Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Um daginn og veginn.
Sunnudagur, 6. apríl 2008
Sólríkur og fallegur dagur í dag svo sólríkur að maður gat sest út á svalir og íhugað lífið og tilveruna agnar ögn.
Það er alltaf gott að finna stað og stund til þess að íhuga allt er á sér stað í kring um mann, því án þess vantar mann veganesti friðar.
Sálin þarfnast nefnilega næringar rétt eins og líkaminn, því skyldum við ekki gleyma.
Bænir að kveldi eru uppspretta vonar og æðruleysisbænin á við um alla skapaða hluti og læt hana því hér með mínum vangaveltum.
" Guð gefi mér æðruleysi,
til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark, til þess að breyta því sem ég get breytt,
og vit, til þess að greina þar á milli."
kv.gmaria.
Myndi þetta gerast hér á landi ?
Sunnudagur, 6. apríl 2008
Hér er ekki annað að sjá en hluthafar séu vakandi yfir hlutafjáreign sinni í fyrirtækjum, og þar með talið ráðgjöf sem viðkomandi fara nú fram á að standi fyrir sínu.
Við Íslendingar eigum einn vakandi hluthafa Vilhjálm Bjarnason aðjúnkt sem spurt hefur spurninga í þessu sambandi.
Máltækið, " betri er einn en enginn " á þvi kanski við.
kv.gmaria.
Krafið um skaðabætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er markmiðið að fækka störfum innanlands ?
Sunnudagur, 6. apríl 2008
Þessar hugmyndir landbúnaðarráðherra eru mér með öllu óskiljanlegar, ekki hvað sist i þeim efnahagsþrengingum nú um stundir varðandi störf í matvælaiðnaði í landinu.
Því til viðbótar virðist hér um að ræða að rjúfa gat á þær varnir um heilbrigði sem staðið hefur verið vörð um í áraraðir varðandi það atriði að flytja inn hrámeti sem hugsanlega getur haft í för með sér tilflutning á annars óþekktum heilbrigðisvandamálum.
Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi.
kv.gmaria.
Landbúnaðarráðherra boðar tímamótabreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verða íslenzk stjórnvöld of sein til að svara Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna ?
Laugardagur, 5. apríl 2008
Nákvæmlega ekki neitt hefur heyrst frá ráðamönnum varðandi það atriði hver svör Íslendinga muni verða gagnvart niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðana um mismunun þegnanna varðandi aðgang að fiskveiðistjórnunarkerfinu sem við lýði er.
Það skýtur nokkuð skökku við að á sama tíma virðast sömu stjórnvöld geta mótmælt mannréttindabrotum annars staðar í heiminum.
EF til vill spurningin um að " eygja skóginn fyrir trjánum " ?
kv.gmaria.
Samræðustjórnmálin ?
Laugardagur, 5. apríl 2008
Viðskiptaráðherra Samfylkingar er upptekinn í samræðustjórnmálunum, þar sem allir segja já og amen við erindinu án efa, en árangurinn er eftir að sjá og meta í þessu sambandi.
Hingað til hefur þessi tegund af pólítik ekki borið oss mikið úr býtum samanber handabandsamkomulög fyrri ára millum aðila vinnumarkaðar og ríkisstjórna um kaup og kjör.
kv.gmaria.
Rætt um leiðir til að vinna á verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvótakerfið er þjóðhagslega óhagkvæmt kerfi.
Laugardagur, 5. apríl 2008
Einn ágætur bloggvinur minn er enn þeirrar skoðunar að kvótakerfi sjávarútvegs sé súperkerfi þar sem fiskurinn í sjónum hafi loksins verið ættleiddur og þar með hafi verið hægt að veðsetja hann.
Ættleiðingin átti sér stað af örfáum mönnum sem keyptu ofboðslega stórvirk tæki og tól til veiða, tól sem kostuðu það mikið að það þurfti að taka lán fyrir þeim.
Lán sem nefnist " skuldir útgerðarinnar ".......
Þeir sem ekki voru handhafar aflaheimilda á ákveðnu árabili máttu gjöra svo vel að sætta sig við að verða leiguliðar eða kaupa sér kvóta dýrum dómum, tól og tæki og veðsetja og skulda.......
Hinir örfáu handhafar á ákveðnu árabili, framseldu síðan kvóta sín á milli algjörlega án þess að vera hluti af samfélaginu því kvótaframsalið orsakaði, það atriði að fjárhagsleg verðmæti hins opinbera uppbyggð fyrir almannafé áratugum saman urðu verðlaus á einni nóttu mikils kvótaframsals frá einum stað til annars á Íslandi.
Með öðrum orðum kvótakerfisskipulagið gerði opinber verðmæti hins íslenska ríkis að engu, samgöngumannvirki , skóla, heilsugæslu , landsbyggðasjúkrahús, sem og eignir einstaklinganna í sjávarþorpum hringinn kring um landið.
Heilan áratug voru sjávarútvegsfyrirtækin skattlaus við þessa hina sömu iðju, kvótatilfærslutilstandið þegar verið var að kaupa upp tapfyrirtæki í greininni og hægt var að nota tap til afskrifta.
Ríkissjóður fékk því ekki neitt fyrir sinn snúð.
Sökum þess er kerfi þetta fyrir þessar sakir þjóðhagslega óhagkvæmt.
kveðja.
Guðrún María Óskarsdóttir.
Eins og fyrir Kötlugosið 1918. !
Föstudagur, 4. apríl 2008
Það er nú eins gott að fylgjast með Kötlu gömlu, en þessar fyrstu línur í þessari frétt er eitthvað sem ég mundi eftir að hafa lesið um hér í eina tíð að hefði verið fyrirboði gossins 1918.
Ekkert annað bendir sérstaklega til þess segja menn, en allur er varinn góður.
kv.gmaria.
Veður yfir á stígvélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hjartans þakkir.
Föstudagur, 4. apríl 2008
Lengi hef ég dáðst að þessari geðþekku konu sem svo indælt var að heimsækja í búðina og margar jólagjafirnar verslaði ég hjá henni þegar ég átti heima í Þingholtunum.
Og margar voru heimsóknirnar bara til að skoða því hið heimilislega andrúmsloft og elskulegt viðmót gerðu það að verkum að til hennar var gaman að koma.
Hafi hún hjartans þakkir frá mér fyrir sín störf.
kv.gmaria.
Hættir verslunarrekstri 97 ára að aldri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Einmitt og þessi tvö erindi eru tilefni ferðalags til Washington, hvað næst ?
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Vegabréfamál og varnarsamstarf er tilefni enn einnar ferðarinnar af hálfu utanríkisráðherra nú til Washington að sjá má, likt og ferðalögum ráðamanna séu lítil ef einhver takmörk sett.
Mjög fróðlegt væri að sjá árangursmat ferðalaga þessara í fræðilegri úttekt.
kv.gmaria.
Ingibjörg Sólrún hittir Rice | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Munar bara mánaðarlaunum verkamannsins.
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Hvetji stjórnvöld almenning í landinu til ráðdeildar og sparnaðar á tímum þrenginga þá er afskaplega gott að sýna fordæmi fyrir slíku.
Ef stjórnvöld eru farin að bera sig saman við markaðsmógúla í ferðum á einkaþotum þvert og endilangt um heiminn sem fordæmi fyrir hið opinbera, þá er illa komið.
Það vill svo til að 100-200 þús krónur eru laun hins almenna verkamanns en skattaka af launum hefst við krónur 90.000.- í skattkerfi stjórnvalda.
kv.gmaria.
Munaði 100-200 þúsund krónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |