Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Halelúja Geir, hver skóp rammann og heildarumgjörð viðskiptaumhverfisins ?

Alveg týpisk yfirlýsing frá ráðamönnum þessa lands sem setið hafa við stjórnvölinn í langan tíma þess efnis að átta sig ekki á þvi að þeir sjálfir þar með talið núverandi forsætisráðherra eru þeir sem skópu ramma þess fjármálaumhverfis sem gat gengið svo og svo langt, vegna skilyrða stjórnvalda.

Gæti það ekki verið að vantað hafi nagla í rammann frá stjórnvöldum á einhverjum tímapunkti sem gerði það að verkum að menn hafi " dirfst " að ganga þar í gegn ?

Það skyldi þó aldrei vera.

kv.gmaria.


mbl.is Menn hafa verið djarfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver fylgist með hækkun verðlags nú um stundir ?

Venjan hefur verið sú að kjarasamningar þýða það venjulega að hækkunum er velt út í verðlagið annaðhvort fyrirfram eða eftir á.

Hefur verkalýðshreyfingin hætt verðlagseftirliti , spyr sá sem ekki veit en lítið sem ekki neitt hefur heyrst af þeim bæ um tíma.

Ef ekki þarf að fylgjast með hækkunum þegar gerð kjarasamninga á sér stað þá veit ég ekki hvenær ætti að gera það.

kv.gmaria.


Frjálslyndi flokkurinn þorir að ræða mál er varða þjóðina alla.

Barátta fyrir breytingum á kvótakerfi sjávarútvegs er annars vegar barátta fyrir betri þjóðhagslegri nýtingu fiskimiðanna sem og atvinnufrelsi einstaklinga í atvinnugreininni sem aftur varðar það atriði að byggja landið allt en ekki hluta þess.

Sitjandi valdhafar við stjórnartaumana hafa fengið aðvörun frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna varðandi kvótakerfið og þess er vonandi að vænta að eitthvað fari að koma á daginn um hvernig menn hyggist bregðast við áliti Mannréttindanefndarinnar.

Stjórnvaldsákvarðanir í formi lagabreytinga um frjálst framsal aflaheimilda á sínum tíma eru og verða að mínu áliti mestu stjórnmálalegu mistök allrar siðustu aldar sem núverandi efnahagslíf situr uppi með að hluta til sem vandasamt verkefni.

Vitundarleysi manna um vöxt og viðgang fiskistofna í hafinu kring um landið er áfellisdómur til handa þeim er staðið hafa að málum hvarvetna.

Þjóðin hefur kosið fjóra menn Frjálslynda flokksins á Alþingi Íslendinga, sem allir geta lagt stjórnvöldum lið við betrumbætur á kerfi sem ekki hefur skilað Íslendingum þjóðarhag til sjávar og sveita.

kv.gmaria.


Að setja samasemmerki milli umræðu um málefni innflytjenda og rasisma er rasismi.

Hver og einn einasti starfandi stjórnmálaflokkur ætti að vera þess umkominn að ræða málefni innflytjenda til Íslands án þess að vera sakaður um rasisma af einhverjum toga.

Hvers konar tilraunir til þess að drepa á dreif eða gera lítið úr umræðu almennt um þessi mál er ekki af hinu góða að mínu vitii og kallar á það eitt að kynda undir fordómum, því fordómar þrífast á skorti á fræðslu alla jafna.

Hver og ein einasta þjóð sem býður innflytjendur velkomna til síns lands er ekki bjóða fólk velkomið til þess að meðtaka lélegri lífsgæði en fólk lifir við í landinu.

Í formi tungumálakunnáttu til þáttöku í einu þjóðfélagi til fulls.

Í formi sömu launa fyrir sömu vinnu.

Í formi sama aðgengis að grunnþjónustu við menntun og heilbrigði.

Í formi almennra mannréttinda sem þjóðir heims hafa skuldbundið sig til.

 

Umræða um málefni innflytjenda er því hvoru tveggja eðlileg og sjálfsögð.

kv.gmaria.


Bubba er alveg óhætt að taka mark á Frjálslynda flokknum.

Því miður, hefur flest komið á daginn sem Frjálslyndi flokkurinn hefur varað við í málefnum fiskveiðistjórnunar hér við land, og ég hélt að rokkkóngurinn væri nú alveg með vitneskju um þótt hann hafi kosið að hnýta í flokkinn í ummælum í blaði í dag.

Ef til vill er Bubbi gengin í flokk Ómars vinar síns sem væntanlega telur sig þá andstæðing á flokkspólítskum forsendum, hver veit ?

Ummælin voru hins vegar hálf hjákátleg í ljósi þess að tónleikar þess hins sama snerust um það atriði að reyna að slá á fordóma er síðan birtast að hluta til í þeim hinum sömu ummælum í garð eins stjórnmálaflokks.

Ætli þetta hafi ekki bara átt að vera brandari hjá Bubba ?

kv.gmaria.


Málefni ofar mönnum í pólítik.

Sú tilhneiging að persónugera stjórnmál þar sem einstaklingar hér og þar eru teknir fyrir sem ábyrgðaraðilar stefnu ellegar stjórnunnar sinna flokka hvers konar er ákveðin tizka sem fjölmiðlar hafa innleitt hér á landi og stjórnmálamenn tileinkað sér að hluta til einnig.

Slík persónugering gerir það að verkum að málefnið verður oftar en ekki aukaatriði og allt snýst um hvað viðkomandi persóna sagði hvar og hvenær sem er síðan kann að vera dregið fram sem stórfrétt eða árás á andstæðing viðkomandi til góða eða tjóns.

Það er nefnilega hvoru tveggja mjög auðvelt að vega að mönnum eða gera þá að Guðum með slíkri umfjöllun en málefnin verða aukaatriði sem ekki þjónar stjórnmálaumræðu eða þróun á því sviði.

Sú er þetta ritar hefur sennilega borið hönd fyrir höfuð mönnum í flest öllum flokkum þegar að þeim hinum sömu hefur verið vegið óvægilega gegnum tíðina ekki hvað síst á bloggsíðum með nafnleysi.

Svo fremi að maður villi ekki heimildir á sjálfum sér þá ætti slíkt að hafa sitt að segja.

kv.gmaria.

 


HVER keypti könnun um vinsældir stjórnmálamanna í Reykjavík ?

Ég er ein af þessum leiðinlegu þegar kemur að því að reyna að kanna hug minn til einhvers því ég spyr ætíð , hver kostar þessa könnun ?

Það er ekki hægt að gefa það upp og þá tek ég því miður ekki þátt í henni.

Ég vil nefnilega fá að vita hver er að kanna hvað fyrir hvern og þ.e. hvaða tilgangi viðkomandi könnun á að þjóna.

Sá mér til mikillar ánægju að ég er ekki ein um þessa skoðun því Jónas Kristjánsson fyrrum ritstjóri viðraði sama viðhorf í dagblaði.

kv.gmaria.


Hví skyldi ráðherra komast upp með það að tala illa um aðra ?

Það var nú nokkuð hjákátlegt að fylgast með umræðu í Kastljosi kvöldsins um blogg iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar.

Þingflokksformaður flokksins féll í þann pytt að benda á eitthvað annað, meðal annars, en lét þess þó getið að þarna hefði verið um óviðeigandi ummæli að ræða.

Auðvitað var það ekki þess hins sama að svara fyrir slík ummæli eðli máls samkvæmt en, flokkurinn er i ríkisstjórn landsins og viðkomandi bloggari ráðherra flokksins.

Eftir stendur spurningin, er þetta hin pólítiska umræða sem fer fram innan þessa flokks nú um stundir eða er hér um einstakt tilfelli að ræða ?

Einkum og sér í lagi í ljósi þess að fundur flokksins var á Akureyri að virðist þegar þetta blogg er sett fram.

Var iðnaðarráðherra á þeim fundi ?

kv.gmaria. 


Ó góði Guð, hugga þá er sorgir hrjá.

" Ég trúi þótt að titri hjartað veika, og tárin blindi augna minna ljós.... " svo segir í sálmi Matthíasar Jochumssonar sem af snilld setti fram huggun í sínum ljóðum. 

Fyrir mig er trúin lífsmeðal, sama lifsmeðal og blóðþrýstingslyfin mín, því án trúar teldi ég mig illa á vegi stadda til að eignast von.

Þegar brýtur lífsins storð og samferðamenn hverfa snögglega á brott fyrir aldur fram er bænin nærtæk til þess að biðja um huggun og hjálp til handa þeim er á þurfa að halda í hvers konar raunum lífsins er henda um dagana.

Á sínum tíma var mér gefin sálmabók í slíkum raunum sem ég ekki átti þá og ég drakk í mig lestur sálma hvern dag um nokkurn tíma mér til sáluhjálpar og þar kynntist ég MJ sem einstöku ljóðskáldi.

Ég bið góðan Guð að styrkja og styðja þá er sorgir hjrá.

kv.gmaria.


Gott dæmi um óskilvirk vinnubrögð þar sem ráðuneyti tala illa eða ekki saman.

Þessi frétt segir margt um það atriði hve mál er lúta að hagsmunum einstaklinga fá lélega framgöngu þar sem léleg samhæfing millum ráðuneyta er varða mál sömu einstaklinga hefur með málin að gera.

Þar vísar hver á annan sem er gömul og ný tiska hér á landi.

Hér mál taka sér tak til betrumbóta.

kv.gmaria.


mbl.is Búsetuátak geðsviðs hálfnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband