Hornsteinar uppbyggingar í íslensku samfélagi, snúa að frelsi einstaklinga til atvinnu.

Frelsi einstaklingsins til atvinnu, í fyrrum aðalatvinnugreinum þjóðarinnar, sjávarútvegi og landbúnaði hefur verið skert til muna í kvótakerfum einhliða áhorfs á skammtímahagkvæmni, þar sem nógu stórar einingar áttu að skapa arðinn.

Gallinn var hins vegar sá að offjárfestingar í tækjum og tólum hvort sem um er að ræða landbúnað eða sjávarútveg þýddi skuldsetningu sem ekki sér fyrir endann á, en hefði mátt sjá fyrir með því að viðhafa mismunandi stærðareiningar.

Við hvoru tveggja þurfum og verðum að gjöra svo vel að veita smærri einingum jafnræði í atvinnuvegum þessum, því hvert einasta starf er þjóðhagslega hagkvæmt.

Nýting ræktaðs lands á Íslandi er eitthvað sem setja þarf í forgang, ásamt því að nýta fiskimiðin með skynsamlegu móti með eðlilegri aðkomu landsmanna til þess að ástunda atvinnu í greininni.

Við eigum ofgnótt gæða Íslendingar umfram marga aðra þar sem orka úr iðrum jarðar er til viðbótar við þá sjálfbærni sem við getum áskapað í matvælaframleiðslu og er okkar eigin fjársjóður til framtíðar.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband