Sjálfsákvarðanavald þjóðarinnar er það dýrmætasta sem hún á.

Að svo komnu máli eru Íslendingar ekki á leið í Evrópusambandið.

Í fyrsta lagi er núverandi efnahagsástand ekki forsenda inngöngu, og í öðru lagi eru skilyrði ESB varðandi yfirráð yfir fiskimiðunum, og öðrum auðlindum óásættanleg fyrir okkur Íslendinga ennþá.

Innganga í sambandið þýðir í mínum huga of mikið valdaafsal þjóðarinnar yfir eigin málum, umfram það sem nú er til staðar með EES samningnum.

Við Íslendingar eigum að vernda þann fjársjóð sem fullvalda og sjálfstæð þjóð þýðir í raun og þótt hér séu við völd aðgerðarlausar ríkisstjórnir þá má skipta þeim út og fá menn við stjórnvölinn sem kunna betur til verka.

Langtímamarkmiðin eru að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar hvarvetna í eigin málum án valdaafsals sem Evrópusambandsaðild inniheldur óhjákvæmilega að mínu viti.

Sitjandi flokkar við stjórnvölinn geta ekki leikið tveimur skjöldum í því efni að reyna að tala þjóðina inn i Evrópusambandið eins og ekkert sé þegar svo vill til að slíkt er ekki mögulegt við þær efnahagslegu aðstæður sem uppi eru.

Þeim hinum sömu aðilum væri nær að taka til við endurskoðun þess stjórntækis sem til staðar er og heitir skattkerfi í einu landi.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Meira en 100% sammála !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.4.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já takk fyrir það Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.4.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband