sök þar og stefna
hans verið mistúlkuð. Einkum og sér af rasistum gegn eigin þjóð!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl öll.

Þáttaka í stjórnmálum þýðir það umræða um mál öll hvoru tveggja þarf og verður að vera á dagskrá.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.9.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband