Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Fyrir mínum sjónum færist fornöldin til tíða....

Fyrir mínum sjónum færist fornöldin til tíða,

þar sem vógust fylkingar, vopnin kná að smíða.

Ef til vill er menningin að birta sínar myndir,

en ofurkapp á umbúðir, eru vorar syndir.

 

skúffuvísa.

kv.gmaria.


Öfugmæla saltan sjá....

Öfugmæla saltan sjá

sigla menn á röftum.

Ekki nokkurn fiskinn fá,

með öngulinn í kjöftum.

 

vísa úr skúffunni.

kv.gmaria.


Innkoma sérsveitar í mótmælaaðgerðir, illa skiljanleg.

Mér er það ekki skiljanlegt hvers vegna lögregla taldi sig þurfa að beita fyrir sig sérsveit sinni, í aðgerðum mótmæla á Suðurlandsvegi. Gat mönnum virkilega ekki dottið það í hug að slíkt kynni að kalla á frekari úlfúð ?

Notkun úðabrúsa með tilheyrandi fáránlegum öskrum að sjá mátti fékk mann ekki til að halda að þar væri lögregla á ferð, þvert á móti.

Vissulega eru margar hliðar á hverju máli og myndbrot segja ekki alla sögu mála endilega, hins vegar mátti þarna augum líta atvik sem maður efast all verulega um að " tilgangur geti helgað meðalið ".

kv.gmaria.


Áskorun til stjórnvalda um tímabundna lækkun á eldsneyti.

Undirrituð skorar hér með á sitjandi stjórnvöld í landinu að lækka tímabundið álögur á eldsneyti, í ljósi þess að þau ökutæki sem landsmenn eiga og nota og nýta annaðhvort til einkaþarfa eða atvinnustarfssemi eru hér á götunum, innan lagaramma skilyrða stjórnvalda hvarvetna.

Hvar á að taka fjármunina ?

Úr hinum svokallaða " mótvægisaðgerðapakka " sem núverandi ríkisstjórn setti saman, vegna þorskaflaskerðingar og enn hefur ekki verið útdeilt að fullu mér best vitanlega.

Aðgerð sem þessi mun nýtast öllum almenningi í landinu svo ekki sé minnst á hið opinbera sjálft og " mótvægisaðgerðapakkann " þar sem hluti hans inniheldur bættar samgöngur= vegagerð=vörubíla=útboð=kostnað.

kv.gmaria.

 


Þarf kanski að hagræða í bankakerfinu ?

Getur það verið að Íslendingar hafi of marga banka í svo fámennu landi ?

Þarf kanski að afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga ?

kv.gmaria.


mbl.is Viðvörun frá Fitch
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla menn að flytja fjöll til sjávar ?

Minar efasemdir um hafnargerð við Bakkafjöru eru enn fyrir hendi.

Mér best vitanlega hefur ekki í áraraðir verið varið miklu fjármagni í varnargarða á Suðurlandi til þess að varna ágangi jökuláa á lönd bænda á svæðinu, og án efa munu menn reka sig á það atriði í þessu efni sem aftur þýðir aukinn kostnað við gerð varnargarða við vegstæði til Bakkafjöru.

Kem ekki auga á það atriði sérstaklega hér. Hin gífurlega efnistaka virðist ekki breyta landslagi Seljalandsheiðar að nokkru að sjá má sem þátt í umhverfismati svæðisins sem vekur nokkra undrun.

kv.gmaria.

 

 

 

 


mbl.is Frummatsskýrsla lögð fram og kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn, villst af vegi stefnu sinnar.

Set hér inn úrdrátt úr stefnu Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál sem finna má i upplýsingum um flokkinn. "

Sjálfstæðisflokkurinn telur aðild að ESB ekki þjóna hagsmunum íslensku þjóðarinnar eins og málum er háttað. Mikilvægt er að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja.Áfram skal unnið að gerð tvíhliða samninga um fríverslun við önnur ríki og rækt lögð við eflingu ábatasamra viðskiptatengsla um allan heim. "
Varaformaður flokksins ræðir nú um aðild að Evrópusambandinu sem er all sérkennilegt í ljósi þeirrar stefnumótunar sem til staðar er.
kv.gmaria.

Er nauðsynleg fagmenntun vanvirt til launa ?

Gegnum tíðina hefi ég stutt við baráttu aðila sem lagt hafa á sig menntun til starfa við uppeldi barna, þar sem um tíma var sú staða að þá fjögurra ára nám til leikskólakennara gaf ekki af sér byrjunarlaun sem voru yfir launum ófaglærðra starfsmanna.

Frá þeim tíma hefur staðan eitthvað breyst en því miður hafa stéttir sem starfa sem fagaðilar við uppeldi sem og kennslu í grunnskólum sem kennarar undantekningalítið mátt taka að sér aukaálag starfa fyrir hærri krónur í laun.

Hin endalausa krafa hins opinbera sem samningsaðila að bæta auknu álagi inn í samninga sem þessa hefur náð endamörkum að mínu viti.

Hvati til þess að mennta sig þarf að vera til staðar varðandi það atriði að slíkt sé virt í formi launa, sem og að starfsumhverfið og tilgangur og markmið starfanna fái notið sín innan ramma þess hins sama.

Hið sama gildir í heilbrigðisstéttum, sama krafa virðist vera á ferð varðandi störf í þeim geira, endalaust aukaálag til þess að hafa laun að sannvirði menntunar til starfa.

Þannig á það allsendis ekki að vera og þjóðfélag sem ekki vill standa vörð um eigin þjónustu með fagaðilum í starfi er þjóðfélag sem  ekki hefur nægilegan  metnað til að bera til framtíðar litið.

Tilgangur og markmið hins opinbera eru illa eða ekki sýnileg hvað varðar gæði þegar kemur að því sem hér um ræðir að mínu viti og álíka því að skjóta sjálfan sig í fótinn að launa ekki fagmenntun að sannvirði, menntun sem nauðsynleg er um ókomna tíma.

kv.gmaria.


Hvað með almenning í landinu ?

Það væri nú fróðlegt að fá upplýsingar um það frá fjármálaráðherranum hvernig sterk staða rikissjóðs nýttist almenningi í landinu.

Kemur það kanski fram í skattkerfinu og tekjuskattsprósentu annars vegar einstaklinga og hins vegar fyrirtækja ?

Ef til vill í hinni annars afar hóflegu gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu ?

Eða upphæðum bóta almannatrygginga elli og örorkulifeyris ?

kv.gmaria.


mbl.is Verja stöðu ríkissjóð og styrkja stöðu útflutnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsákvarðanavald þjóðarinnar er það dýrmætasta sem hún á.

Að svo komnu máli eru Íslendingar ekki á leið í Evrópusambandið.

Í fyrsta lagi er núverandi efnahagsástand ekki forsenda inngöngu, og í öðru lagi eru skilyrði ESB varðandi yfirráð yfir fiskimiðunum, og öðrum auðlindum óásættanleg fyrir okkur Íslendinga ennþá.

Innganga í sambandið þýðir í mínum huga of mikið valdaafsal þjóðarinnar yfir eigin málum, umfram það sem nú er til staðar með EES samningnum.

Við Íslendingar eigum að vernda þann fjársjóð sem fullvalda og sjálfstæð þjóð þýðir í raun og þótt hér séu við völd aðgerðarlausar ríkisstjórnir þá má skipta þeim út og fá menn við stjórnvölinn sem kunna betur til verka.

Langtímamarkmiðin eru að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar hvarvetna í eigin málum án valdaafsals sem Evrópusambandsaðild inniheldur óhjákvæmilega að mínu viti.

Sitjandi flokkar við stjórnvölinn geta ekki leikið tveimur skjöldum í því efni að reyna að tala þjóðina inn i Evrópusambandið eins og ekkert sé þegar svo vill til að slíkt er ekki mögulegt við þær efnahagslegu aðstæður sem uppi eru.

Þeim hinum sömu aðilum væri nær að taka til við endurskoðun þess stjórntækis sem til staðar er og heitir skattkerfi í einu landi.

kv.gmaria.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband