Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Misvitrir menn í stjórnunarstöðum fyrirtækja, geta kostað mikið.

Meðan engin eru mörkin sem hamla mönnum gjörðir sem þessar fer sem fer, því miður.

Auðvitað áttu að finnast einhvers staðar mörk þess hins arna, en það var ekki til staðar.

kv.gmaria.

 


mbl.is Lét flytja út af reikningum FL án heimildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunnþjónusta velferðarinnar, er hver ?

Mér hefur orðið tíðrætt um það í mörg ár að skilgreina þjónustustig hins opinbera einkum og sér í lagi til handa hinum ýmsu sveitarfélögum á landinu þar sem til dæmis hefur verið á ferð mismunandi upphæð gjalda fyrir leikskóla frá einu sveitarfélagi til annars.

Í raun gildir þar sama máli að greina skil milli þess hvað stjórnvöld telja sem grunnþjónustu við velferð og hvað ekki.

Menntun og heilbrigði eru þættir þar sem á báðum sviðum fyrir sig skildi liggja fyrir skýr afmörkun um hvað teljast grunnþjónustuþættir og hvað ekki.

Ég tel að mörkin milli grunnþjónustu og þjónustu sem er aukageta hafi oft og iðulega ekki verið ljós í kostnaði við fjármögnun hins opinbera og nægir þar að nefna niðurgreitt aðgengi almennings annars vegar að heimilislæknaþjónustu og hins vegar sérfræðiþjónustu.

Þar er um að ræða aðgengi  til handa hluta skattgreiðenda sem búa á fjölmennari svæðum meðan aðrir landsmenn njóta ekki þess hins sama aðgengis en greiða sömu skatta eigi að síður fyrir þjónustuframboð.

kv.gmaria.

 

 


Ísland er matarforðabúr þjóða heims.

Síðari ár hefur vitneskja aukist með hverju ári sem líður um mikilvægi þess að framleiða matvæli í sátt við móður náttúru og lífkeðjuna. Norður Atlantshafið sem umlykur okkar land er auðlind þar sem það skiptir máli nú og mun skipta máli í framtíðinni að við Íslendingar höfum yfir að ráða þeirri hinni sömu auðlind.

Sama máli gegnir um landgæði og landsvæði þar sem ræktun lands hefur orðið til nytja til landbúnaðar.

Hvoru tveggja á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar þarf að vinna að því markvisst að aðlaga atvinnukerfin í samræmi við kröfur nútímans, þar sem hvert einasta starf í hvorri grein fyrir sig sem hægt er að skapa hér innanlands, hlýtur að vera verkefni sitjandi stjórnvalda í landinu.

Að öllum líkindum hafa flestar hagræðingarformúlur fallið um sjálft sig að hluta til hvað varðar stærri færri einingar nú um stundir og það eitt kann að fela í sér tækifæri til framþróunar að því leyti að áhorf á fleiri smærri kunni að skila meiru þegar upp er staðið svo fremi að þróunarverkefni um fullvinnslu hágæðamatvæla á heimsvísu sé meðferðis.

Nú þegar höfum við nægilega mikið af vel menntuðu fólki sem kann til verka.

kv.gmaria.

 


Lýðræði fjölmiðla í landinu.

Það er all sérkennilegt að einungis fyrir kosningar til þings fái ALLIR fulltrúar flokka á þingi jafnt aðgengi að umræðu um þjóðmál, í sama þætti, en ekki meðan þing starfar.

Hvers vegna í ósköpunum getur sjónvarp allra landsmanna Ríkissjónvarpið ekki viðhaft slík vinnubrögð að boða fulltrúa allra flokka í einn og sama þáttinn um samfélagsmál ?

Nú vill svo til að hér einu sinni var þetta viðhaft í mun ríkara mæli en til staðar er í dag og sjálf man ég eftir slíkum þáttum fyrir fermingu sem mér fannst með skemmtilegra sjónvarpsefni til áhorfs.

Hvað hefur breyst ?

Varla hinar lýðræðislegu forsendur þær ættu að gilda um alla tíma.

ER það tímaskortur ?

Hvað veldur ?

kv.gmaria.

 


Forsætisráðherra á ekki að tjá sig um " kvittur " .

Ósköp og skelfing er þetta viðtal eitthvað út úr kú. Ráðherra á ekki að vera tjá sig um " kvittur " hvers eðlis sem eru.

Væri ekki ráð fyrir ríkisstjórnina að fara að semja yfirlýsingar til að senda frá sér einu sinni á dag þangað til eitthvað kemur á daginn sem hægt er að taka mið af.

kv.gmaria.


mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver var það sem skilaði sérákvæði ?

Það er fróðlegt að lesa þennan dóm ekki hvað síst varðandi hver skilar sérákvæði í málinu og vill sýkna fyrrum ritstjóra DV.

kv.gmaria.


mbl.is Fyrrum ritstjórar dæmdir fyrir áfengisauglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fjölmiðlar og lýðræði, tjáningarfrelsi eða ritskoðun." fundur laugardag.

Mynd_0474725

 


Verkalýðshreyfingin í landinu.

Getur það verið að tilgangur og markmið verkalýðshreyfingarinnar í landinu hafi týnst þegar skattleysismörkin voru fryst á sínum tíma ?

Við höfum fjölda verkalýðsfélaga og yfirstjórnarbatterí ASÍ sem hefur miðstjórn eins og stjórnmálaflokkur, til hvers ?

Margsinnis hef ég undanfarin ár bent á það atriði að þetta miðstýringarapparat væri afar illa samræmanlegt nútíma aðferðum.

Stjórnir verkalýðsfélaga skipa í stjórnir lífeyrissjóðanna, hinn almenni launamaður tekur þar EKKI beina ákvörðun þótt þeir sem eru skipaðir taki ákvörðun um verulega hagsmuni af fjármunum sem lögum samkvæmt eru innheimtir af launþegum í landinu.

Þetta er mjög óeðlilegt svo ekki sé minnst á ólýðræðislegt.

Er einhver heil brú í því að þegar góðæri var talið ríkja þá væru laun í landinu aldrei lélegri til handa hinum almenna verkamanni á vinnumarkaði þegar ofurskattar og frysting skattleysismarka var meðtalið ?

Ég tel svo ekki vera.

kv.gmaria.


Við gleymum oft því dýrmætasta tíma.

Tími samveru með börnum frá fæðingu gegnum skeið frumbernsku er dýrmætur og sá timi skyldi aldrei vanmetinn, því hann byggir upp tilfinningatengsl til framtíðar.

Samfélagið og samfélagsgerðin þarf að skapa tíma samveru foreldra með ungum börnum sínum hvað varðar það atriði að allir þjóðfélagsþegnar hvort sem eru einstæðir feður eða mæður geti átt samveru við börn sín utan vinnutíma.

Þar er skattkerfið tæki til jöfnunar.

Því miður hefur það ekki verið raunin hér á landi nokkurn tíma, að ein fyrirvinna nægi fyrir þörfum heimilis og foreldrar báðir knúnir á vinnumarkað sem fyrst frá ungum börnum.

Þannig á það ekki að vera.

kv.gmaria.


mbl.is Forvarnardagur á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttarkerfi og lagasetning.

Hlýddi á afar fróðlegt viðtal Boga Ágústssonar við Antonin Scalía dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna, í gærkveldi, þar sem sá síðarnefndi lýsti  m.a. viðhorfum sínum til réttarþróunar.

Það kom meðal annars fram í máli hans að tilhneigingin til þess í nútíma samfélagi að breyta lögum og jafnvel stjórnarskrá að tíðaranda hvers tíma, væri afar ríkur í Bandaríkjunum eins og víðar.

Stundum væri hins vegar betur heima setið en af stað farið í því efni, og þar er ég svo innilega sammála honum.

Jafnframt gerði hann afar góð skil hvers vegna Bandaríkjamenn hafa kviðdóm í sínu réttarkerfi sem og mismun þess og réttarkerfum annarra ríkja.

Ég hvet alla sem ekki sáu þennan þátt og áhuga hafa á réttarþróun, að skoða þáttinn.

kv.gmaria.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband