Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Þjónusta sveitarfélaga og tekjustofnar.

Hið lögbundna hlutverk sem sveitarfélög í landinu skulu uppfylla lögum samkvæmt fylgir ekki það fjármagn sem vera skyldi því hvað varðar það að þau hin sömu geti með góðu móti uppfyllt þær kröfur sem settar hafa verið í hina ýmsu lagabálka á Alþingi.

Það er í raun og veru engin heil brú í því að eitthvert eitt sveitarfélag bjóði betri þjónustu en annað ef sömu skattgreiðslur eru á ferð af hálfu íbúanna. Algjörlega burtséð frá stærð.

Einkahlutafélagavæðing í íslensku samfélagi þýddi það fyrir sveitarfélögin að þau hin sömu fengu ekki hlutdeild í greiðslu þeirra hinna sömu þrátt fyrir tilvist þar á staðnum og í raun skekkingu á öllum skattalegum forsendum hvað varðar að veita þjónustu til handa þeim er telja til íbúa sem einkahlutafélög.

Mismunur þessa lendir því á hinum almenna skattgreiðanda launatekna á vinnumarkaði i formi allt of hárrar prósentu tekjuskatts.

Tilfærsla grunnskólanna til sveitarfélaganna þýddi mestmegnis uppreiknaðar upphæðir í formi mats á húsnæði í formi steinsteypu án rekstarkostnaðar til framtiðar til þess tilgangs sem grunnmenntun landsmanna skal skila þjóðinni.

Almenningur í landinu hefur mátt þola það að vera gerður að þáttakanda oftar en ekki í pólítiskum hanaslag varðandi nauðsynlegar framkvæmdir þjónustu vegna mismundi flokka sitt hvors stjórnsýslustigs við stjórnvöl annars vegar ríkis og hins vegar sveitarfélaga.

Nægir þar að nefna framgang samgöngumála út úr höfuðborg landsins.

Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu að stjórnsýslustig hins opinbera vinni saman í framkvæmd mála til handa öllum almenningi í landinu.

kv.gmaria.

 

 

 

 


Er hér á ferð tilraun til þess að troða löggjöf Evrópusambandsins yfir Íslendinga, með hraði ?

Ég hef enn ekki séð forsendur þess að innleiða þurfi matvælalöggjöf ESB hér á landi nú, löggjöf sem inniheldur án efa all mikinn kostnað eingögnu vegna skriffinsku, svo ekki sé minnst á þá óvissuþætti sem lúta að heilbrigði, forsendum og tilvist landbúnaðar í landinu sem hefur átt í vök að verjast ef eitthvað er með því skipulagi stjórnvalda sem verið hefur við lýði.

Málið allt virðist illa undirbúið og aðilum gefinn lítill frestur til þess að skila umsögnum um þennan umsvifamikla lagabálk.

Það væri mjög þarft verkefni fyrir fjölmiðlamenn að kanna hvaða nauðsyn ber til þess að innleiða þessa löggjöf hér nú um stundir sem sannarlega setur íslenskan landbúnað í óvissu.

kv.gmaria.

 


mbl.is Allir telja eðlilegt að fresta afgreiðslu frumvarpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álíka og fiskvinnslufólk hefur mátt upplifa í góðærinu eða hvað ?

Er þetta ekki hagræðing nútimans í hinu mikla markaðskerfi sem fólk er starfar við fiskvinnslu hér á á landi hefur mátt upplifa í langan tíma ár eftir ár ?

Það virðist nú hafa haldið innreið sína í fjármálageirann en eigi að síður ákvörðun stjórnar viðkomandi fjármálafyrirtækis.

kv.gmaria.


mbl.is Umfang uppsagna kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obb bobb bobb, hefst nú jákvæður fréttaflutningur frá Brussel...

Já skyldu forystumenn ESB hafa farið í eigin fjármálafyrirtæki og tekið peninga út af reikningum eða er þetta einungis orðagjálfur ?

kv.gmaria.


mbl.is ESB ræðst til atlögu við ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að beita sér fyrir aðskilnaði veiða og vinnslu Friðrik ?

Sé ekki betur en að LÍÚ kvarti hér sáran yfir upphæðum félagsmanna sem greiða skal til samtakanna í ákveðnu hlutfalli í samræmi við aflaverðmæti. Skyldi að eitthvað hafa með það atriði að gera að veiðar og vinnsla eru á einni hendi af hálfu sömu útgerðaraðila ?

Væri ekki ráð að aðskilja slíkt ?

kv.gmaria.


mbl.is Vilja afnema lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sjálfstæðisflokkurinn fallinn í forsjárhyggjupytt vinstri manna ?

Fyrrum stjórnmálaflokkur sem kenndi sig við frelsi einstaklingsins er farinn að tileinka sér aðferðir skipana ofan frá og einnig allt í einu tilbúin til þess að skoða hugmyndir þess efnis að færa valdið úr landi því til viðbótar, til Brussel.

Svo virðist sem ný stefnumótun hafi haldið innreið sína sem er sú að "betra sé að reka fólk áfram en að vísa því leiðina," með stjórnvaldstilskipunum ofan frá um hina ýmsu hluti svo sem tilskipunum til bæjarstjórna á landsbyggðinni um að taka á móti flóttafólki sem ákveðið er í ríkisstjórn áður en tekið er fyrir í bæjarstjórn viðkomandi sveitarfélags.

Lýðræðið skal ekki fá notið sin millum stjórnsýslustiga, hvað þá þegar kemur að einstaklingunum.

Það er því helst að sjá að Sjálfstæðislflokkurinn hafi alfarið yfirgefið þá fyrrum hugsjón að standa vörð um frelsi einstaklingsins.

kv.gmaria.

 


Upplýsa þarf neytendur um hvaða matvara til sölu í landinu er erfðabreytt.

Hefur einhver séð óeðlilega stórar appelsínur eða aðra ávexti á boðstólum hér á landi ?

Er fólki kanski alveg sama hvað það kaupir ef það er nógu ódýrt ?

Hvers vegna hafa óskir komið fram um innflutning á fósturvísum úr norskum kúm, nema til þess að reyna að stækka íslenska kúakynið og búa til ofurstórar beljur sem framleitt geti hugsanlega meiri mjólk per einingu en fleiri minni.

Um þetta snýst málið all nokkuð í heild, hin kalda markaðshagfræði snýst einungis um það að framleiða nógu mikið magn per einingu í einu á öllum sviðum hvarvetna.

Gæði og hollusta lenda að hluta til utangarðs í umræðu um nógu ódýr matvæli í nógu miklu magni sem einhver getur grætt nógu mikið á að framleiða eða flytja milli landa.

Þá kröfu hlýtur að þurfa að gera til stofnanna hins opinbera hér á landi að þau hin sömu standi að gæðamati á hollustu vöru til sölu á íslenskum markaði að teknu tilliti m.a. til þess hvort viðkomandi matvæli séu framleidd með erfðabreytingum.

kv.gmaria. 


mbl.is Erfðabreytt á borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmungar dynja yfir heimsbyggðina.

Votta Kínverjum samúð mina varðandi þær hörmungar sem þar dynja nú yfir sem eru með þeim meiri sem hrjáð hafa á síðari árum.

Vonandi er alþjóðsamfélagið þess umkomið að veita Kínverjum þá aðstoð sem þarf í þessum hamförum þar í landi.

kv.gmaria.


mbl.is Bíða eftir að komast burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve lengi ætla stjórnvöld að ofbjóða almenningi í landinu ?

Á sama tíma og efnahagsþrengingar ganga yfir þjóðina sýna ráðamenn sig í útlöndum annan hvern dag, hver um annan þveran, meira segja sitt hvor formaður sitt hvors ríkisstjórnarflokks á sama stað með stuttu millibili.

Sé hér um að ræða sjónarspil við þáttöku í framboði til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þá er slíkt óverjandi gagnvart skattgreiðendum.

Sé hér um að ræða tilraun til þess að þykjast vera að semja sig inn í ESB þá er þar á ferð virðingarleysi við íslenska þjóð.

Sé hér um að ræða forgangsröðum á vettvangi stjórnmála við stjórn ríkisiins, þá hefur eitthvað mistekist við forgangsröðun þessa sökum þess að þessir aðilar eru kjörnir til að stjórna hér á landi og þurfa af þeim sökum að vera heima til þess arna.

Ferðalög og flakk um heiminn sem orsakar ónóga yfirsýn innanlands, á innanlandsmál, af hálfu sitjandi stjórnvalda hverju sinni er eitthvað sem kjósendum líður ekki úr minni.

kv.gmaria.

 


mbl.is Utanríkisráðherra fundaði með breskum ráðamönnum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru góð ráð dýr, Samfylking hrynur í skoðanakönnunum.

Utanríkisráðherra virðist eitthvað hafa orðið á sökum þess að þingið hefur ekki fengið að vita um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru og koma fljúgandi ofan úr skýjum allt í einu í ruv fréttum.

Ef til vill hefur hún verið að flýta sér til London því ég sá ekki betur en hún hefði hitt ráðmann þar á bæ eins og Geir fyrir nokkrum dögum.

kv.gmaria.


mbl.is Höfðu ekki heyrt af fyrirhuguðu eftirlaunafrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband