Veltur á þeim leiðtogum er sitja við stjórnvölinn.

Orð ráðamanna í aðstæðum þeim sem nú eru uppi, skipta máli.

Það skiptir máli að koma fram með nýjar aðferðir við atvinnusköpun í hverju landi fyrir sig, þar sem hver þjóð íhugar fyrst og fremst eigin sjálfbærni númer eitt, tvö og þrjú.

Þar kann að þurfa að smækka ýmsar hugmyndir um arðsemi frá því sem var, hvort sem um er að ræða hallalausan ríkisstjóð ellegar eigin arð fyrirtækja af atvinnustarfssemi.

Við Íslendingar þurfum að opna kerfi sjávarútvegs og landbúnaðar fyrir nýlíðun og breyta um aðferðafræði sem áður gilti.

Umræðan um mögulega inngöngu í ESB er tímaskekkja varðandi það atriði að við hvoru tveggja þurfum og verðum að koma okkar þjóðfélagi á kjölinn aftur efnahagslega með okkar eigin aðferðum áður en við svo mikið sem þurfum að ræða um þáttöku þessu bandalagi.

Þar hugsi hver þjóð um sig , sýnist mér að forstjóri AGG sé að segja hér .

Það vantar sýnileika þess hér á landi að stjórnvöld birti almenningi hugmyndir um hið Nýja Ísland, enn sem komið er .

kv.gmaria.


mbl.is Strauss-Kahn varar við þjóðfélagsróstum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband