Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Aðgerðalaus ríkisstjórn í málefnum innanlands ?

Frá valdatöku ríkistjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eru fréttir af ferðalögum ráðamanna á erlenda grund nær eina fréttaefnið af einhvers konar ráðsmennsku stjórnarinnar.

Ekkert hefur heyrst að þvi hvernig ríkisstjórnin ætli að bregðast við niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna gagnvart eigin mannréttindabrotum á Íslandi meðan fréttir af framboði í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eru fram bornar með ferðalögum erlendis þess efnis hvarvetna.

Reyndar kom landbúnaðarráðherra allt í einu með þá ráðstöfun mála að nú skyldi leyfður innflutningur á hráu kjöti til landsins til hagsbóta íslenskum neytendum að virtist.

Það er mjög sérkennileg aðgerð í ljósi þess að hugsanlega tapast svo og svo mörg störf hér á landi við framleiðslu sem slíka og jafngildir því að mínu viti að flytja inn atvinnuleysi.

Á sama tíma ræðir ráðherran um sjálfbærni samfélagsins varðandi sjávarútveg, sem þó enginn er í raun ef litið er til atvinnu manna við sjávarútveg og þeirra hafta og kvaða sem skipulagið orsakar og hefur gert það að verkum að við fáum niðurstöðu þess efnis að við séum að brjóta mannréttindi á sjómönnum í voru landi við möguleika aðkomu manna að atvinnugreininni.

Svo virðist að stjórnvöld viti varla hvort þau eru að koma eða fara og aðgerðaleysi ýmis konar einkennir þessa ríkisstjórn mjög.

Því til viðbótar vísa menn frá sér því verkefni að takast á við hækkanir á heimsmarkaði sem bitna á þegnum hér innanlands og virðast líta svo á að þeir hinir sömu geti ekkert að gert í þeim efnum, sem er fáránlegt viðhorf, því hvarvetna um veröld víða eru menn kosnir til þess að hlúa að þegnum síns samfélags eftir efnum og aðstæðum.

Þessi ríkisstjórn skorar því ekki mörg stig enn sem komið er í mínum kokkabókum.

kv.gmaria.

 

 


Hinar svifaseinu stjórnvaldsframkvæmdir mála.

Það er ótrúlegt að eftir því sem árin líða fram því lengri tíma virðist það taka hið opinbera að framkvæma það sem þarf að framkvæma hverju sinni og það á við að taka yfir verk við Reykjanesbraut sem verktakar höfðu sagt sig frá.

Það á ekki að taka tæpt ár að hefjast handa við bráðnauðsynlegt verkefni sem þarf að vinna, það getur bara ekki verið alveg sama hvaða skýringar menn reyna að reiða fram í því efni.

Hið opinbera hlýtur að vera þess umkomið að útbúa verksamninga með þvi móti að ef verktaki segir sig frá einhverju verki þá sé það sjálfkrafa unnið áfram af hálfu hins opinbera en megi ekki þurfa að lúta frestun í svo og svo langan tíma.

kv.gmaria.


Á almenningur í landinu að borga fórnarkostnaðinn af misviturlegri markaðsævintýramennsku ?

Tilkoma hlutabréfamarkaðar í voru þrjú hundruð þúsund manna samfélagi á sínum tíma ásamt lögleiðingu framsals með óveiddan fisk úr sjó á þurru landi sem lögum frá Alþingi, undir formerkjum hagræðingar hins frjálsa markaðsþjóðfélags, var álíka því að sleppa nautum úr húsi án þess að haft hefði verið fyrir því að girða girðingar.

Með tilheyrandi þjóðhagslegri verðmætasóun.

Hið meinta frelsi varð þvi að frumskógarlögmáli og helsi til handa almenningi í landinu þar sem oftrú á getu markaðar í þrju hundruð þúsund manna samfélagi varð að blindri trú ráðamanna.

Með réttu hefði fyrir löngu síðan verið hægt að lækka skatta á einstaklinga og minnka umsvif hins opinbera í einu samfélagi ef módel þetta hefði virkað sem skyldi.

Í upphafi skal endir skoða og 300 þús manna samfélag telst ekki markaður þótt stjórnvöld vilji láta líta svo út fyrir.

Skattaáþján , léleg þjónusta hins opinbera og misskipting er það sem út úr slíku kemur , meðan lítill hluti þjóðarinnar flýgur í einkaþotum milli landa.

kv.gmaria.


Markaðshyggjuþokumóðan og umhverfismálapólítíkin.

Koma Al Gore hingað til lands vakti athygli eðlilega en óhjákvæmilega vakna eigi að siður spurningar hve mjög og hve mikið hin ýmsu fjármálafyrirtæki viðra sýna ásýnd varðandi umhverfismálavettvanginn sem varla getur verið af öðru til komið en hér sé meintur gróði í augsýn.

Vonandi bera menn gæfu til þess að fara þar fram með skynsamlegu móti og raunhæfum væntingum, almenningi til góða hvar sem er.

Samkrull stjórnvalda og markaðsaðila tel ég hins vegar að þurfi að skoða og setja skýr skil á milli þess hvar þar þjónar hver hverjum.

kv.gmaria.


Samgöngupólítik sitjandi stjórnvalda.

Hefur ríkisstjórnin lyft litla fingri til þess að sporna við aukinni bílaeign per landsmann ?

Hafa tollar verið lækkaðir af léttari ökutækjum og eyðslugrannari ?

Hefur skattkerfið kanski ekkert verið notað og nýtt til þess að reyna að stjórna einhverju í þessu sambandi ?

Held að svarið við þessum þremur spurningum sé NEI.

Í ljósi þessa vakna óhjákvæmilega spurningar um samgönguframkvæmdir fyrir bíla og hvernig fjármagna eigi það hið sama í framtíð ef menn hafa ekki efni á að reka alla þessa bíla vegna bensínverðs úr öllu valdi ?

Rekst ekki hvað á annars horn ?

kv.gmaria.

 


Þurfa ráðherrar Samfylkingar ekki að taka ákvarðanir ?

Sem aldrei fyrr virðast menn hafa tileinkað sér allra handa samráðstilstand í málum öllum að virðist til þess að drepa ákvarðanatöku á dreif eins og fyrri daginn. Eins skringilegt og það nú er virðist allar hugmyndir þurfa að bera undir ASÍ og Samtök Atvinnulífsins, hér hjá viðskiptaráðherra en í morgun heyrði ég samgönguráðherra Samfylkingar ræða um slíkt hið sama í útvarpi þá vegna breytinga á vinnutímatilskipun EES um hvíldartíma flutningabílstjóra. Það atriði átti einnig að bera undir viðkomandi aðila ASÍ og SA.

Hver stjórnar landinu ?

kv.gmaria.

 


mbl.is Ræða um átak gegn aukinni verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímynd Íslands !

Það er nú aldeils ágætt ef hægt er að búa til fína ímynd, bara að sú hin sama sé raunveruleikanum samkvæm, en ekki glansmynd á blaði. Satt best að segja hélt ég að sitjandi stjórnvöld létu verkin tala og ímynd landsins væri sú staða sem uppi væri á hverjum tíma.

Sérstakur vinnuhópur til þess að búa til ímynd  fyrir sitjandi ríkisstjórn landsins finnst mér hálf hjákátlegt fyrirbæri.

kv.gmaria.


mbl.is „Ímynd Íslands jákvæð en veikburða"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og enn einn ráðherra erlendis, iðnaðarráðherra að undirrita samning í Jemen.

Össur er i Jemen með REI og maður veltir því fyrir sér hvers konar flakk yfir höfuð er til staðar af hálfu ríkisstjornarinnar. Þurfti ráðherra iðnaðar og byggðamála á Íslandi með í þetta hið sama ferðaleg ?

kv.gmaria.


mbl.is REI gerir samning í Jemen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað segja ráðamenn þjóðarinnar ?

Ekkert, bara ekkert, samkvæmt þeirra kokkabókum þarf ekkert að gera, og forsætisráðherra er á ferð og flugi, nýkominn úr ferðalagi með utanríkisráðherra í einkaþotu á Natoráðstefnu og farinn aftur um víðan völl í ýmis konar erindagjörðum.

Utanríkisráðherra er á spjalli við Hemma Gunn um tónlist.....  sem er fínt en....

Enginn íslenskra ráðamanna virðist geta stigið fram og rætt við fólkið í landinu um efnahagsmálin þ.e. þeir sem halda um stjórnartaumana, meðan fréttir sem þessar er það sem fólkið í landinu má meðtaka.

kv.gmaria.

 


mbl.is Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn til aðstoðar Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðskipti starfsmanna heilbrigðiskerfisins.

Það kemur fram í Fréttablaðinu í dag að samskiptaleysi lækna komi niður á þjónustu við sjúklinga.

Það eru ekki ný tíðindi fyrir mig sem hefi gengið erinda hagsmuna sjúklinga í kerfinu eins og fleiri.

Umboðsmaður sjúklinga hér á landi er því atriði sem ég tel að stórþarft væri að koma á fót, ekki hvað síst með það að markmiði að sá hinn sami gæti bent á annmarka þá sem felast í þjónustuleysi við sjúklinga í kerfi þar sem boðskipti eru ekki með betra móti en svo millum allra starfandi aðila að yfirsýn yfir mál einstaklinga næst illa eða ekki sem skyldi.

Samstarf á að ríkja millum allra starfandi aðila í kerfinu en kerfið er svo flókið, og flokkað á allra handa bása svo sem heimilislækninga, sérfræðilækninga, sjúkrahúslækninga, og öldrunarlækninga.

Landlæknisembætti er ætlað að standa skil á hvoru tveggja annmörkum og ágæti á sama tíma, þannig er nú það.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband