Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Barátta stjórnmálamanna við markaðsöflin, upp á yfirborðið.

Það kemur æ betur í ljós þegar skóinn kreppir hver situr hvar og hvenær í sínu " vígi " og þar hafa kaupin gerst þannig á eyrinni að stjórnvöld hafa ekki enn getað sett reglur um að takmarka eignarhald aðila í fjölmiðlum, sem meira og minna hafa gengið erinda eigenda sinna, í hinu endalausa fjármagnsbraski undir formerkjum bankaleyndar án gagnrýni eða aðhalds.

Endalausar fréttir um hina guðdómlegu útrásarvíkinga hefur hver fjölmiðlill sopið upp hver eftir öðrum undanfarin áratug.

Auðvitað varð þetta ástand til undir landamæraleysi markaðsafla í samfélaginu þar sem nautum var sleppt úr húsi án girðinga, í hið meinta frelsi allra handa, sem snerist í helsi og einokun sem enginn gangrýndi vegna eignarhalds og hagsmuna þess að halda í óbreytt ástand.

Sökum þess gátu fjölmiðlar alls ekki fjallað um upphaf og endi gróðahyggju kvótakerfi sjávarútvegs og mestu stjórnmálalegu mistök síðustu aldar , að leiða í lög framsal og leigu með óveiddan fisk úr sjó.

kv.gmaria.

 

 


mbl.is Björn: Fjölmiðlar marklausir við núverandi aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungur bankamaður frá London í Silfri Egils.

Sjaldan hefi ég hrifist eins mikið af nokkrum manni færa fram eins mikinn sannleika og víðsýni og ungi bankamaðurinn sem kom fram í Silfri Egils, sá sem missti vinnuna í London.

Náði því miður ekki nafni mannsins en sá hinn sami hafði til að bera það atriði að geta horft yfir sviðið og komið á framfæri með samlíkingum ýmsu því sem sannarlega á erindi í íslenskt þjóðfélag á þeim tímamótum sem við upplifum nú.

Ég efast ekki um framtíð okkar þjóðfélags þegar ég heyri og sé menn bera fram þann boðskap sem þarna var að finna.

Hafi hann þakkir fyrir.

kv.gmaria.


Mikilvægasta verkefni stjórnmálanna er EKKI aðild að Evrópusambandinu, þvi fer svo fjarri.

Tilraun Samfylkingar til þess að telja landsmönnum trú um það að verkefni stjórnmála hér á landi sé að koma Íslendingum í Evrópusambandið er algjör skortur á yfirsýn í einu þjóðfélagi.

Flokkurinn hefur nefnilega ekki, verið þess umkominn frá upphafi stofnunar að ræða umdeild mál eins og fiskveiðistjórnina í landinu sem orsakað hefur stórkostlega verðmætasóun og misskiptingu og er upphafið að fjármálaævintýrabraski því sem nú er hrunið til grunna.

Því miður virðist sem Samfylkingin sé einungis eins máls flokkur sem hefur það eitt á stefnuskrá að ganga í Evrópusambandið skoðanalaus um innanlandsmál en tilbúin til þess að eyða og sóa í tilstand svo sem framboð til Öryggisráðsins með flakki um veröld víða í það verkefni áður en hagkerfið hrundi til grunna.

kv.gmaria.

 


Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram frumvarp um fá kvótann aftur til þjóðarinnar, einn flokka á Alþingi.

Einu raunhæfu umbreytingarnar út úr því ástandi sem okkar þjóðfélag á við að stríða, er finna í tillögum okkar Frjálslyndra um innköllun aflaheimilda nú.

Auðvitað höfum við ekki fengið umfjöllun sem skyldi í fjölmiðlum um það þingmál frekar en önnur mál sem flokkar í stjórnarandstöðu leggja fram á þingi, en ég hvet menn til þess að kynna sér einu vitrænu leiðina út úr þeim ógöngum sem fjármagnsbraskið í sjávarútvegi hefur leitt yfir þjóðina.

Ræddum þetta og margt annnað í opnu húsi hjá okkur Frjálslyndum í dag í Skúlatúninu, þar sem þeir Guðjón og Jón ræddu við flokksmenn.

R0010847.JPG

kv.gmaria.


mbl.is Kvótann aftur til þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin varð samábyrg Sjálfstæðisflokknum við að setjast við valdatauma, eðli máls samkvæmt.

Svo virðist sem hluti flokksmanna Samfylkingarinnar hafi allsendis ekki verið tilbúnir til þess að takast á við þá ábyrgð að stjórna landinu, með Sjálfstæðiflokknum, allavega ekki eftir að fór að ganga ver.

Það er ótrúlegt að sjá hér ummæli manna sem bera þess vott að flokkshagsmunir skuli ofar umræðu um þjóðarhagsmuni á tímum sem þess er sannarlega ekki þörf.

Annað hvort hefur flokkurinn lagt upp í þáttöku í ríkisstjórn í ónáð við flokksmenn, eða þá að málefnalegur grundvöllur stjórnmálalega stendur á veikum grunni.

kv.gmaria.


mbl.is Stjórnarsáttmáli heyrir sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungir Samfylkingarmenn lýsa vantrausti á ríkisstjórn sama flokks.

Sennilega hafa ungliðarnir í Samfylkingunni enn ekki áttað sig á því að flokkurinn er í ríkisstjórn en ekki utan hennar um þessar mundir ellegar er hér aumleg tilraun til þess að klína smjöri á köttinn, meðan Róm brennur.

kv.gmaria.


mbl.is Boðið að kasta krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðsmiðstýring á kostnað launþega í landinu ?

Þeir sem eiga að standa vörð um hagsmuni launþega í landinu leggjast gegn afnámi verðtryggingar fjárskuldbindinga, sem er ein stór ástæða hins óheilbrigða efnahagsumhverfis sem við Íslendingar höfum mátt búa við lengi og gerum enn.

Það eru mörg ár síðan ég ræddi um það að ASÍ, væri tímaskekkja sem miðstýringarapparat í markaðsþjóðfélagi, þar sem stjórnir verkalýðsfélaga hefðu lögum samkvæmt sjálfdæmi um að skipa í stjórnir lífeyrissjóða landsmanna, sem sýsluðu með mikil verðmæti.

Lífeyrissjóða sem síðan fjárfestu í fyrirtækjum á markaði þar sem fulltrúar verkalýðsfélaga og fulltrúar vinnuveitanda sátu saman sem hluthafar til þess að gæta sameiginlegra hagsmuna arðsemi einstakra fyrirtækja þar sem til dæmis launakostnaður var eðli máls samkvæmt kapítuli sem skyldi vera sem lægstur.

Andvaraleysi Alþingis gagnvart umbreytingum á þessu hinu sama skipulagi mála hefur verið algjört, þótt augljóst sé að þar skarist hagsmunir, annars vegar varðstöðu um kjör launafólks í landinu og hins vegar gróða og arðsemi einstakra fyrirtækja sem sömu fulltrúar hafa átt að standa vörð um.

Því til viðbótar hefur verkalýðshreyfingin gerst sek um það að skipta sér af stjórnmálum sem sú hin sama ætti að vera ótengd svo fremi þar sé um að ræða virðingu fyrir skoðunum launþega sem velja sér  sitt hverja flokka í kosningum til þings.

Nægir þar að nefna Esb yfirlýsingar af hálfu forystumanna í hreyfingunni.

Hagsmunavarsla um kjör launþega fer ekki í flokksgreinarálit svo fremi sem tilgangurinn helgi meðalið.

Það atriði að leggjast gegn því að verðtrygging sé afnumin hér á landi, ber vott um stórfurðulega afstöðu gagnvart hagsmunum launþega almennt í landinu.

Það skyldi þó aldrei vera að við þyrftum nýja verkalýðshreyfingu SAMSTÖÐU um kjör launþega hér á landi sem næði að " eygja skóginn fyrir trjánum " ?

kv.gmaria.

 

 

 


Eðlileg viðbrögð stjórnarandstöðuflokkanna við misvísandi skilaboðum ráðherra ríkisstjórnar.

Það þarf engum að koma á óvart að slík tillaga komi fram nú af hálfu stjórnarnandstöðu, miðað við yfirlýsingar tveggja ráðherra Samfylkingar nýlega um kosningar sem fyrst.

Það atriði að slík tillaga efli samstarf innan ríkisstjórnar kann að vera rétt, en varla ætti slíkt að þurfa að koma til ef á annað borð er eining í samstarfinu.

Ráðherrar sem lýsa yfir vilja til þess að boða til kosninga taka ekki eigin ríkisstjórnarþáttöku alvarlega, flóknara er það ekki.

kv.gmaria.

 


mbl.is Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hornsteinar uppbyggingar í íslensku samfélagi, snúa að frelsi einstaklinga til atvinnu.

Frelsi einstaklingsins til atvinnu, í fyrrum aðalatvinnugreinum þjóðarinnar, sjávarútvegi og landbúnaði hefur verið skert til muna í kvótakerfum einhliða áhorfs á skammtímahagkvæmni, þar sem nógu stórar einingar áttu að skapa arðinn.

Gallinn var hins vegar sá að offjárfestingar í tækjum og tólum hvort sem um er að ræða landbúnað eða sjávarútveg þýddi skuldsetningu sem ekki sér fyrir endann á, en hefði mátt sjá fyrir með því að viðhafa mismunandi stærðareiningar.

Við hvoru tveggja þurfum og verðum að gjöra svo vel að veita smærri einingum jafnræði í atvinnuvegum þessum, því hvert einasta starf er þjóðhagslega hagkvæmt.

Nýting ræktaðs lands á Íslandi er eitthvað sem setja þarf í forgang, ásamt því að nýta fiskimiðin með skynsamlegu móti með eðlilegri aðkomu landsmanna til þess að ástunda atvinnu í greininni.

Við eigum ofgnótt gæða Íslendingar umfram marga aðra þar sem orka úr iðrum jarðar er til viðbótar við þá sjálfbærni sem við getum áskapað í matvælaframleiðslu og er okkar eigin fjársjóður til framtíðar.

kv.gmaria.

 

 

 


Af gömlum pólítikusum.

Helstu fréttir dagsins hafa verið bókaupplestur úr einni jólabókinni, sem aldeilis hlýtur nú að hafa auglýst þá hina sömu fyrir vikið. Gamlir pólítikusar hér og þar, og meint argaþras sem alltaf telst fréttaefni númer eitt, hvað annað.

Einu sinni pólítikus, alltaf pólítíkus, alveg sama hvar menn standa eða sitja.

 Það er hins vegar alveg greinilegt að fjölmiðlar vinna í því að gera Davíð Oddson að leiðtoga lífs síns, ef marka má fréttaumfjöllun um manninn og það sem hann hefur gert eða ekki gert nú eða áður.

Annað verður ekki séð.

kv.gmaria.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband