Sjálfstæði samflykkingarflokkurinn ?

Seint hefði mér dottið í hug að Sjálfstæðisflokkurinn félli í pytt hentistjórnmála gagnvart til dæmis Evrópusambandsmálum en samstarfsflokkurinn er meira og minna byggður upp varðandi það hið sama stefnumál, og sökum þess hefur Samfylking komist upp með það vera nær skoðanalaus  flokkur um innanlandsstjórnmál frá stofnun, en þess í stað bent til Brussel, öllum stundum.

Skoðanaleysi Samfylkingar skilaði henni upp í ríkisstjórnarstólana þar sem flokkurinn hafði dásamað markaðshyggju án landamæra fram í fingurgóma og ekki rætt fiskveiðistjórnina.

Loddaraháttur stjórnmálanna þess efnis að safna að sér fylgi með því að tala óskýrt eða sleppa því að hafa skoðun á umdeildum málum ellegar tala sitt á hvað um sama mál mun ekki skila Sjálfstæðisflokknum brautargengi frekar en Samfylkingu þegar krufið er til mergjar því svo vill til að uppskera Samfylkingar er það að axla ábyrgð fjármálahrunsins kerfis sem ekki var andmælt heldur dásamað.

Ef til vill er þar því uppskera í samræmi við sáningu í þvi efni.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Málið er Guðrún að Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn í Evrópumálum.
Mjög fróðlegt verður að vita hvað komi út úr landsfundinum í jan.
Spái því að þar geti orðið upphafið að allsherjar uppstokkun í
flokkakerfinu, einkum á mið/hægri kantinum, því flokkar þar eru meir
og minna klofnir í því stórpólitíska hitamáli.  Þið í Frjálslyndum
hljótið að ræða stöðu ykkar í þeirri uppstokkun. Því ALLT virðist
geta orðið opið í þeim efnum. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.11.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Jú jú við ræðum mál á þessum vettvangi eins og aðrir flokkar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.11.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband