Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Fær hinn almenni launþegi að vita hvað verið er að ræða um ?

Ég hefi ekkert séð um fundarboð verkalýðsfélaga til þess að bera tilboð atvinnurekenda undir launamenn?

Þarf þess ekki lengur ?

kv.gmaria.


mbl.is Viðræður um launalið hefjast á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður Samfylkingar með yfirlýsingar um borgarmál í samstarfi við Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn !

Er ríkisstjórnin að springa út af málefnum sveitarstjórnarstigsins í þessu tilviki í höfuðborginni ?

Svo mætti ætla þar sem formaður Samfylkingar kemur fram með yfirlýsingar um oddvita Sjálfstæðismanna við stjórnvöl Reykjavíkurborgar sérstaklega.

Samfylking hefur þar nýtapað tiltölulega nýfengnum völdum við stjórnvölinn, en mál eins og efnahagsástand og atvinna fólks á landsbyggðinni, hanglandaháttur stjórnvalda þess efnis að hefja endurskoðun á fiskveiðistjórnunakerfi mannréttindabrota, hefði ef til vill átt að koma fyrr frá aðilum sem sitja sem ráðherrar í ríkisstjórn fremur en comment um veika stöðu oddvita samstarfsflokks í ríkisstjórn á sveitarstjórnarstigi,  að hefði mátt halda.

 

kv.gmaria.


Þetta er gott mál og til hamingju.

Loksins, loksins er það komið í gegn að kaupa búnað til að gegnumlýsa gáma sem barist hefur verið fyrir þó nokkurn tíma, reyndar of langan tíma en því ber að fagna að slíkt skuli komið í gegn.

kv.gmaria.


mbl.is Gegnumlýsingarbíllinn kemur ekki fyrr en í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ungliðahreyfingin í Sjálfstæðisflokknum að tala Villa út úr korti ?

Borgar Þór Einarsson var í Kastljósi kvöldsins með vægast sagt sérkennilegar yfirlýsingar þess efnis að stjórnmálamenn yrðu að lúta valdi fjölmiðla að heyra mátti.

Hvílík firring !

Ef svo illa er komið að stjórnmálamenn á einhverjum tíma sitji og standi eftir því hvernig umræða fjölmiðla er , þá er afar illa komið vægast sagt.

Svo virðist annars sem ungir Sjálfstæðismenn telji það flokkshagsmuni að víkja Vilhljálmi Þ. sem fyrst til hliðar miðað við skrif ýmissa og dansi þar með dans með andsstæðingum flokksins sem aftur veikir flokkinn sjálfan að sjá má.

Að öllum líkindum mun því fjölga í flokkum hægra megin við miðju sem standa fast á sinni sannfæringu svo sem Frjálslynda flokknum.

kv.gmaria.

 


Ég hef ALDREI áður upplifað þvílíkt og hluta þessa veðurs.

Hér á Reykjanesskaganum sem ég hefi nú verið búsett nokkuð lengi upplifði ég lengst af engin veður sem heitið gætu talist ofsaveður miðað við það sem maður upplifði í æsku undir Eyjafjöllum og hæst bar þar fárviðri sennilega 1973 er sveitin var í rúst meira og minna.

Seinni ár hefur veðurofsi hins vegar aukist hér svo um munar að mér finnst og mesti veðurhamur sem ég tel mig hafa upplifað var ca. tíu mínútna tímabil áður en óveðrinu hér síðasta föstudag slotaði.

kv.gmaria.


mbl.is Í hópi verstu veðra í 12-13 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blautri tusku verður ekki hent í verkafólk á vinnumarkaði lengur.

Laun lægstu tekjuhópa í þjóðfélaginu þurfa vægast sagt endurskoðunar við hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Frysting skattleysismarka á sínum tíma var og er hneisa viðkomandi aðila allra sem þarf leiðréttingar við ekki hvað síst þar sem slíkt setti hópa utan samningsréttar sjúka og aldraða í tekjustöðu sem sæmir ekki þjóðfélagi sem vill kenna sig við velferðarþjóðfélag.

Endalausar hækkanir þjónustugjalda hægri vinstri í heilbrigðiskerfinu eru óbein skatttaka á almenning í landinu sem fróðlegt væri að taka saman.

Ef útsvar og tekjuskattar hefðu lækkað i samræmi við þessa auknu gjaldtöku þá væri hér hugsanlega skárra umhverfi en svo er ekki.

Ófaglærðum  á vinnumarkaði verður ekki lengur talin trú um að það skuli þurfa að bera svo og svo miklar byrðar til þess að tryggja stöðugleika almennt í þjóðfélaginu áratug eftir áratug, án árangurs þeim hinum sömu til handa.

Sá tími er liðinn.

kv.gmaria.

 


Hvenær er yfirlýsingar að vænta þess efnis að ríkisstjórn hafi hafist handa við endurskoðun kvótakerfis sjávarútvegs ?

Getur það verið að íslensk stjórnvöld verði svo seint á ferð við nauðsynlega endurskoðun kvótakerfis í sjávarútvegi vegna niðurstöðu Mannréttindanefndarinnar að það þurfi að fá frest.

EF menn ætla að setja af stað nefndastarf í þessu sambandi þá hlýtur að þurfa að gefa því hinu sama nefndastarfi tíma og tíminn líður.

Forystumenn stjórnarflokkanna ættu að vera þess umkomnir að taka ákvarðanir um slíkt og tilkynna landsmönnum.

Annað er óásættanlegt.

kv.gmaria.


Borgarstjórinn í Reykjavík í Kastljósinu.

Heil umræða við borgarstjóra Ólaf Magnússon fór fram í Kastljósi kvöldsins þar sem fréttamaður velti fram áhyggjum af stöðu oddvita samstarfsaðila í borgarstjórn þ.e. hvort hún væri sterk eða veik, og allt viðtalið fór í þá umræðu líkt og slíkt væri viðkomandi borgarstjóra.

Það sem gleymdist hins vegar alveg er það að spyrja borgarstjóra agnar ögn um sinn flokk.

Sá flokkur kom ekki til umræðu í þessu viðtali og hlýtur að skrifast sem fremur klaufalegt af fyrirspyrjandanum.

kv.gmaria.


Alltaf er það jafn fint að reyna að hengja bakara fyrir smið.

Hundleiðinleg pólítik hefur viðgengist í Reykjvíkurborg , pólítik sem litast af hoppi manna í valdastóla sitt á hvað , og hver um annan þveran þykist boðberi hins eina stóra sannleika í klúðri um orkumál og þjónustufyrirtæki borgarinnar af þeim toga.

Svandís og Dagur hafa vart sleppt orðinu um tímamótaskýrslu samvinnu allra flokka fyrr en hafist er handa við að ráðast á Vilhjálm sem einnig mærði þá hina sömu samvinnu. Svandís og Dagur koma svo með kvartettsöng um stóra vonda flokkinn á móti sem logi í deilum og erjum, likt og það sér þeirra vandamál við að fást sem kjörinna fulltrúa.

Framsóknarflokkurinn er ósýnilegur hafi engin tekið eftir því ....

Þessi hringhenda á ef til vill vel við í þessu sambandi.

 

" Ég veit að ég get nöldrað, daginn út og inn,

   en það getur þú líka, ég sé ei mismuninn.

   Hver þar hafi betur, gott er eigi um að segja,

   held að ætti bara að halda keppni um það að þegja. "

 

kv.gmaria.

 

 

 

 


Stjórnvöld og landeigendur þurfa að sjálfsögðu að tala saman.

Það er lítið nema gott um það að segja að ráðherra fari á fund sem þennan og tel reyndar að sömu hagsmunir gildi að hluta til um rétt sjávarjarða til nýtingar fiskimiða og fróðlegt verður að sjá hvað kemur fram á þessum fundi.

kv.gmaria.


mbl.is Fundað um þjóðlendumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband