Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Áskorun til þingmanna.
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Ég sé ekki betur en þessi áskorun þeirra Dalamanna sé réttmæt varðandi það atriði að tekjustofnar sveitarfélaga í landinu er hlutur sem standa þarf vörð um nú um stundir, sem aldrei fyrr.
Grunnþjónustuþætti samfélagsins í mennta og heilbrigðiskerfi hvoru tveggja þarf og verður að verja , til þess þurfa að liggja nauðsynlegir tekjustofnar.
kv.gmaria.
Dalabyggð skorar á þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúboð trúleysingja.
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Það er alltaf jafn skringilegt að sjá boðskap sem þennan, þar sem þeir sem ekki trúa á Guð, telja sig tilknúna að reyna að eyða trú annarra á hann og kosta til þess fjármunum í formi auglýsinga.
Í eðli sínu er trúleysi ákvörðun manna af tilfinningalegum toga, en það atriði að reyna að rífa niður trú manna hvað svo sem menn kjósa að trúa á , með slíkum aðferðum, sem hér er um að ræða, sýnir aðeins eitt að menn eru ekki samkvæmir sjálfum sér í trúleysi, heldur vilja breyta trú manna sem til er nú þegar, á þágu sinna sjónarmiða.
Í þessu kaldrar rökhyggju, og vísíndakenninga á færibændi, sem alls hins æðsta.
kv.gmaria.
Er Guð nauðsynlegur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dagur þess að axla ábyrgð 11 nóvember ?
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Það er ekki á hverjum degi að menn segi af sér ráðherradómi eða þingmennsku hér á landi varðandi það atriði að axla ábyrgð. Það hefur hins vegar gerst tvívegis sama dag ársins 11 nóvember, samkvæmt því sem kom fram hjá þeim félögum í Reykjavík síðdegis í dag, en Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér sem ráðherra sama dag á sínum tíma.
Vægast sagt einkennileg tilviljun, en afsögn Bjarna Harðarsonar nú brýtur að hluta til blað í sögunni, þar sem hann segir af sér sjálfur án þrýstings utanaðkomandi aðila.
Þinginu og Sunnlendingum er missir að Bjarna vil ég segja en ég efa það nú ekki að hann muni áfram láta í sér heyra um mál öll.
kv.gmaria.
Frelsi til atvinnu, og almannahagsmunir.
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Ein af meginstoðum mannréttinda í vestrænum samfélögum hefur verið frelsi manna til atvinnu.
Því hinu sama frelsi má þó setja skorður að segir í stjórnarskrá okkar Íslendinga svo fremi almannahagsmunir kalli á slíkt.
Hér á landi voru það ekki almannahagsmunir sem kölluðu á það að ákveðnum útgerðarmönnum yrði fært það vald í hendur að hafa í hendi sinni yfirrráðarétt á fiskveiðum ásamt því að gera sjómenn síðan að leiguliðum í sinni þágu í formi fénýtingar.
Þar var um að ræða afturför eina öld aftur í tímann er lénsskipulag viðgekkst hér á landi.
Sorgleg þróun sem sett hefur mark sitt á þjóðfélagið í formi verðmætamats, frá því hin ævintýralega braskumsýsla með kvóta hófst hér á landi.
Enginn sagði neitt þegar fyrsti útgerðarmaðurinn seldi síg síðan frá fiskveiðum með stórgróða í farteskinu, líkt og það væri í lagi að viðhafa slíka verðmyndun við fiskveiðar á Íslandi.
Hluti þjóðarinnar hafði steingleymt því hvernig við komust úr torfkofum í steinsteypt hús, og hið endalausa góðæri sem öllum var talin trú um að engan enda tæki með fjármálasnillingum á hverju strái, varð til þess að auka enn á neysluæðið.
Huti þjóðarinnar tók ekki þátt í þessum leik og sá aldrei góðærissólina koma upp heldur skatta á skatta ofan ásamt sífellt lélegri almannaþjónustu alls staðar meðan örfáir fjármálamógúlar fleyttu rjómann af afkomunni með mánaðarlaunum sem talin voru til ævilauna verkakvenna í landinu.
Það var því ekki aðeins að frelsið hafi verið fjötrað í aðalatvinnugrein einnar þjóðar ,heldur voru landsmenn skattpíndir sem aldrei fyrr og algjörlega ósýnilegt hver tilgangur hins meinta hagræðingarþjóðfélags átti að geta gengi upp með því móti.
kv.gmaria.
Ríkisstjórnin reynir að plástra ónýtt kvótakerfi í stað þess að breyta því.
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Einu sinni enn er verið að plástra kerfi sem þarfnast heildarendurskoðunar við, nú með því móti að auka um 13 % kvótatilfærslu milli fiskveiðiára.
Jafnframt kom fram á þinginu í dag breyting á lögum um nytjastofna sjávar þar sem útgerðir eru skyldaðar til þess að landa afla á íslenskum mörkuðum, með þeim annars stóra fyrirvara þó að ráðherra getur með reglugerðarheimildum veitt undanþágu til útflutnings til handa viðurkenndum markaðsaðilum erlendis.
Að sjálfsögðu ber að fagna því að menn séu skyldaðir til að landa afla innanlands og slíkt skyldi að sjálfsögðu alltaf hafa verið til staðar ef kerfið á annað borð ætti að teljast eðlilegt markaðskerfi, en það hefur ekki verið með þeim formerkjum, því miður.
Hér er um að ræða málamyndatilraunir til þess að laga kvótakerfið sem ganga illa eða ekki upp í raun og rekast hver á annars horn þegar upp er staðið.
kv.gmaria.
Mega geyma þriðjung kvótans milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þurftu útgerðarmenn að landa fiski á íslenska markaði ?
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Svarið er nei.
Atvinnutækifærin voru flutt út í gámum í miklum magni undir formerkjum hagræðingarinnar hinnar miklu, í sjávarútvegi, þar sem það gleymdist að reikna inn í formúlurnar að það væri þjóðhagslega hagkvæmt að hafa fleiri störf í landinu.
Samgöngubætur og fjármagn til þeirra hefur að virðist á síðari tímum helst miðast við það hve auðvelt gæti verið að flytja fisk i gámum um langan veg til útflutnings í gámum landið þvert og endilangt, ó u n n i n n.
Útgerðarmenn hinir örfáu sem sátu að veiðiheimildum högnuðust nóg af því að braska með fiskveiðiréttinn selja hann og leigja sitt á hvað til skammtíma meðan þjóðinni sem borgaði þetta ævintýri ( allir skattgreiðendur) máttu una því að horfa á umbreytt samfélag rikra og fátækra í einu landi, og sjávarþorp í baráttu fyrir tilveru sinni um land allt.
mál er að linni.
kv.gmaria.
Hvers vegna hefur stjórnmálamönnum ekki auðnast að eygja óréttlætið í kvótakerfi sjávarútvegs ?
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Fiskveiðikerfi okkar Íslendinga er eins óheilbrigt til handa landi og þjóð og hugsast getur og hefur verið það í áratugi, ég endurtek áratugi án endurskoðunar.
Frjálslyndi flokkurinn er að verða tíu ára og það liggur við að sá flokkur hafi síðari ár verið nær einn um að reyna að berjast fyrir umbreytingum þessa efnis.
Þetta kerfi hefur sett landið á annan endann og gert eignir út um landið, sem uppbyggðar hafa verið fyrir almannafé að engu, meðan örfáum aðilum í sjávarútvegi hefur verið færð á silfurfati að sitja einir að hagnaði fiskveiða í landinu. Aðilum sem fengu leyfi til að braska með óveiddan fisk á þurru landið sín í millum með fjárumsýslu, og fjármálastofnanir létu sitt ekki eftir liggja heldur tóku veð ég endurtek veð, í óveiddum fiski úr sjó af Íslandsmiðum.
Á sama tíma og örfáum aðilum var afhent aðganga með þessu móti var öðrum meinaður aðgangur að hinni aldagömlu atvinnugrein í landinu, fiskveiðum, sem nú í vor var talið af hálfu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, mannréttindabrot.
Frjálslyndi flokkurinn nær einn íslenskar stjórnmálaflokka vakti athygli á því hinu sama.
Betur má ef duga skal í leit að rót vandans í íslensku efnahagslífi.
kv.gmaria.
Þótt yfir oss dynji hin óskapar él.....
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Ísland er yndislegt augum að sjá,
við árstíða birtu sem himnunum frá.
Andstæður skapa vort einstæða land,
okkar í sálina binda þær band.
Þótt yfir oss dynji hin óskaparél,
allt hefur tímann og staðinn, að tel,
þótt myrkrið á stundum, dagana dylji,
er dugur og kjarkur, lífsins vilji.
Lífið er til þess að finna og vinna,
sigur í afrekum athafna sinna.
Öðlast og skilja að hver athöfn og orð
spor okkar marka við mannanna borð.
Vor auður er einkum að endingu sá,
er uppspretta kærleikans byggir helst á.
Kærleikur heldur í sannleikans hönd,
saman þeir sigra af ströndu á strönd.
kv.gmaria.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frjálslyndi flokkurinn ræddi stöðu fjölmiðla í landinu á Grand Hotel í dag.
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum skipulagði fund um fjölmiðlaumverfið sem haldinn var í dag þar sem ýmislegt fróðlegt kom fram í framsögu frummælanda sem voru þeir Þorbjörn Broddason prófessor i fjölmiðlafræði, Reynir Traustason ritstjóri DV og Jón Magnússon þingmaður Frjálslynda flokksins.
Reynir benti á tvö dæmi þess að frjálsir fjölmiðlar hefðu verið teknir úr sölu á markaði í stórum matvöruverslunum vegna skrifa um mál af viðkomandi miðlum.
Þorbjörn ræddi nauðsyn þess að þekking fjölmiðlamanna myndi verða til þess að áskapa ritstjórnarlegt frelsi.
Jón ræddi meðal annars niðurstöðu fjölmiðlanefndar stjórnvalda um að skoða mál, sem engan framgang hefði enn fengið.
Fundurinn var upplýsandi og góður og það er vel.
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta elska Íslendingar....
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Þetta elska Íslendingar,
öðrum mönnum fremur,
tveir eru ekki ánægðir,
þegar báðum semur.
Hinar endalausu deilur og hjaðningavíg um smámál í voru samfélagi svo ekki sé minnst á pólítiska sviðið og málamyndameting millum flokka um eigið ágæti, lítar og hefur litað um of all margt í okkar samfélagi, með tilheyrandi andvaraleysi í athöfnum í landinu, um framfarir og þróun hvers konar.
Því til viðbótar hefur tilkoma hins meinta markaðssamfélags þrjú hundruð þúsund einstaklinga í einu landi orsakað enn eina tegund af baráttu hinna góðu og vondu markaðsmanna, sem blandast hefur inn í stjórnmálin engum til hagsbóta.
Fjölmiðlar hafa komið af fjöllum eins og jólasveinar, og ekki gert annað en að taka við skeytum úr faxtækjunum þar sem hver um annan þveran eykur sitt hróður og ágæti á kostnað annars sem sendir svarskeyti á morgun.
Hamagangurinn og tímaleysið hefur orsakað það að fjölmiðlar hafa varla tíma til að segja fréttir, til þess að koma að auglýsingum og skemmtiþáttum í hinu annars dásamlega markaðsumhverfi sem einhver fann út að Ísland væri með sínum þrjú hundruð þúsund einstaklingum.
Landsmenn voru að sögn stjórnvalda hluthafar í útgerð þar sem nokkrum útvöldum hafði verið færður veiðíréttur að Íslandsmiðum sem þeir hinir sömu gátu braskað með að vild meðan landið fór á annan endann, og var og er upphafið að þeirri ævintýramennsku sem nú hefur hrunið til grunna.
Í upphafi skyldi því endir skoða.
kv.gmaria.