Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Lokaðar geðdeildir taka ekki á vanda fíkni/geðvandamála samtímans.

Fjögur bráðarúm fyrir sjúklinga í agressívu oflætisástandi, án raunveruleikatengingar, við sjálfa/n sig og umhverfið ?

Annar það eftirspurn í höfuðborg landsins ?

Svar mitt er NEI, meðan sú pólítik er rekin að niðurskurður skuli vera til staðar á sviðum sem taka þurfa að vandamálum samtimans svo sem fíkniefnaneyslu sem leiðir sjálfkrafa á braut geðsjúkdóma, þá fer sem fer,æ veikari einstaklingar verða á götunni þvi meðferð er ekki til og hið opinbera tímir ekki að kosta slíkt.

Eiga fangaklefar lögreglu að vera notaðir og nýttir sem sjúkrarúm án læknisþjónustu meðan lögregla þarf að hverfa frá með fársjúka einstaklinga í slíku ástandi sem hér var fyrst lýst ?

Raunin er sú að menn hafa ekki tekið um það ákvarðanir að það kosti eitthvað að meðhöndla afleiðingar fíkniefnaneyslu hér á landi hvorki sem barnaverndarúrræði ellegar á síðari stigum máls og meðan svo er fer sem fer og vandamálin vaxa yfir höfuð og þróun mála er sú að menn eru að moka sandi í botnlausa tunnu sitt á hvað og vísa vandamálum frá sér og milli sín, millum kerfa.

Samvinna, samhæfing og skilvirkni þarf að koma til með fjármagni að nauðsyn á hverjum tíma eftir efnum og ástæðum tölulegra upplýsinga um leitun í þjónustu þessa.

kv.gmaria.

 

 


Gróa á Leiti, nútíma bardagaaðferðir og markaðsmennska.

Það er tiltölulega stutt síðan menn hjuggu hver annan í herðar niður umvörpum í innbyrðis deilum.

Nú í dag eru slíkar aðferðir aflagðar en í stað þess hefur komið til notkunar orða í stað sverðs, og spjótið er penni.

Þar kann aðeins ein fjöður að verða að sjö hænum eða lítil lækjarspræna að stórfljóti.

Þessi einstaka snilligáfa Íslendinga til þess að magngera orð og atburði annað hvort til álítsauka ellegar niðurrifs gegnum tíð og tíma er í raun sérstakt rannsóknarverkefni sem verðugt væri að styrkja á sviði sagnfræði til jafns við til dæmis kynjarannsóknir.

Eða ef til vill sem hluta af kynjarannsóknum.

Tilkoma upplýsingasamfélagsins hefur nefnilega opnað Gróu nýja vegu gegnum email samskipti sem gera það að verkum að enn frekara upplýsingaflæði á sér stað menn enn fleiri hænum á ferð.

Það er því alveg ágætt að fara að skoða þennan sagnfræðikapítula í nútimanum.

kv.gmaria.

 

 


Takk fyrir það en við Íslendingar tökum eigin ákvarðanir.

Það er með ólíkindum hve ESB hamagangurinn gagnvart okkur Íslendingum tekur á sig ólíkar myndir innanlands og utan frá.

Hver sjálfstæð þjóð metur hvað er vænlegast fyrir sig og stendur og fellur með því , fyrr og síðar.

kv.gmaria.

 


mbl.is Vænlegast fyrir Ísland að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð frétt.

Bandaríkjamenn tilbúnir til þess að minnka losun gróðurhúsalofttegunda til jafns við aðrar þjóðir !

Það skref hlaut að verða stigið allt spurning hvenær og nú virðist það hafa gerst og því ber að fagna.

kv.gmaria.


mbl.is Bindandi markmið samþykkt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni einu sinni enn, hvenær taka menn til við að horfa á málefnin ?

Það mætti halda að borgarstjórnarfulltrúar i Reykjavík telji sig ekki annað hafa að gera en að ræða innanbúðavanda annarra flokka en eigin og til þess hefðu þeir verið kosnir borgarfulltrúar.

 Samgöngumál, þjónusta borgarinnar, álögur á borgarbúa, greinilega allt í aukasæti miðað við endalaust pólítiskt hnútukast sem að ég tel flestir hafi fengið nægilegan skammt af nú þegar.

Hvað í ósköpunum ætti Dagur B Eggertsson að vera að skipta sér af þvi hvort annar maður í öðrum flokki njóti traust eða ekki , hann er ekki í sama flokki og ætti því að horfa fram á veg og gagnrýna málefnin sem hinn nýji meirihluti kemur að, eða hvað ?

kv.gmaria.

 

 


mbl.is Viðvarandi stjórnarkreppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæði heilbrigðisþjónustu.

" Besta heilbrigðiskerfi í heimi " hvaðan skyldi það komið ? Jú orð sem ráðherra málaflokksins lét falla á sínum tíma er stóð í forsvari fyrir kerfið í ríkisstjórn.  Oftar en ekki hefur stjórnmálamönnum orðið það á að setja samasemmerki milli magns fjármuna í málaflokka í heild og gæða þjónustu almennt. 

Gæði slíkrar þjónustu er hægt að mæla svo fremi skilvirkt eftirlit sé til staðar á öllum stigum þjónustunnar þar með talið viðhorf sjúklinga gagnvart því hinu sama.

Jafnframt hafa gæði þjónustu alll mikið með það að gera hversu mikið álag er lagt á starfsmenn hvort sem um er að ræða lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða eða aðra sem eru að störfum.

Aukið álag eykur hættu á mistökum og gerir það verkum að örþreytt fólk er eðli máls samkvæmt ekki með fulla starfsorku.

Samt sem áður hefur tilhneigingin verið sú að síaukið álag starfa hefur verið til staðar mjög víða þar sem niðurskurður fjármagns á einu sviði bitnar á öðrum.

Það er löngu tímabært að fagstéttir fari að standa betri vörð um virðingu eigin siðareglna innan sinna vébanda með tilgang og markmið að leiðarljósi fyrr og síðar gagnvart endalausum skerðingum á þjónustu sem illa eða ekki er hægt að inna af hendi hér og þar.

Hinn mannlegi þáttur þessarar þjónustu þarfnast tíma og rýmis.

kv.gmaria.

 

 


Læknir varpar ljósi á hið íslenska fjármálaumhverfi og efnahagslíf.

Andrés Magnússon læknir sem búið hefur í Noregi lýsti íslensku efnahagslífi og fjármálaumhverfi af einstakri snilld í Silfri Egils í dag.

Hann dró fram íslenskan raunveruleika sem menn virðast ekki hafa fest fingur á með sama móti og Andrés varðandi það atriði hvernig við höfum látið teyma okkur áfram sem þrælar vaxtaokurs og fjármagnskostnaðar ár eftir ár.

Hann sagði að ríkisstjórnir í flest öllum löndum nema á Íslandi sætu á neyðarfundum þegar stýrivextir væru 10 % hvað þá 14 %.

Hér væri slíkt ástand hins vegar búið að vera viðvarandi lengi án breytinga.

Svona menn þurfum við að fá reglulega sem gagnrýnendur vorra aðferða.

kv.gmaria.


Er Samfylkingin gengin í Sjálfstæðisflokkinn ?

Svo virðist sem Samylkingarmenn séu alveg  gjörsamlega uppteknir af oddvitastöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samanber eftirfarandi ummæli Dofra Hermannssonar á bloggi hans. 

"Hinn almenni Sjálfstæðismaður er búinn að fá nóg af ruglinu í borginni. Hverfafélögin eru að rísa upp til að segja það sem sexmenningarnir hafa ekki döngun í sér til að segja -"

Hvernig getur flokksmaður Samfylkingar fulllyrt eitthvað um hinn almenna Sjálfstæðismann ?

Eitt hverfafélag verður að mörgum ???

kv.gmaria.


Auðvitað þarf að setja á fót samstarf ráðuneyta strax.

Það er með ólíkindum hve kerfi vor tala sig illa eða ekki saman um úrlausnir sem samvinna gæti hins vegar skilað ef slíkt væri fyrir hendi.

Dettur einhverjum í hug að ekki væri hægt að sniða að þörfum úrræði fyrir eitt hundrað manns ef vilji væri fyrir hendi í því efni ?

Mín skoðun er sú að félags, heilbrigðis og dómsmálakerfi hljóti að að vera þess umkomið að sníða einstakingsmiðuð úrræði rétt eins og menntakerfið inniheldur.

Úrræði sem henta viðkomandi eintstaklingum sem ekki falla inn í ramma þess kerfis sem fyrir er.

Staðan hefur nefnilega verið sú að dómsmálakerfið hefur barið á dyr heilbrigðiskerfisins en orðið að hverfa á brott með illa veika einstaklinga til vistunar í fangaklefum sem síðan verður að sleppa út á götuna.

Félagsmálakerfið talar lítt eða ekki við dóms og heilbrigðiskerfið , varðandi úrlausnir vegna aðkomu á öðru stjórnsýslustigi oftar en ekki.

Virkja þarf og samhæfa aðila alla með það markmið að sníða úrlausnir til þess að vinna á vandanum í stað þess að eitt þjóðfélag þurfi í sífellu að kosta enn meiru til þegar vandamálin hafa vaxið svo mikið að þau kosta miklu miklu meira fyrir alla hlutaðeigandi.

kv.gmaria.

 


mbl.is 111 manns á götunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlasirkus um oddvitastöðu eins flokks.

Ólíkt fótboltaleik eru stjórnmál því háð að réttkjörninir leiðtogar sitja sem fulltrúar fólksins í sínum sætum hvort sem þeir standa sig vel eða illa samkvæmt meirihlutalýðræði og niðurstöðu kosninga.

Tilraunir til þess að ýta Vilhjálmi út úr oddvitasæti síns flokks eru orðnar að hjákátlegum farsa þar sem fjölmiðlar virðast leika all nokkuð hlutverk að sjá má.

Hér eru til dæmis heimildirnar að félag hafi " gefið eitthvað til kynna " sem Gróusögustílfæring ekkert annað og kemur svo sem ekki á óvart úr fréttastofum Útvarps á stundum.

Byggist frétt á ályktun sem ekki hefur verið send er sama á ferðinni og spyrja má hví annar fjölmiðill apar eftir hinum ?

kv.gmaria.

 


mbl.is Hverfafélag vill ekki Vilhjálm sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband