Málefni ofar mönnum í pólítik.

Sú tilhneiging að persónugera stjórnmál þar sem einstaklingar hér og þar eru teknir fyrir sem ábyrgðaraðilar stefnu ellegar stjórnunnar sinna flokka hvers konar er ákveðin tizka sem fjölmiðlar hafa innleitt hér á landi og stjórnmálamenn tileinkað sér að hluta til einnig.

Slík persónugering gerir það að verkum að málefnið verður oftar en ekki aukaatriði og allt snýst um hvað viðkomandi persóna sagði hvar og hvenær sem er síðan kann að vera dregið fram sem stórfrétt eða árás á andstæðing viðkomandi til góða eða tjóns.

Það er nefnilega hvoru tveggja mjög auðvelt að vega að mönnum eða gera þá að Guðum með slíkri umfjöllun en málefnin verða aukaatriði sem ekki þjónar stjórnmálaumræðu eða þróun á því sviði.

Sú er þetta ritar hefur sennilega borið hönd fyrir höfuð mönnum í flest öllum flokkum þegar að þeim hinum sömu hefur verið vegið óvægilega gegnum tíðina ekki hvað síst á bloggsíðum með nafnleysi.

Svo fremi að maður villi ekki heimildir á sjálfum sér þá ætti slíkt að hafa sitt að segja.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér með það Guðrún ´María að málefnin verða oftar en ekki í öðru eða þriðja sæti, sem ættu þó að vera aðalatriðið, málefnin sem fólk er búið að koma sér saman um, og hefur samþykkt að sé stefna þeirra og trúnaður við kjósendur.  Það er bara einfaldlega ekki rét stefna að síðan geti hver og einn talað út frá sínu, og þá helst sitt með hvorri tungunni eftir því sem hentar í þetta sinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband