Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

"Vegna þess að Evrópuríki telja mikilvægt að þessi reglugerð fái staðist ... "

Við erum ekki í Evrópusambandinu Ingibjörg...... og það atriði að reglugerð þeirra sé ofar þeim hagsmunum sem nú þarf að standa vörð um til handa Íslendingum, eru ótrúleg ummæli utanríkisráðherra í ríkisstjórn landsins.

kv.gmaria.

 

 

 


mbl.is Skilaboðin voru skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga Íslendingar að bera tjón af réttaróvissu Evrópusambandsríkja, um starfssemi fjármálafyrirtækja ?

Ég get ekki betur séð en íslensk stjórnvöld séu að samþykkja að láta yfir sig ganga réttaróvissu Evrópusambandsins, og ganga í ábyrgð fyrir slíkt til handa þjóðinni.

Til þess helst að sjá má að ESB haldi andlitinu sem bandalag, en Íslendingar skuli síðan ganga bónleið til búðar til lántöku allra handa og skuldsetningu þegnanna til framtíðar með aðkomu IMF.

Það er deginum ljósara að hver þjóð sem leyfir starfssemi fjármálafyrirtækja í sínu landi ætti eðli máls samkvæmt að bera ábyrgð á eigin þegnum sins ríkís hvað varðar grundvallartryggingar innistæðna í fjármálahruni á heimsvísu.

Regluverkið á grundvelli EES hefur brugðist og gildir þar einu um eftirlitsaðila hér eða annars staðar, sökum þess er það vægast sagt furðulegt ef ÉSB í krafti stöðu sinnar nær því fram að knýja Ísland eitt til ábyrgðar í þessu efni.

Ég sé ekki fyrir mér að meirihluti Alþingis muni samþykkja þá hina sömu ráðstöfun mála.

kv.gmaria.

 

 

 

 


Er varaformaður Framsóknarflokksins búin að sjá samkomulagið ?

Það mætti halda að Valgerður sæti enn sem ráðherra í ríkisstjórn landsins miðað við ummæli hennar í þessari frásögn þess efnis að ekkert annað hafi verið hægt að gera, án þess þó að hafa séð hið sama samkomulag sem stjórnvöld hafa gert.

kv.gmaria.


mbl.is Gátum ekkert annað gert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin þjóðhagslega óhagkvæmni skipulags við lýði hér á landi.

Það má spyrja að því hvers vegna í ósköpunum hið háa Alþingi hafi samþykkt að lögleiða frjálst framsal aflaheimilda í sjávarútvegi og veðsetningu á óveiddum fiski úr sjó í áraraðir í fjármálastofnunum án þess að einhver gerði alvarlegar athugasemdir við þá hina sömu framkvæmd mála.

Upp úr þessum gjörningi varð ekki aðeins til óheilbrigt markaðssamfélag með verulega skekktum markaðsforsendum hvers konar, heldur einnig var þar um að ræða að landsmenn voru látnir borga brúsann af skipulaginu í formi skatta.

Skattar lækkuðu nefnilega ekki neitt við þetta skipulag sökum þess að það gleymdist að setja mörk í frjálshyggjuæðinu  og fyrirtækin gátu notað tap milli ára fram og til baka í bókhaldsleikjum þar að lútandi.

 Landsmenn máttu þurfa að greiða sömu skatta alveg sama hvar á landinu byggju þótt atvinnan hefði verið seld burt á einni nóttu og samfélög lögð í rúst, eignir hins opinbera sem og einstaklinga að engu orðnar,  meðan fjármálaumsýslumenn léku sér að gróðanum um veröld víða.

Það hefði mátt halda að útgerðarfyrirtækin gætu hafa höndlað það að vera fjárhagslega sjálfstæð við slíka sérmeðferð sem þar var um að ræða en það er öðru nær, fyrirtækin offjárfestu í tækjum og tólum og skuldsettu sig fram og til baka.

Orðið hagræðing er því öfugmæli , um þetta skipulag sem orðið hefur íslenskri þjóð dýrkeypt en heimfæra þarf til ábyrgðar þá alla sem öll árin hafa verið höfundar þessa skipulags sem og þeirra sem með sínu andvaraleysi hafa samþykkt hlutina.

kv.gmaria.

 

 


Hví voru þessir ráðamenn kosnir við valdataumana ?

Hin gengdarlausa markaðshyggja sem tröllriðið hefur öllu í voru þjóðfélagi í tvo áratugi, með tilstyrk Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar, hefur mótað það þjóðskipulag sem nú hefur hrunið til grunna.

Skipulag þar sem svokölluð hagræðing skyldi einungis hagræðing fyrir suma þegna þjóðfélagsins ekki aðra.

Ekki hinn almenna launþega á vinnumarkaði , langt í frá.

Ekki einstæðar mæður og feður.

Ekki þá sem leigja á leigumarkaði.

Ekki þá sem tapað hafa vinnugetu og  hafa mátt taka við örorkubótum.

Ekki aldraða og ekki börn.

Ekki þá sem starfað hafa fyrir hið opinbera í samfélagþjónustunni hvort sem um er að ræða lögreglumenn, heilbrigðisstarfsmenn, eða skólastarfsmenn.

Ekki fyrir sjómenn á Íslandi sem hafa verið gerðir að leiguliðum í kvótakerfi sem er upphaf og endir alls þess sem heitir misvitur fjármálaumsýsla hér á landi og orsakað hefur málamyndamarkaðssamfélag þrjú hundruð þúsund einstaklinga á norður hjara veraldar.

Í síðustu kosningum sem kosningum áður fengu kjósendur val um flokka en því miður voru sömu talsmenn sömu aðferða kosnir til valda.

Vonandi verður þar breyting til staðar næst.

kv.gmaria.


Þessi frétt er gott dæmi um Evrópusambandsáróður fjölmiðla í landinu, sem eru undir einum hatti.

Af hverju var fyrirsögn þessar fréttar ekki það sem kemur síðar fram að hvert skref í átt að Esb myndi ekki nægja til að hækka lánshæfiseinkunn þjóðarinnar nú um stundir ?

kv.gmaria.

 


mbl.is Skref í átt að ESB væru jákvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn skyndilegi áhugi Sjálfstæðisflokksins á Evrópumálum, afar fróðlegt.

Allt er hey í harðindum var það fyrsta sem mér datt í hug við að horfa á blaðamannafund forystumanna Sjálfstæðisflokksins í dag, þar sem tilkynnt var um stofnun nefndar um Evrópumál.

Getur það verið að stærsti flokkur landsins hafi ekki haft nefndastörf á sínum vegum til umræðu um þessi mál í gangi fyrr en nú allt í einu ?

Það skyldi þó aldrei vera að hér væri um að ræða tilraun til vinsældasöfnunar ef litið er til tímasetninga blaðamannafunda annars vegar flokksins og hins vegar ríkisstjórnarinnar skömmu síðar þar sem fram kom aðgerðarpakki allra handa patent lausna, sem engan hefur þó verðmiðann.

Hugsanlega kann þetta útspil að vera all sérkennilegt í ljósi þess að við Íslendingar megum nú á sama tíma upplifa það að Evrópusambandið beitir sér í krafti stöðu sinnar gegn okkur.

Eða hvað ?

kv.gmaria.

 

 


Nýtt kerfi í sjávarútvegi er forsenda þess að Ísland, rísi upp úr rústum fjármálahrunsins.

Atvinnutækifæri Íslendinga í sjávarútvegi eiga ekki að ganga kaupum og sölum með því móti sem verið hefur að einstaka útgerðir hafi haft það vald í hendi að leggja af heilu byggðarlögin í landinu.

Það vita flestir sem vilja vita en ekkert hefur gerst í málinu árin öll.

Alþingi þarf hið fyrsta að innkalla veiðiheimildir og umbreyta kerfi sjávarútvegs til hagsbóta fyrir land og þjóð til framtíðar þar sem jafnstaða manna til atvinnu í þessari atvinnugrein verði að nýju til staðar.

Mín skoðun er sú að nær einungis fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða sé eitthvað sem við getum haft meðferðis við nýja skipan mála um kerfið fátt annað af hinu flókna regluverki skipulagsins.

Það atriði að fjármálastofnanir skyldu taka veð í óveiddum þorski úr sjó segir meira en mörg orð um stórfurðulegar aðferðir fjármálalífsins hér á landi þar sem landsmönnum var sunginn hagræðingarsöngurinn í sífellu í áraraðir.

Fjármálabrask í þessa atvinnugrein sem lögleitt var þýddi aðeins ofskuldsetningu þar sem útgerðarfyrirtæki máttu varla við olíuverðshækkunum, eftir kaup á ofur tólum og tækjum til fiskveiða umfram þarfir í raun.

Hjól atvinnulífsins þarf að gangsetja og nýta áður uppbyggð hafnarmannvirki um allt land sem staðið hafa illa nýtt til skamms tíma vegna skipulagsins og skipta verkum við sjósókn að nýju með nýjum og betri aðferðum.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 

 


Það þarf pólítiskan kjark til ákvarðana nú um stundir.

Það kann vel að vera að við værum betur sett þegar upp er staðið að afþakka lánveitingar IMF, eins og þessi prófessor heldur fram.

Það er ljóst að ráðamenn við stjórnvölinn þurfa að hafa bein í nefinu til ákvarðanatöku um mál og hvers konar miðjumoð á málamiðlanir skyldu aldrei á kostnað íslensku þjóðarinnar.

kv.gmaria.


mbl.is Gætum hæglega sleppt IMF-láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augnablik ! eru bankar ekki nú í ríkiseigu ?

Ég verð nú að segja að þessi frétt er eitthvað sem maður hélt sig varla mynd lesið hafa satt best að segja, því svo vill til íslenskar fjármálastofnanir eru komnar í eigu almennings í landinu á ný, og sitjandi stjórnvöld munu hljóta að fá upplýsingar þær sem þau óska eftir í því sambandi.

Eða hvað ?

kv.gmaria.


mbl.is Fallið verði frá kröfu um upplýsingagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband