Er nauðsynleg fagmenntun vanvirt til launa ?

Gegnum tíðina hefi ég stutt við baráttu aðila sem lagt hafa á sig menntun til starfa við uppeldi barna, þar sem um tíma var sú staða að þá fjögurra ára nám til leikskólakennara gaf ekki af sér byrjunarlaun sem voru yfir launum ófaglærðra starfsmanna.

Frá þeim tíma hefur staðan eitthvað breyst en því miður hafa stéttir sem starfa sem fagaðilar við uppeldi sem og kennslu í grunnskólum sem kennarar undantekningalítið mátt taka að sér aukaálag starfa fyrir hærri krónur í laun.

Hin endalausa krafa hins opinbera sem samningsaðila að bæta auknu álagi inn í samninga sem þessa hefur náð endamörkum að mínu viti.

Hvati til þess að mennta sig þarf að vera til staðar varðandi það atriði að slíkt sé virt í formi launa, sem og að starfsumhverfið og tilgangur og markmið starfanna fái notið sín innan ramma þess hins sama.

Hið sama gildir í heilbrigðisstéttum, sama krafa virðist vera á ferð varðandi störf í þeim geira, endalaust aukaálag til þess að hafa laun að sannvirði menntunar til starfa.

Þannig á það allsendis ekki að vera og þjóðfélag sem ekki vill standa vörð um eigin þjónustu með fagaðilum í starfi er þjóðfélag sem  ekki hefur nægilegan  metnað til að bera til framtíðar litið.

Tilgangur og markmið hins opinbera eru illa eða ekki sýnileg hvað varðar gæði þegar kemur að því sem hér um ræðir að mínu viti og álíka því að skjóta sjálfan sig í fótinn að launa ekki fagmenntun að sannvirði, menntun sem nauðsynleg er um ókomna tíma.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Takk fyrir keðjuna.

En ég verð víst að viðurkenna að ég kem þér ekki alveg fyrir mig þannig að þú verður eiginlega að gera mér þann greiða að upplýsa mig aðeins.

Kv. Aðalsteinn

Aðalsteinn Baldursson, 22.4.2008 kl. 03:32

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Þarna átti að sjálfsögðu að standa "kveðjuna". Leiðréttist hér með.

Aðalsteinn Baldursson, 22.4.2008 kl. 03:34

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll aftur Aðalsteinn.

Ég er mamma hans Birgis, sem varð áramótaflugeldasýningar aðnjótandi í hitteðfyrra.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.4.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég kveiki núna á perunni.

Takk fyrir að sýna mér ljósið .

Aðalsteinn Baldursson, 23.4.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband