Áskorun til þingmanna.

Ég sé ekki betur en þessi áskorun þeirra Dalamanna sé réttmæt varðandi það atriði að tekjustofnar sveitarfélaga í landinu er hlutur sem standa þarf vörð um nú um stundir, sem aldrei fyrr.

Grunnþjónustuþætti samfélagsins í mennta og heilbrigðiskerfi hvoru tveggja þarf og verður að verja , til þess þurfa að liggja nauðsynlegir tekjustofnar.

kv.gmaria.


mbl.is Dalabyggð skorar á þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Guðrún María, sem æfinlegast !

Já; en,....... hvernig í ósköpunum, mætti það takast, þótt vilji væri til, sem víðast ? Ekki hefi ég haft spurnir af; að hrppstjórar (bæjarstjórar/sveitastjórar) hyggist létta á tekjum sínum, þótt svo flest þeirra gætu; og þyldu, um 50 - 75%, að skaðlausu.

Minni þig á; einnig, að ekkert bólar á aukningu þorskkvótans, sem mætti alveg verða, um 90 - 100000 þús. tonn.

Jafnframt; er fyrirséður, stóraukinn flutningur, hins bezta fólks, af landi brott, sökum hins villimannlega stjórnarfars, hvert við búum við, Guðrún mín.

En,...... ég efast ekkert, um einlægni þína, í þessum efnum, sem víðar.

Með beztu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 03:12

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl frænka.

Hann var góður á bylgjunni í dag þingmaðurinn sem þú aðstoðar það má hreifa við útgerðamönnum og vona ég að hann haldi áfram að krefjast svara við því hvað sjávarútvegurinn borgar mikið í tekjuskatt.

Guðjón H Finnbogason, 12.11.2008 kl. 19:50

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Óskar.

Ég er sannfærð um það að menn munu auka þorskkvótann.

Sæll frændi.

Já Grétar reyndi að fá svör frá Friðriki um skuldir útgerðarinnar meðal annars en þau svör fengust ekki.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.11.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband