Hinn skyndilegi áhugi Sjálfstæðisflokksins á Evrópumálum, afar fróðlegt.

Allt er hey í harðindum var það fyrsta sem mér datt í hug við að horfa á blaðamannafund forystumanna Sjálfstæðisflokksins í dag, þar sem tilkynnt var um stofnun nefndar um Evrópumál.

Getur það verið að stærsti flokkur landsins hafi ekki haft nefndastörf á sínum vegum til umræðu um þessi mál í gangi fyrr en nú allt í einu ?

Það skyldi þó aldrei vera að hér væri um að ræða tilraun til vinsældasöfnunar ef litið er til tímasetninga blaðamannafunda annars vegar flokksins og hins vegar ríkisstjórnarinnar skömmu síðar þar sem fram kom aðgerðarpakki allra handa patent lausna, sem engan hefur þó verðmiðann.

Hugsanlega kann þetta útspil að vera all sérkennilegt í ljósi þess að við Íslendingar megum nú á sama tíma upplifa það að Evrópusambandið beitir sér í krafti stöðu sinnar gegn okkur.

Eða hvað ?

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún. Er kominn á þá skoðun að við þessi þjóðlegu sinnuðu
sem viljum ekki  ganga Brusselvaldinu á hönd og erum á mið/hægri
kanti íslenzkra stjórnmála verðum að fara að huga að því  að
sameinast í einum flokki. Í því sambandi væri hreinlegast að stofna
nýjan flokk þ.s fólk úr Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Frjálslyndum
gæti sameinast í.  Og það fyrr en seinna.  Veit að þú ert kannski ekki
á þeirri skoðun alveg núna, en ég sé fyrir mér að þetta muni gerast.
Því Evrópumálin eru líka mjög tilfinningarík í huga fólks þannig að
flokkar munu þverklofna á næstunni út af þessu máli.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.11.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband