Alltaf er það jafn fint að reyna að hengja bakara fyrir smið.

Hundleiðinleg pólítik hefur viðgengist í Reykjvíkurborg , pólítik sem litast af hoppi manna í valdastóla sitt á hvað , og hver um annan þveran þykist boðberi hins eina stóra sannleika í klúðri um orkumál og þjónustufyrirtæki borgarinnar af þeim toga.

Svandís og Dagur hafa vart sleppt orðinu um tímamótaskýrslu samvinnu allra flokka fyrr en hafist er handa við að ráðast á Vilhjálm sem einnig mærði þá hina sömu samvinnu. Svandís og Dagur koma svo með kvartettsöng um stóra vonda flokkinn á móti sem logi í deilum og erjum, likt og það sér þeirra vandamál við að fást sem kjörinna fulltrúa.

Framsóknarflokkurinn er ósýnilegur hafi engin tekið eftir því ....

Þessi hringhenda á ef til vill vel við í þessu sambandi.

 

" Ég veit að ég get nöldrað, daginn út og inn,

   en það getur þú líka, ég sé ei mismuninn.

   Hver þar hafi betur, gott er eigi um að segja,

   held að ætti bara að halda keppni um það að þegja. "

 

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband