Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Vaxandi örorka og skert vinnugeta, VEGNA HVERS ?
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Að vissu leyti er þetta ákvæði sem þarna kemur inn í samningsgerð vægast sagt sérkennilegt, sökum þess að ekki kemur fram, hver á að borga þetta " aukna framlag " sem og það atriði að engin útskýring fylgir hvers vegna ?
Getur það verið að vinnuálagið hafi orsakað hina " vaxandi örorku og skertu vinnugetu " fólks í þessum félögum ?
"Nýtt framlag til endurhæfingar á að verða öflug stoð til að takast á við vaxandi örorku og styðja þá sem lenda í skertri vinnugetu til áframhaldandi starfa á vinnumarkaði."
Hver bauð upp á þetta vinnufyrirkomulag og hver samdi um vinnuálagið og fylgdist með þvi hvernig það væri í framkvæmd mála ?
kv.gmaria.
Samið um 20 þúsund króna launahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um daginn og veginn.
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Var á indælu jólahlaðborði nú í kvöld sem var einskonar upphaf að blessuðum jólunum sem alltaf koma ár eftir ár, hvernig sem árar, hverju sinni. Við kveiktum á kertum og sungum jólasöngva saman í rökkrinu.
Kertaljósið gefur manni hinn yndislega frið frá ofgnótt rafmagnsljósanna, og flökt kertalogans er í raun eins og lífið sjálft, í gleði og sorg sitt á hvað gegnum lífið allt.
Sjálf hefi ég kveikt á kertum hvert einasta kvöld ársins í mörg herrans ár mér til sálarnæringar, þremur litlum sprittkertum, og kertaljósið gefur mér hlýju, von og trú á hið góða, ásamt virðingu fyrir því sem var.
Umgjörð friðar í erli daganna hvort sem um er ræða þúsund kíló í fangið eða þrjú.
kv.gmaria.
Skattkerfið er eina nýtilega stjórntækið, til þess að koma til móts við almenning á tímum sem þessum.
Föstudagur, 28. nóvember 2008
Það kann ekki góðri lukku að stýra að mínu viti að fyrstu aðgerðir ríkisstjórnar séu, sértækar aðgerðir sem nýtast sumum þjóðfélagsþegnum en ekki öðrum, til dæmis á grundvelli stöðu þess að eiga húsnæði eða leigja húsnæði, ellegar leyfilegrar lántöku til húsnæðiskaupa, annars vegar hjá Íbúðalánasjóði og hins vegar í bönkum.
Mánaðarlegar greiðslur barnabóta nýtast aðeins hluta landsmanna, ekki öllum.
Hvers konar mismunun skyldi aldrei á ferð og síst af öllu í aðstæðum sem nú eru uppi, og einmitt sökum þess er það óskiljanlegt að skattkerfið skuli ekki tekið til skoðunar til dæmis virðisaukaskattur og skattprósenta tekjuskatts og mörk skattleysis.
Ég tel að hreinlega afnám virðisaukaskatts tímabundið, sé atriði sem myndi hvoru tveggja nýtast fyrirtækjum og einstaklingum, ásamt því að skoða prósentuhlutfall skatta og persónuafsláttar á móti.
Slíkar aðgerðir væru almennar og myndu ganga jafnt yfir alla i stað patentlausna hér og þar sem kunna að leiða til mismununar.
Núllrekstur ríkissjóðs með allt of miklum skattalögum á einstaklinganna í hinu meinta góðæri, fyrir fall bankanna, var glansmynd, þar sem betur hefði verið skipað málum með öðru móti og mildara.
Ríkissjóður mun þurfa að taka á sig byrðar framundan en það skiptir máli að nota skattkerfið til þess að jafna aðgerðir í þágu borgaranna svo mest sem verða má, en jafnramt þarf einnig gefa einu þjóðfélagi svigrúm , þannig að ein kynslóð þurfi ekki að borga niður á skuldir hinnar misviturlegu ráðstafana, á einu bretti.
kv.gmaria.
Kaupmáttur, hvað er nú það ?
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Skólaliðar í skólum eru innan raða þeirra sem nú eiga lausa samninga og eru ári á eftir samningum á almenna vinnumarkaðnum. Fólk sem vinnur undir miklu vinnuálagi alla daga í grunnskólum landsins með öðrum starfsstéttum.
Ég leyfi mér að efast um að 20.000.kr hækkun launa nái að brúa það bil sem rýrnun síðustu samninga á ársgrundvelli hefur innihaldið, því skattgreiðslur af þessum tuttugu þúsund krónum til viðbótar eru enn sama prósenta og skattleysismörkin hafa lítið hreyfst.
kv.gmaria.
Stóra viðræðunefnd SGS kölluð til fundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frjálslyndi flokkurinn setur fram tillögur.
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Ég fagna tillögum minna manna á þinginu sem vonandi verða til þess að umræða um gengismálin og þróun í mótun peningastefnu verði frekar til umræðu innan þings.
Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að stjórnvöld skoði þær leiðir sem mögulegar eru í þessu efni , nú þegar.
kv.gmaria.
Vilja tengja íslensku krónuna við þá norsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Andvaraleysi starfandi flokka í stjórnmálum og undirrót vandans í íslensku efnahagslífi.
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Hvorki Vinstri Grænir né Samfylking hafa svo mikið sem viðrað skoðun um umbreytingar á kvótakerfi sjávarútvegs gegnum tvær kosningar til þings, tvö kjörtímabil í röð.
Hvorugur flokkurinn hefur tekið sér stöðu við hlið Frjálslynda flokksins, varðandi það atriði að breyta um í kerfi sem áskapað hefur undirrót vandans í íslensku efnahagslífi og tilheyrandi misskiptingu auðs í einu samfélagi.
Hvorugur.
Annar flokkurinn hefur verið upptekinn uppi á heiðum við verndun gæsa, og baráttu gegn hinum vondu vondu álverum, meðan hinn sér einu von Íslands liggja til Evrópu án skoðana á íslenskum stjórnmálum meira og minna að öðru leyti.
Er furða að svo sé komið meðan stjórnmálaflokkar taka ekki afstöðu til helstu hagsmunamála er varða heilt þjóðfélag miklu að umbreytingar eigi sér stað í ?
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þ J Ó Ð S T J Ó R N sem allra fyrst.
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna beggja munu þurfa að endurmeta það atriði að sitja einir við stjórnvölinn fyrir og eftir bankahrunið, eins og ekkert sé og skipa nefndir sjálfir til að fara ofan í sauma á eigin ákvarðanatöku.
Það mun einfaldlega ekki verða trúverðugt alveg sama hvernig á það er litið.
Að mínu viti er það lágmark að Alþingi allt sé með í ráðum, fundir með formönnum flokkanna nægja ekki til þess að tryggja þar lýðræðislega aðkomu kjörinna fulltrúa fólksins að málum.
Krafa um þjóðstjórn kom fram á fundinum í Háskólabíói og er hvoru tveggja skynsamleg og eðlileg.
kv.gmaria.
Afskaplega fróðleg umræða um vantraust á ríkisstjórnina.
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Umræðan um vantrausttillögu stjórnarandstöðunnar, endurspeglaði ekki virðingu meirihluta þings, fyrir hinum sjálfsagða lýðræðislega rétti minnihlutans að leggja fram slíka tillögu samkvæmt stjórnarskrá, heldur þvert á móti vanvirðingu fyrir notkun lýðræðisins á þingi.
Hvað var að finna í ræðum stjórnarliða ?
Jú þeir hinir sömu frá ráðherrum til almennra þingmanna, allir í skotgröfum þess að rífa niður stjórnarandstöðuflokkana, í stað þess að ræða eigið traust og þingstyrk eins og eðlilegt væri.
Lýðræðið var bara fyrir að skilja mátti, og stjórnarliðar aldrei þessu vant algjörlega sammála um að kosningar væru ekki á dagskrá nú, þótt tveir ráðherrar sömu stjórnar, hafi látið þau ummæli falla úti í bæ, fyrir nokkrum dögum síðan.
mjög fróðlegt.
kv.gmaria.
Vantrauststillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Baráttan gegn kvótakerfinu er engin tilviljun.
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Ég undir með Þorvaldi Gylfasyni að " kvótakerfið varðaði veginn inn í sjálftökusamfélagið ", það eru orð að sönnu.
Hvers vegna skyldi það hins vegar vera svo að gömlu flokkarnir hafa engu áorkað í umbreytingum í réttætisátt öll þessi ár í þessu ónýta kerfi ?
Jú þeir lögðu allir blessun sína yfir kerfið, og hafa steinþagað um umbreytingar á kerfinu, uppteknir af einhverju allt öðru en því.
kv.gmaria.
Kvótakerfið varðaði veginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tveir ráðherrar í ríkisstjórninni, hafa nú þegar lýst yfir vilja á kosningum.
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Það mun koma í ljós á morgun hvort sitjandi ráðherrar í ríkisstjórn landsins, segja eitt í dag og annað á morgun við almenning í landinu í því ástandi sem vort þjóðfélag má meðtaka.
Það mun reyna á hvern einasta mann sem situr á þingi í atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina, og starfhæfi þeirrar hinnar sömu við þessar aðstæður.
Ég hvet alla sem möguleika hafa til þess að fylgjast með umræðu og atkvæðagreiðslu á þinginu til þess að fylgjast með.
kv.gmaria.
Rætt um vantrauststillögu á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |