Blautri tusku verður ekki hent í verkafólk á vinnumarkaði lengur.

Laun lægstu tekjuhópa í þjóðfélaginu þurfa vægast sagt endurskoðunar við hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Frysting skattleysismarka á sínum tíma var og er hneisa viðkomandi aðila allra sem þarf leiðréttingar við ekki hvað síst þar sem slíkt setti hópa utan samningsréttar sjúka og aldraða í tekjustöðu sem sæmir ekki þjóðfélagi sem vill kenna sig við velferðarþjóðfélag.

Endalausar hækkanir þjónustugjalda hægri vinstri í heilbrigðiskerfinu eru óbein skatttaka á almenning í landinu sem fróðlegt væri að taka saman.

Ef útsvar og tekjuskattar hefðu lækkað i samræmi við þessa auknu gjaldtöku þá væri hér hugsanlega skárra umhverfi en svo er ekki.

Ófaglærðum  á vinnumarkaði verður ekki lengur talin trú um að það skuli þurfa að bera svo og svo miklar byrðar til þess að tryggja stöðugleika almennt í þjóðfélaginu áratug eftir áratug, án árangurs þeim hinum sömu til handa.

Sá tími er liðinn.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband