Hví skyldi ráðherra komast upp með það að tala illa um aðra ?

Það var nú nokkuð hjákátlegt að fylgast með umræðu í Kastljosi kvöldsins um blogg iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar.

Þingflokksformaður flokksins féll í þann pytt að benda á eitthvað annað, meðal annars, en lét þess þó getið að þarna hefði verið um óviðeigandi ummæli að ræða.

Auðvitað var það ekki þess hins sama að svara fyrir slík ummæli eðli máls samkvæmt en, flokkurinn er i ríkisstjórn landsins og viðkomandi bloggari ráðherra flokksins.

Eftir stendur spurningin, er þetta hin pólítiska umræða sem fer fram innan þessa flokks nú um stundir eða er hér um einstakt tilfelli að ræða ?

Einkum og sér í lagi í ljósi þess að fundur flokksins var á Akureyri að virðist þegar þetta blogg er sett fram.

Var iðnaðarráðherra á þeim fundi ?

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband