Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Eyðibyggðastefna stjórnvalda í landbúnaði og sjávarútvegi.
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Kvótasetning í sjávarútvegi og síðar frjálst framsal aflaheimilda millum útgerðaraðila orsakaði eina mestu byggðahnignun sem um getur hér á landi, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Ef hinn þjóðhagslegi fórnarkostnaður þessara aðgerða hefði skilað sér til baka í formi skuldlausra útgerðarfyrirtækja svo ekki sé minnst á miklar skattgreiðslur af þeirra hálfu í þjóðarbúið þá kynni svo að vera að ögn meiri sátt væru um aðgerðir þessar. Hvorugt er fyrir hendi og skuldir útgerðarinnar á síðasta ári tæpir fimm milljarðar en tíu fyrstu ár kvótakerfis hins frjálsa framsals voru fyrirtækin skattlaus.Á sama tíma var farið fram með hugmyndafræðina um færri og stærri bú bænda án umhugsunar um afleiðingar þess hins sama til langtíma þar sem bændum var borgað fyrir að hætta búskap í stað þess að veita þeim búsetustyrki til þess að hugsa um landið og hafa möguleika opna á viðbótarframleiðsu að þörfum.Engin yfirsýn ráðamanna var fyrir hendi um afleiðingar þessara breytinga í sjávarútvegi og landbúnaði fyrir þjóðarhag í heild.Raunin er sú að afrakstur bænda af stóriðjubúskap hefur lítt eða ekki aukið tekjur bænda, því tilkostnaður við stórbúskap er mikill og þar vegur þáttur eins og olía og tæknivæðing of mikið líkt og í stórútgerð í sjávarútvegi.Tilkostnaður við innkomu nýliða í hvoru tveggja sjávarútveg og landbúnað hér á landi hefur verið gerður nær ómögulegur sem aftur veldur tilheyrandi stöðnun í stað þróunar í tveimur veigamestu atvinnugreinum þjóðarinnar gegnum tíðina.Þjóðhagsleg verðmætasóun þessara aðgerða er gífurleg því uppbyggð verðmæti í formi eigna um allt land af hálfu hins opinbera í formi skóla og heilsugæslu, vega og annarar þjónustu sem veitti störf var fyrir bí og skattfé því í raun ,brennt á báli sem notað var í þá hina sömu uppbyggingu. Það má segja að þeir sem ekki voru stórútgerðarmenn eða stórbændur hafi átt veg sinn vísan á brott úr fyrrum störfum á mölina í leit að atvinnu, við óhóflega uppbyggingu dvergborgarríkis á Reykjanesskaganum með tilheyrandi þenslu og uppsprengdu húsnæðisverði. Eftir sátu eins konar einokunarherrar sem réðu lögum og lofum um kaup og kjör líkt og fyrir einni öld. Höfuðborgarsvæðið mátti ekki við svo miklum tilflutningi fólks á svo skömmum tíma og ekki hafðist undan að byggja íbúðarhúsnæði eða nauðsynleg samgöngumannvirki, skóla, heilsugæslu og þjónustu alla er hið opinbera skal veita þar sem landsmenn búa.Það skortir þvi verulega á nauðsynlega yfirsýn um þjóðarhag í þessu sambandi, og allt of mikil stökk í umbreytingum á of skömmum tíma sem þessar kerfisbreytingar hafa gert að verkum eru mistök á mistök ofan til handa einni þjóð.Ég leyfi mér að fullyrða að Íslendingar vilja byggja landið allt ekki aðeins hluta þess en til þess þarf að skapa færi og þau færi eru til öllum landsmönnum til hagsbóta fyrr og síðar með þvi að skipta verkum og gera nýliðun mögulega í landbúnaði og sjávarútvegi og umbreyta kerfum sem ekki eru á vetur setjandi.
Guðrún María Óskarsdóttir.
Og dómar falla um ónýta framkvæmd einkavæðingar ríkisstjórnarinnar.
Sunnudagur, 11. maí 2008
Hvað veldur þvi að menn geta ekki framkvæmt hluti án þess að mega þurfa taka dómum til baka vegna einhvers konar mismununar í framkvæmd mála hér á landi ?
Eru ekki nógu margir ráðgjafar til handa stjórnvöldum eða eru þeir of margir ?
Það kostar skattgreiðendur fjármuni ef ekki er rétt að verki staðið en þeir hinir sömu eiga ekki að þurfa að greiða viðbótarkostnað vegna klaufaskaps við framkvæmdaþátt sem slíkan.
kv.gmaria
Sala á ÍAV úrskurðuð ólögmæt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skal einhvern undra ?
Sunnudagur, 11. maí 2008
Það er nú nokkuð sérstakt ef bílaumboðin flytja hingað til lands bíla sem ekki seljast á markaði innanlands ?
Taka áætlanir um sölu ekki mið af þróun mála ?
kv.gmaria.
Óseldir bílar hrannast upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óska lögreglu til hamingju með að finna manninn.
Sunnudagur, 11. maí 2008
Það er ánægjulegt að búið skuli vera að upplýsa um þennan verknað og lögreglan virðist hafa skilað starfi sínu vel í þessu efni með því að finna ræningjann.
kv.gmaria.
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afar fróðlegt !
Sunnudagur, 11. maí 2008
Er búið að taka ákvörðun um að niðurgreiða skólamáltíðir að fullu af hálfu borgaryfirvalda ?
Spyr sá sem ekki veit, en sannarlega ber að fagna ef svo er.
kv.gmaria.
Fylgst með matarvenjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldgömul mál á borðum fjölmiðla sem eiga að þjóna umræðu dagsins.
Sunnudagur, 11. maí 2008
Meðan svo er að nær engin fjölmiðill í landinu hefur fyrir þvi að ræða til dæmis fiskveiðistjórnun hér við land sem heitið getur þá eru mál sem þetta algjört smámál og með ólíkindum að þurfa að horfa á það atriði að hugsanlega liti eigendatengsl fjölmiðla blaðamennsku viðkomandi aðila er stýra dagblöðum.
Maðurinn sem hér um ræðir forstjóri var EKKI handtekinn og þarf eitthvað að fjalla um það meira ?
Að stofnanir hins opinbera skuli þurfa að vera uppteknar við að sverja af sér brigslyrði þessa efnis um mál fyrir 6 árum síðan er vægast sagt furðulegt.
kv.gmaria.
DV stendur við frásögn sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vonin í lífi mannsins.
Sunnudagur, 11. maí 2008
Að eiga von þegar gefur á bátinn, og lífið er öldurót einhverra hluta vegna er veganesti sem er álíka mikilvægt og hin líkamlega næring dags daglega.
Án vonar er vegferðin erfiðari, hversu mikla urð og mikið grjót við megum þurfa að yfirstíga á leið okkar.
Mín von er nátengd minni trú þar sem ég bið mínar bænir að kveldi og þakka fyrir allt hið góða og bið fyrir þeim er erfitt eiga, fyrir fjölskyldu minni og vinum og sjálfri mér.
Hvítasunna er í mínum huga tákn vonar þar sem vorar í lífi mannsins af völdum móður náttúru hér á norðurhjara veraldar með bjartari dögum og grænkandi jörð.
11 maí Lokadagur vetrarvertíðar er nú einnig Mæðradagurinn, ásamt Hvítasunnudegi, sem er frekar óvenjulegt en kanski táknrænt hver veit ?
kv.gmaria.
Þetta er fólkið sem kom okkur til manns.
Laugardagur, 10. maí 2008
Lífeyrir eldri borgara skyldi að sjálfsögðu vera sú upphæð sem nemur lágmarkslaunum á vinnumarkaði.
Það er sitjandi valdhafa í landinu við stórnvölinn að trygga slíkt og þar gengur ekki sofandaháttur á ferð gagnvart því sem kemur hér fram ályktun Félags eldri borgara í Reykjavík um gliðnun á milli annars vegar lágmarkslauna og hins vegar lífeyris.
Jafnframt vildi ég sjá að stéttarfélög í landinu stæðu vörð um þetta atriði við gerð kjarasamninga.
kv.gmaria.
FEB mótmælir gliðnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er óhætt að veiða meira af þorski á Íslandsmiðum.
Laugardagur, 10. maí 2008
Sú fiskveiðipólítík sem rekin hefur verið hér með ráðgjöf um veiðar og kerfisskipulagi hefur ekki verið að skila þeim árangri af fiskimiðunum sem auðlind þvi miður.
Íslenskir sjómenn gjörþekkja miðin og vitund þeirra um ástand fiskistofna hverju sinni er haldbesti mælikvarðinn til jafns við nægilega umfangsmiklar rannsóknir sem kosta þarf fjármunum til í samræmi við vægi útflutnings atvinnuvegarins.
Ég hef áður sagt að togararall Hafrannsóknarstofnunar við seiðatalningu sé álíka því að telja tré á landi úr flugvél fljúgandi.
Við getum bætt við þorskveiðiheimildum á þessu fiskveiðiári án áhættu með stofnstærðir.
kv.gmaria.
Mokveiði í Öxarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óður um efnahagsástandið.
Laugardagur, 10. maí 2008
Upp að öxlum, elginn veður, almenningur enn um sinn,
í verðbólgu og vaxtaflóði er sífellt hækkar reikninginn.
ráðvillt segir ríkisstjórnin " þetta er snertilendingin ".
Ferðalög um veröld víða, vissulega eykur hróður,
framboðstilstand hér og þar, kostar einhver góður sjóður.
Seðlabanki í blindgötu sér því einn um vaxtaróður.
Stýrivaxtahækkanir er eina aðgerð stjórnvalda,
virkar eigi að síður enn sem olía á eldana.
Ráðalausir ráðamenn reikandi við stjórnvölinn,
senda almenningi reikninginn.
kv.gmaria.