Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Íslenskir kaupréttarsamningar án árangursmarkmiða, afar fróðlegt.

Egill Helgason var með fróðlegt viðtal við Vilhjálm Bjarnason í þætti sínum í dag þar sem hann dró fram kaupréttarsamninga hér á landi og erlendis og gerði grein fyrir mismun þar að lútandi.

Svo virðist sem himinháir kaupréttarsamningar hér á landi snúist akkúrat ekki um neitt sem heitir árangur til handa viðkomandi fyrirtæki sem heitið getur, hvað þá til handa hluthöfum þeirra hinna sömu fyrirtækja.

Hann tók dæmi erlendis frá þar sem slikir samningar lúta ákveðnum skilyrðum en halelúja ekki hér á landi.

Afskaplega fróðlegt og sannarlega íhugunarefni fyrir meint heilbrigði markaðar hér á landi.

kv.gmaria.


Já sennilega er hér um að ræða bakteríusýkingu kvefpesta markaðshyggjuþokumóðunnar.

Stöðugur fréttaflutingur af gengi krónunnar er í fjölmiðlum er kapituli út af fyrir sig hér á landi og halda mætti að við lifðum í milljónasamfélagi þar sem stór markaður væri raunin en við erum um það bil 300 þúsund hér á landi sem varla telst markaður eða hvað ?

kv.gmaria.

 


mbl.is Krónan veiktist um 0,85% í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna í ósköpunum var ekki hægt að hafa þessa starfssemi á Íslandi ?

Getur það verið að íslensk fyrirtæki á erlendri grund verði látin axla samfélagslega ábyrgð starfssemi sinnar þar , spyr sá sem ekki veit ?

kv.gmaria.


mbl.is Íhuga lokun pastaverksmiðju í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndavélaþjóðfélagið alveg stórkostlegt....

Ég get nú ekki annað en hlegið að þessu satt best að segja því að engin nýjung til bóta má koma til svo slíkt verði ekki ofnotað og sennilega verður það svo eftir nokkur ár að menn sitji í í vinnu tímum saman við að skoða upptökur af myndavélum mánðuði aftur í tímann, eða hvað ?

kv.gmaria.


mbl.is Umferð sýnd í beinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vodafone er fínt og sjálfsagt Síminn líka.

Sú ákvörðun stjórnenda moggabloggs að troða auglýsingu nýs símafyrirtækis inn á allar bloggsíður einstaklinga hér er sérstök, án tilkynningar um slíkt fyrirfram til handa þeim er hafa hér ritað.

Hvar eru skýringarnar ágætu stjórnendur sem annars uppfærið bloggið og metið innihald þess einnig ?

kv.gmaria.

 


Hvenær ætlar ríkisstjórn þessa lands að hækka skattleysismörkin ?

Núverandi skattleysismörk eru krónur 90 þúsund, þannig að launþegar á vinnumarkaði hefja staðgreiðslu skatta við að ná þeirri upphæð í launum sem er fáránleg upphæð og algjör tímaskekkja úr öllu samhengi við raunveruleikann.

Offar stjórnvalda í formi skattöku hér á landi er hörmulegt því staðgreiðsluskattar eru ekki eina skatttakan heldur er einnig um að ræða alls konar aðra gjaldtöku til handa almenningi í formi virðisaukaskatts á vöru og þjónustu , bensíngjalds, og þjónustugjalda í heilbrigðiskerfið jafnvel á grunnstigi þjónustunnar ásamt útsvari sem flest öll sveitarfélög hafa nýtt sér með hæstu mögulegu prósentu.

Á stundum mætti halda að fjármálaráðuneytið og stjórnvöld stæðu í eins konar markaðsdansi til samsömunar við nýinnleitt markaðsþjóðfélag án vitundar um afleiðingar þessa.

Það er mál að linni og skattkerfisbreytingar hvoru tveggja þurfa og verða að eiga sér stað.

kv.gmaria.


Bar Vilhjálmur ábyrgð á risarækjueldisævintýri Orkuveitunnar og Línu net, eða var það R-listinn ?

Hvenær kom það til sögu, að þjónustufyrirtæki  í eigu almennings færi að standa í rekstri utan síns þjónustusviðs ?

Var það ekki í tíð R-listans í Reykjavík, þegar borgarstjórinn var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og stjórnarformaður Orkuveitunnar Alfreð Þorsteinsson ?

Ég hygg að allir starfandi flokkar í borginni þurfi all verulega að líta í eigin barm varðandi ákvarðanir í málefnum Orkuveitunnar , stjórnarhætti þar á bæ um langan tíma sennilega tvö kjörtímabil eða svo.

Rei málið og framgangur þess var ekki einstök tilviljun að mínu viti heldur framhald af viðteknum stjórnarháttum í málefnum þjónustufyritækisins Orkuveitu Reykjavíkur.

Þar skyldi í upphafi endirinn skoða áður en einn maður skyldi gerður ábyrgur fyrir slíku.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 

 


Endurmennta þarf Íslendinga í notkun stefnuljósa í umferðinni sem og annars staðar.

ÞAÐ Á AÐ GEFA STEFNULJÓS ÞEGAR EKIÐ ER ÚT ÚR HRINGTORGI sem og þegar ökumaður hyggst beygja af vegi. Annað er brot á umferðalögum í landinu.

Það er með ólíkindum hve mikil afturför hefur orðið í þessu efni og notkun stefnuljósa hreinlega heyrir til undantekninga.

Ef til vill má rekja þennan skort beint í mannlegt atferli þess efnis að áskapa sér þá venju að safna upp óánægju í stað þess að tala mál hreint út og segja hluti frá sínu sjónarhorni þegar við á.

Með öðrum orðum gefa stefnuljós um sín sjónarmið.

Ef til vill þarf að halda endurmenntunarnámskeið um notkun stefnuljósa.

kv.gmaria.

 


Var það ekki aðkoma stjórnmálamanna ef til vill víðar en í borgarstjórn, eða hvað ?

Var ekki búið og verið að presentera hina gífurlegu orkuútrás erlendis áður en eiginleg ákvarðanataka hafði farið fram í borginni eða hvað ?

Iðnaðarráðherra fór til Indónesíu og áður var forstjóri Orkuveitunnar með einhverjum ráðamönnum hjá Sameinuðu þjóðunum.

Alls konar fréttir af gulli og grænum skógum virtust á hverju strái rétt áður en REI málið komst í hámæli hvað ákvarðanir varðaði.

kv.gmaria.


mbl.is FL Group: Ekkert óeðlilegt við aðkomu félagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agjör sýndarmennska í Orkumálaskýrslu samstöðustjórnmála kjörinna borgarfulltrúa.

Maður veit varla hvort maður á að hlægja eða gráta að sjá slík vinnubrögð sem skýrsla um REi málið og málefni Orkuveitunnar virðist vera.

Aumur kattaþvottur hvers flokks á fætur öðrum yfir sjálfum sér meira og minna sem ef til vill litast af því að þeir sem ætluðu að velta við steinum hrifsuðu völdin sem voru svo aftur hrifsuð af þeim hinum sömu.

Enginn hefur þorað að taka ákvörðun um að skipta um menn í brúnni í sjálfri Orkuveitunni líkt og slíkt væri alveg óþarft en hefði eigi að síður sennilega tíðkast hjá einkafyrirtækjum við uppákomu sem slíka af álíka toga.

Nei nei þetta er bara mál sem eru tímamót í formi samvinnu allra flokka við skýrslugerð sem slíkt virðist vera og allt í lagi og ekkert að þótt næstum hafi verið búið að færa markaðsfyrirtækjum veitufyrirtæki almennings á silfurfati í útrás.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband