Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Hvað er skattalækkun á fyrirtæki að gera með samningum launafólks á vinnumarkaði ?
Mánudagur, 18. febrúar 2008
Útspil stjórnvalda í samræmi við gerð kjarasamninga launamanna um skattalækkun á fyrirtæki er furðulegt því túlka má hinar hlægilegu 194 krónur sem hinn vinnandi maður fær sem ráðstöfun stjórnvalda sér til handa eins og bláber við hlið melónu 3% skattalækkunnar á fyrirtæki sem sá hinn sami er þar með væntanlega að niðurgreiða með sömu skattastöðu.
Launahækkun sem nemur um það bil 18 þúsund krónur til handa hinum almenna verkamanni gerir akkúrat ekki neitt til að laga stöðu þess hins sama í óbreyttu skattaumhverfi.
Núverandi ríkisstjórn hefur birt sitt grímulausa andlit þess efnis að ganga erinda fyrirtækja á kostnað einstaklinga líkt og þar hafi nú ekki verið nóg komið í sögu undanfarinna áratuga.
Mál er að linni.
kv.gmaria.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar leggur til 194 króna hækkun persónuafsláttar á mánuði.
Mánudagur, 18. febrúar 2008
Þvílík upphæð sem verkafólki er boðið að meðtaka í formi skattalækkana. Sé til sjónarspil þá er það hér, í formi þess að geta gumað sig af því síðar að hafa hækkað persónuaslátt.
Í raun gæti þetta verið góður brandari til að hlægja að en á sama tíma er hægt að lækka skatta á fyrirtæki um heil 3 % líkt og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði snúist um skattamál fyrirtækja í landinu.
Hafi Samfylkingin einhvern tímann kennt sig við jöfnuð þá held ég að slíkt hafi nú fokið út í veður og vind í einu vetfangi.
Núverandi forsætisráðherra er jafn fastur uppi í Fílabeinsturninum og þegar hann var fjármálaráðherra án vitundar kjör almennings í landinu að virðist.
kv.gmaria.
Skuldatryggingaálag = verðtrygging, er það ekki ?
Sunnudagur, 17. febrúar 2008
Það er alltaf jafn " skemmtilegt " að fylgjast með fjármálafréttum, ekki hvað síst hinum ýmsu túlkunum í því efni.
kv.gmaria.
![]() |
Skuldaálag úr takti við raunverulega stöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru Íslendingar uppteknir af því að búa til vandamál til þess að leysa, virkar kerfið fínt ?
Sunnudagur, 17. febrúar 2008
Getur það verið að við séum of upptekin af því að flokka og skilgreina alls konar auka vandamál í voru þjóðfélagi við að fást meðan alvöru vandamál verða utangarðs ?
Jafnrétti kynjanna hefur verið fært í skotgrafir baráttu millum kynja sem enginn tapar meira á en börn að mínu viti.
Rifrildi um trúarbrögð og deilur milli manna um slíkt sem rökhyggja festir aldrei hönd á eðli máls samkvæmt er eitt atriði.
Gífurlegur hamagangur um verndun lands í óbyggðum, meðan grætt land er ónytjað á sama tíma.
Kvótakerfi við uppbyggingu þorsks, sem virkar ekki og menn endurskoða ekki á tuttugu ára tímabili.
Heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða að sögn ráðherra sem standa fyrir málaflokknum en virkar ekki betur en svo að dómsmálaráðuneytið tekur að sér erfiðustu tilfellin.
Skólakerfi sem allir heimta allt af, en enginn tímir að borga fyrir, upp allan aldur fram yfir þrítugt.
Skattkerfi og launaþróun í fjármálaumhverfi verðtryggðra auðæfa fjármálastofnanna umfram einstaklinga, sem viðhalda kann endalausum vandamálum í áraraðir ?
áfram mætti telja en nóg i bili.
kv.gmaria.
Mikið vorum við Frjálslynd, heppin að blóta þorra neðan Lækjargötu .
Laugardagur, 16. febrúar 2008
Við höfum aldeilis verið heppin að sleppa við rafmagnsleysið á þorrablóti í gærkveldi í henni Reykjavik.
Stórskemmtilegt þorrablót þar sem okkar einvala lið fór á kostum.
kv.gmaria.
![]() |
Rafmagnslaust í miðborginni í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtryggingin er barn síns tíma og átti að afnema við einkavæðingu banka í síðasta lagi.
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Hvaða stjórnvöldum í hvaða landi hefði dottið það í hug að viðhafa verðtryggingu sem axlabönd og belti fyrir fjármálastofnanir í samkeppni á fjármálamarkaði í einu landi ÁSAMT þáttöku í alþjóðlegu umhverfi ?
Jú það er ríkisstjórn Sjálfstæðis og Samfylkingar á Íslandi sem enn situr með slíkt fyrirkomulag í farteskinu og skilur ekkert í því hvernig efnahagsástandið er og annar flokkurinn talar fyrir annari mynt til bjargar en hinn ekki án þess að skoða verðtrygginguna sem heitið geti sem er þó að hluta til undirrót vandans að mínu áliti.
Afnám verðtryggingar fjárskuldbindinga er álíka bráðnauðsynlegri aðgerð við botnlangakasti þar sem taka þarf brott botnlangann til þess að gera sjúkling heilbrigðan.
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er þetta innlegg í kjarasamninga ?
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Hversu mikið ráða spádómar ferð í íslensku efnahagslífi og hve mikið er hægt að taka mark á þeim ?
Því miður hefur tízkan verið sú í hinu nýmarkaðsvædda Íslandi að flest allt hækkar nema launin áður en verkalýðsfélög ná að ljúka gerð kjarasamninga hins almenna launamanns.
Með öðrum orðum markaðsfyrirtækin reyna að tryggja sig fyrir launahækkunum fyrirfram.
Viðskiptasiðferði ?
kv.gmaria.
![]() |
Spá mikilli hækkun verðlags í febrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bull, Bull , Bull, mikilvægi málsins var ????
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Bein útsending ???
Var það ákvörðun viðkomandi stjórnmálaflokks eða fréttastofa ?
Hefur ekki spurningin um ábyrgð ákvarðanatöku verið nokkuð ofarlega undanfarið ?
Á slíkt ekki einnig við um fjölmiðla ?
kv.gmaria.
![]() |
Blaðamannafélagið sendir Sjálfstæðisflokki bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég er ósammála, það voru blaðamenn sem tóku ákvörðun um að hanga þarna.
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Var eitthvað sérstakt tilefni til þess að vera þarna á þessum stað með beina útsendingu út af smámáli þess efnis hvort einn gegnir forystu í flokki eða ekki en mér skilst að um það hafi málið snúíst.
Var almenningur eitthvað bættari að fá fréttir af slíku í beinni útsendingu ?
Held að hér hafi verið dæmi um það þegar fjölmiðlar oftoppa sjálfir mikilvægi einhvers máls sem gerist þægilega nálægt fjölmiðlaskrifstofum öllum í landinu.
Það er nefnilega ekki verið að senda beint út þegar fjöldi manns á landsbyggðinni missir atvinnuna vegna skipulags og ákvarðana einhverra.
kv.gmaria.
![]() |
Óánægja blaðamanna skiljanleg" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvótakerfið á að opna neðan frá eins og skot, það er einungis skynsemi.
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Stjórnvöld hér á landi eru ekki bundin af því hvað LÍÚ vill, og fiskveiðstjórnunarkerfið þarf að opna neðan frá eins og skot , alveg sama hvað stórútgerðarmenn segja við þvi, þeir geta upphafið hræðsluáróður, vol og væl allra handa, hægri vinstri, til varðstöðu um staðnað kerfi sem brýtur á mannréttindum þegnanna.
Staðnað kerfi þar sem ekki hefur tekist að byggja upp þorksstofn þrátt fyrir kvótatakmarkanir í áraraðir.
Staðnað kerfi sem aldeilis ekki hefur uppfyllt markmið fyrstu greinar laga um fiskveiðistjórn þess efnis að viðhalda byggð í landinu, heldur þvert á móti beinlínis stuðlað að því að rústa henni.
Staðnað kerfi sem hamlar nýliðun í atvinnugreinninni.
Kerfi sem mismunar og brýtur á þegnum landsins.
kv.gmaria.