Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hinn alíslenzki undirlægjuháttur við flokkshagsmuni, hvers konar.

Hagsmunir íslenzku þjóðarinnar liggja ekki í aðild að Evrópusambandinu og það atriði að annað stjórnsýslustigið á sviði sveitarstjórna komi hér fram með ályktun sem samþykkir tillgögu eins flokksmanns annars ríkistjórnarflokksins er einungis dæmi um hina samtengdu hagsmunavörslu flokksmaskína er starfa saman í ríkisstjórn.

Jafnframt kostnaðarauka af nefndaskipan við slíkt sem einungis mun lenda á almenningi í landinu og sveitarstjórnarmenn ættu eðli máls samkvæmt að skoða þegar slíkt hefur lotið skoðun á hinu stjórnsýslustigi fyrst , sem það hið sama hefur enn ekki gert.

Með öðrum orðum ótímabær ákvörðun án tilgangs og forsendna annara en til þess að auka kostnað skattgreiðenda í landinu sem nú þegar er nægur.

kv.gmaria.


mbl.is Sveitarfélögin kanna Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SA, á hálum ís í Evrópuáróðrinum ?

Það er vægast sagt slæmt þegar stjórnir samtaka sem þessara dettur í hug að taka afstöðu áður en kannað hefur verið hvað bakland skoðna félagsmanna í raun er.

Alveg það sem mér datt í hug og það sama gildir án efa um ASÍ.

kv.gmaria.


mbl.is Dómsmálaráðherra: Hvers vegna birtir SA ekki niðurstöðu könnunar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskrárhugmyndir Evrópusambandsins ættu að nægja einar sér til þess að móta afstöðu okkar Íslendinga.

Þeir sem eitthvað hafa fylgst með umræðu um Evrópusambandið og þróun þess, muna að hugdettur manna í Brussel um sérstaka stjórnarskrá sambandsins hafa verið hraktar á bak aftur af aðildarríkjum sem ekki geta sætt sig við slíka hugmyndafræði.

Raunin er sú að slík hugmyndafræði að búa til eitt ríki í Evrópu í raun og veru andstæð sameiginlegri vitund þjóða um sameiginlega ábyrgð mannkyns á tilvist sinni hér á jörð ásamt því að gera það að verkum að rýra menningarlega sérstöðu einstakra þjóðríkja.

Slík hugmyndafræði er því sprottin af rótum valdafíknar og yfirdrottnunar sem aftur er skref afturábak í raun og gerir það eitt að verkum að einangra Evrópu frá öðrum svæðum heims.

Aldrei skyldum við Íslendingar taka þátt í slikri einangrunarstefnumótun sem þar er á ferð.

kv.gmaria.


Mæliskekkja Hafrannsóknarstofnunar á þorskstofninum hér við land.

Það er satt best að segja alveg hreint með ólíkindum að sjá menn á sviði vísinda hér á landi, koma fram með ein sannindi eitt árið og annað næsta ár, sem stangast nær hvert á annars horn í raun.

Væri ekki nær að viðurkenna að stofnunin hefur einungis frekar frumstæðar rannsóknaraðferðir til þess að byggja á og óvissan í því sambandi þannig hlutur sem leggja þarf á annars konar mat.

Þessi setning í fréttinni finnst mér alveg hreint dæmigerð fyrir orðagjálfur sem menn setja saman til þess að slá ryki í augu almennings undir formerkjum vísinda.

"Segir á vef Hafrannsóknastofnunar að mæliskekkja í vísitölunni sé heldur hærri en undanfarin ár sem endurspeglar ójafna dreifingu þorsksins þar sem tiltölulega stór hluti af þorskmagninu fékkst á fáum togstöðvum. Lengdardreifing sýnir að fjöldi þorska hefur aukist í öllum stærðarflokkum nema í stærðarflokknum 50-60 cm, en sá stærðarflokkur svarar til árgangsins frá 2004 sem er mjög lélegur. "

Þetta orðaval á síðan að öllum líkindum nú um stundir að nægja stjórnmálamönnum til þess að taka ákvarðanir um að óhætt sé að veiða meira úr stofninum sem sjómenn vissu á síðasta ári.

kv.gmaria.


mbl.is Heildarvísitala þorsks aldrei hærri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fann ekki frétt á Reuters með þessari fyrirsögn.

Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort hér sé verið að týna setningar út úr frásögnum og setja fram sem sérstök tíðindi, ekki hvað sist vegna þess að sérstök yfirlýsing sem þessi er í raun vanvirðing við íslenska þjóð þar sem aðild að ESB hefur ekki lotið nokkrurri einustu ákvarðanatöku þrátt fyrir yfirlýsingar flokka að ræða mál.

kv.gmaria.


mbl.is ESB býr sig undir umsókn frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stigvaxandi þörf fyrir aðstoð við fjölskyldur í landinu.

Mikill fjöldi fólks kom í dag til Fjölskylduhjálpar Íslands, fyrsta dag úthlutunar jólaaðstoðar fyrir þessi jól.

Ég hefi nú á annað ár aðstoðað hvern miðvikudag við úthlutun, og áður en fjármálahrunið kom til hér á landi var vissulega til staðar neyð fólks í voru samfélagi en aukið atvinnuleysi undanfarna mánuði kemur nú sem stigvaxandi vandi sem þýðir mikla fjölgun fólks sem hefur lítið sem ekki neitt á milli handanna fyrir þessi jól.

Sem betur fer er að finna vilja og skilning margra til þess að leggja sitt af mörkum til aðstoðar og það ber sannarlega að þakka, því hver einasta króna sem inn kemur fer út aftur í formi aðstoðar við fólk í neyð, í sjálfboðavinnu allra sem þar koma að málum., dugmikils fólks sem leggur ómælda vinnu til þess að hjálpa.

Grunnþarfir einstaklingsins eru að hafa í sig og á , og mismunur launa og atvinnuleysisbóta til þess að standa skil af fjárskuldbindingum á tímum óðaverðbólgu er mörgum ofviða.

Sitjandi ráðamenn við stjórn ríkis og sveitarfélaga þurfa að vera að verði til þess að eygja þann vanda sem við blasir í þessu efni.

kv.gmaria.

 

 


Viðvörun um niðurskurð í velferðarþjónustu.

Ég vona heitt og innilega að menn beri gæfu til þess að samræma aðgerðir hvers konar varðandi niðurskurð hins opinbera í velferðarþjónustu hvers konar, því eitt er víst að landsmenn hvar sem þeir búa á landinu eiga þann rétt að njóta sams konar þjónustu sem hið opinbera innir af hendi.

Ég skora á heilbrigðisráðherra að sjá til þess að ekki sé skorið niður þar sem síst skyldi á einum stað en allt annars konar þjónusta annars staðar á landinu ef til vill.

Það atriði þýðir mismunun landsmanna.

kv.gmaria.


mbl.is Kjölur varar við lokun Sels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sömu aðilar eru óhæfir til þess að rannsaka eigin verk, flóknara er það ekki.

Það væri nú mjög fróðlegt að fá upp á borðið siðareglur endurskoðenda.

kv.gmaria.


mbl.is KPMG vill rannsókn á störfum fyrir Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var þremur mánuðum fyrir jól, sem....

Jólakötturinn ógurlegi opnaði ginið og gleypti bankana í heilu lagi.

Hann var óvenju snemma á ferð þetta árið og fyrsta sem hann kom auga á voru bankarnir brókarlausir með öllu.

Nú voru góð ráð dýr hjá jólasveinunum í ríkisstjórninni, þeir voru aleinir heima Grýla og Leppalúði í útlöndum við reyna að koma Íslandi í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Að vísu var hægt að leita ráða hjá Vitringum þremur í Seðlabankanum sem voru sumir snjallir að breyta gulli, reykelsi og mirru, í bull, ergelsi og firru.

Hvað var til ráða, hvernig átti að halda jól ?

Jú Stekkjarstaur skipaði Bjúgnakræki, Stúf og sjálfan sig í rannsóknarnefnd til þess að rannsaka það hvernig kötturinn gat gleypt bankana í heilu lagi.

Kjötkrókur og Kertasníkir héldu blaðamannafund til þess að tilkynna skipan nefndarinnar, meðan Skyrgámur sat leynifund með Vitringunum þremur í Seðlabankanum.

Giljagaur og Gáttaþefur sátu og töldu Evrur, meðan Askasleikir sat fund Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Jóla hvað ?

kv.gmaria.

 


Fundir á vinnustöðum hvað eru þeir margir árlega ?

Fundar verkalýðshreyfingin reglulega á vinnustöðum með launþegum til þess að upplýsa nýja félagsmenn um kaup og kjör á vinnumarkaði ?

Það væri mjög fróðlegt að sjá skýrslulegt yfirlit frá verkalýðshreyfingunni um fjölda funda sem haldnir hafa verið af hálfu trúnaðarmanna viðkomandi félaga á vinnustöðum.

Sjálf hefi ég ekki orðið vör við slíka fundi en ef til vill hafa aðrir aðra sögu að segja.

kv.gmaria.


mbl.is Verkalýðsforustan á borgarafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband