Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Að kaupa sér skoðanakannanir, hverjir hafa efni á því ?

Þegar hringt hefur verið í mig og mér boðið að taka þátt í könnun, einhvers konar þá hefur fyritækið sem kannar ekki getað gefið upp hver kaupir hina sömu könnun.

Sökum þess hefi ég ekki verið tilbúin til þess að gefa þeim hinum sömu upplýsingar sem einhver eignast frá starfandi markaðsfyrirtæki sem selur kannanir til einhverra sem ég ekki fæ að vita um hverjir eru, ellegar geta notað og nýtt að eigin geðþótta.

Að mínu viti er lágmarksforsenda þess að taka þátt í könnun, að vita hver kaupir og í hvaða tilgangi upplýsingar sem slíkar skuli notaðar og nýttar.

Það hefur nefnilega sýnt sig og sannað að jafnvel stjórnmálaflokkar hafa reynt að kaupa slíka þjónustu til að nota til framdráttar málstað sínum þar sem ákveðnum flokkum hefur verið sleppt í könnunni sem ekki hefur hentað viðkomandi flokki.

kv.gmaria.

 

 


Jón Sigurðsson.

Tveir menn að nafni Jón Sigurðsson komu til umfjöllunar í Kastljósi kvöldsins, annar stjórnarformaður í Fjármálaeftirlitinu og hinn sem nafn á spólu á stálþráð sem fannst hjá Sálarrannsóknarfélaginu með upptökum af miðilsfundum fyrir mörgum árum.

Mér fannst viðtalið við stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins ágætt þar sem sá hinn sami gerði skilmerkilega grein fyrir lögum er gilda og ákvarðanatöku af ýmsum toga í því sambandi.

Sú einkennilega tilviljun að hugsanlega hafi fundist upptaka þar sem Jón Sigurðsson hinn eina sanna sjálfstæðishetja Íslendinga komi fram á miðilsfundi á sama tíma og flokkakerfið í landinu er upptekið af því að róa öllum árum til Brussel, finnst mér ekki síður merkileg tilviljun.

kv.gmaria.


Fagleg frásögn fréttamiðils, NEI:

Fyrirsögn þessarar fréttar er ein tegund áróðurssmeistara Evrópusambandsaðildar sem svo víða er að finna í frásögnum um alls konar skoðanakannanir hinna og þessara sem dettur í hug að kaupa kannanir sem slíkar.

Var einhver að tala um faglegt mat á fréttum ?

Var einhver að tala um fagleg vinnubrögð Samtaka innan atvinnugreina í þessu tilviki iðnaðar í landinu ?

Vilji Samtök iðnaðarins taka þátt í stjórnmálum, hví þá ekki að stofna stjórnmálaflokk ?

kv.gmaria.


mbl.is Meirihluti styður ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögin og lýðræðið.

Það er ekki nóg að setja lög á lög ofan ef síðan er til staðar heimild til setningar reglugerða sem gefa ráðherrum er sitja á hverjum tíma vald til þess að umbreyta svo og svo miklu af tilgangi þeirra hinna sömu laga.

Þetta hefur nú eigi að síður verið raunin hér á landi lengi.

Þegar svo er komið að lagafrumskógur sá er við lýði er í íslensku þjóðfélagi er orðinn svo mikill að stjórnvöld eygja ekki lengur, hver framkvæmdin er í raun, og verkefni dómstóla hlaðast upp við það að leysa ágreining sem fyrirbyggja hefði mátt með skýrari ákvæðum laga og einfaldari smíð þeirra hinna sömu þarf þingið að takast á við endurskoðun sem slíka.

Stór hluti af þeim vandamálum sem þjóðin má þurfa að horfast í augu við í dag er tilkomin vegna þess að stjórnvöld hafa ekki gert sér grein fyrir mörkum gildandi laga í landinu undir kringumstæðum sem gátu verið sýnilegar.

kv.gmaria.

 


Og Seðlabankinn spyrnir knettinum til ríkisstjórnarinnar, sem leikur með boltann í hringi....

Ábyrgð mála á ástandinu hefur nú orðið að eins konar bolta, sem sendur er frá einum til annars , þar sem dregin er fram staða manna á vellinum á ákveðnum tímapunktum.

Ef marka má orð Seðlabankastjóra, hafði ríkisstjórninni verið kunnugt um alvarlega stöðu fjármálastofnanna lengur en menn viljað hafa af láta, en ekkert gerst af hálfu nokkurs einasta aðila líkt og venjulega því eins og ég hefi nú stundum sagt , þá hefur það fremur verið venja hér á landi að " fyrst þurfi barnið að detta ofan í brunninn " til þess að bjarga því upp, og þá fyrst skal huga að því að setja lok á brunninn.

Því miður sem aldrei fyrr síðari ár hafa menn ekki einungis verið kjarklausir til þess að taka erfiðar ákvarðanir sem þó hefur þurft að taka, heldur hefur einnig verið gjörsamlega ómögulegt að eygja augljós mistök stjórnvaldsaðferða og ákvarðana ýmis konar fyrr en í algjört óefni er komið.

Ábyrgð er eitthvað sem sannarlega þyrfti að hefja fræðsluátak um sem hluta af forvörnum til framtíðar.

kv.gmaria.

 


Frjálslyndi flokkurinn,einn flokka í íslenskum stjórnmálum sem EKKI hefur komið að stjórn landsins.

Frjálslyndi flokkurinn varð tíu ára nú fyrir skömmu síðan, og hefur í tveimur síðustu kosningum til þings fengið kosna fjóra þingmenn á Alþingi Íslendinga.

Flokkurinn hefur barist gegn mestu þjóðhagslegu verðmætasóun sem finna má í fiskveiðikerfi framseljanlegs kvóta sem einnig var hægt að veðsetja í fjármálastofnunum.

Aðild að Evrópusambandinu er enn ekki að finna í stefnuskrá Frjálslynda flokksins, að svo komnu máli hvað sem verða kann en eins og í öðrum flokkum er það Landsþing sem mótar stefnu.

Frjálslyndi flokkurinn þarf ekki að kvarta undan skoðanaleysi flokksmanna á öllu er lýtur að lýðræðisaðferðum hvers konar, öðru nær , þar hafa menn tekist á um hin ýmsu sjónarmið og gera enn og munu án efa gera eins og eðli stjórnmála er í flokki sem stækkar og byggist upp.

Við eigum einvala lið af hugsjónamönnum um land allt sem lagt hafa sitt lóð og leggja enn á vogarskálar þess að byggja upp, réttlátt þjóðfélag á Íslandi, þar sem stétt með stétt fær aftur notið sannmælis.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 


Sjálfstæði samflykkingarflokkurinn ?

Seint hefði mér dottið í hug að Sjálfstæðisflokkurinn félli í pytt hentistjórnmála gagnvart til dæmis Evrópusambandsmálum en samstarfsflokkurinn er meira og minna byggður upp varðandi það hið sama stefnumál, og sökum þess hefur Samfylking komist upp með það vera nær skoðanalaus  flokkur um innanlandsstjórnmál frá stofnun, en þess í stað bent til Brussel, öllum stundum.

Skoðanaleysi Samfylkingar skilaði henni upp í ríkisstjórnarstólana þar sem flokkurinn hafði dásamað markaðshyggju án landamæra fram í fingurgóma og ekki rætt fiskveiðistjórnina.

Loddaraháttur stjórnmálanna þess efnis að safna að sér fylgi með því að tala óskýrt eða sleppa því að hafa skoðun á umdeildum málum ellegar tala sitt á hvað um sama mál mun ekki skila Sjálfstæðisflokknum brautargengi frekar en Samfylkingu þegar krufið er til mergjar því svo vill til að uppskera Samfylkingar er það að axla ábyrgð fjármálahrunsins kerfis sem ekki var andmælt heldur dásamað.

Ef til vill er þar því uppskera í samræmi við sáningu í þvi efni.

kv.gmaria.

 

 


Velkominn Jörgen.

Óhjákvæmilega hlýnar manni um hjartarætur að sjá Jörgen Niclasen koma hingað til lands við Frjálslynd nutum þess að fá hann til þess að fræða okkur um fiskveiðistjórn Færeyinga sem hann svo sannarlega gerði eftirminnanlega árið 2005.

Set hér inn myndir frá þeim fundi, sem var afar fróðlegur því hann er einstaklega skemmtilegur fyrirlesari.

thing43

Hafi einhver efast um gagnrýni okkar Frjálslyndra á fiskveiðistjórnina þá sýndi Jörgen okkur fram á það hvernig Færeyingar fiska þar sem þeir höfnuðu kvótakerfi og hafa fiskað í sátt við móður náttúru  með góðu skipulagi mála þar á bæ.

thing39

velkominn Jörgen.

kv.gmaria.


mbl.is Utanríkisráðherra Færeyja í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökk fyrir Guðni.

Ég verð nú að játa að mér brá þegar ég heyrði að Guðni Ágústsson væri horfinn af sviði stjórnmálanna.

Þar fór réttsýnn heiðursmaður í stjórnmálum sem við það að taka við forystu í sínum flokki viðurkenndi nauðsyn þess að endurskoða fiskveiðistjórnina hér við land.

Hann hefur verið kjördæmi sínu  Suðurkjördæmi, heill án þess þó að að það yfirskyggði allan hans starfa í stjórnmálum.

þökk fyrir þín störf Guðni.

lifðu heill.

kv.gmaria.


Dusta þarf rykið af stjórnarskránni af hálfu Alþingis.

Sem betur fer veltir formaður efnahags og viðskiptanefndar því upp í þessu sambandi að samkomulag andstætt stjórnarskrá sé álitaefni.

Nú mun reyna á Alþingi Íslendinga.

kv.gmaria.


mbl.is Saknar efri marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband