Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Hvað með ríkisstjórnina, ber hún ekki ábyrgð á Seðlabankanum ?
Miðvikudagur, 15. október 2008
Að vissu leyti má segja að þessi ummæli utanríkisráðherra í fjölmiðlum um Seðlabankann séu eins og viðkomandi sé hvergi nálægt stjórnun landsins.
Ríkisstjórnin sem Ingibjörg situr í ber ábyrgð á peningamálastefnunni og nærtækast væri að leiða málið til lykta innan dyra í ríkisstjórinni hefði maður haldið.
kv.gmaria.
![]() |
Ingibjörg Sólrún vill að stjórn Seðlabankans stigi til hliðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vilja skoðanalausir stjórnmálaflokkar um fiskveiðistjórn inngöngu í ESB ?
Þriðjudagur, 14. október 2008
Baráttan fyrir því að byggja Ísland allt og skapa atvinnu hefur meira og minna snúist um stjórnun fiskveiða hér við land. Árið 2003 var Samfylkingin skoðanalaus um fiskveiðistjórnun, og einnig í síðustu kosningum svo ekki sé minnst á setu í ríkisstjórn landsins.
Flokkurinn hefur nær algjörlega látið það vera að hafa skoðun á einu mesta hagsmunamáli þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma, fiskveiðistjórnun við landið og þeim ágöllum sem þar hefur verið að finna frá upphafi núverandi kvótakerfis.
Það er því miður hinn gamli loddaraháttur sem þar er á ferð þess efnis að sanka að sér fylgi í krafti þess að sleppa því að hafa skoðun á deilumálum.
Það mun verða mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort Samfylkingin kemur til með að móta sér skoðanir á öðru en Evrópusambandsaðild á komandi tímum, til dæmis lögum um stjórn fiskveiða hér við land.
kv.gmaria.
Ég skora á forseta Íslands að fara til Bretlandseyja og tala máli íslensku þjóðarinnar.
Þriðjudagur, 14. október 2008
Því miður fannst mér ekki sérstaklega mikið til viðtals Helgja Seljan við forseta vorn Ólaf Ragnar Grímsson koma í kvöld og það verð ég að segja að þar fór hinn gamli pólítikus í öllu sínu veldi sem slær úr og í eftir sjó og vindi.
Sjálf vildi ég sjá forsetann tala máli fyrirtækja erlendis nú um stundir þegar á móti blæs og standa þannig vörð um hagsmuni þjóðarinnar.
Ég fer ekki ofan af því að slíkt kann að skipta máli og skora á forseta vorn að íhuga það atriði að tala máli okkar nú á erlendri grundu þegar svo mjög skiptir máli að slíkt sé til staðar.
kv.gmaria.
![]() |
Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við gefumst ALDREI upp þótt móti blási....
Þriðjudagur, 14. október 2008
" Á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint,
og látum engan, yfir okkur ráða,
þótt allir vilji stjórna okkur
bæði ljóst og leynt... "
Svo segir í gömlum dægurlagatexta sem reyndar í algjöru uppáhaldi hjá mér en ekki veitir af að draga það hið sama fram nú um stundir í vandræðum allra handa sem hafa dúkkað upp á dekk.
Til hvers í ósköpunum væri það að gefast upp, lífið heldur áfram, það fer að snjóa og það koma jól, og svo hækkar sólin og vorið færist nær og svo kemur sumar og aftur haust, alveg sama hvort við eigum svo og svo mikið af peningum í buddunni.
Einn vinur minn sem mátti þó reyna meira en margur annar maðurinn sagði þau frómu orð,
uppgjöf er ekki til í mínu orðasafni.
Við sjálf búum til hamingju og fegurð í kring um okkur og hana er að finna frá því smæsta upp í það stærsta í okkar daglegu athöfnum, umhverfinu í kring um okkur og fólkinu okkar sem við eigum sem fjölskyldu og vini.
Með árunum lærir maður enn betur það atriði að þarf að rækta kærleikann eins og kartöflur svo hann vaxi.
Það gerum við ekki með ergelsi og því eins gott að láta það eiga sig.
kv.gmaria.
Framkvæmdastjóri LÍÚ, bregst illa, við tillögum Frjálslynda flokksins.
Þriðjudagur, 14. október 2008
Friðrik J. Arngrímsson var í fréttum í kvöld þar sem sá hinn sami mótmælti tillögum Frjálslynda flokksins þess efnis að innkalla veiðiheimildir í sjávarútvegi. Hann sagði að útgerðarmenn hefðu litið á heimildirnar sem " eign " og þannig farið betur með þær.
Fiskimiðin eru hins vegar eigi að síður sameign þjóðarinnar og svo kveður á um í lögum landsins.
Set hér inn frétt af xf.is.
"
Nú er rétti tíminn til að breyta kvótakerfinu .
Guðjón Arnar Kristjánsson sagði í viðtali við ríkissjónvarpið í kvöld að nú væri lag að gera breytingar á kvótakerfinu. Staðreyndin er sú að stærstur hluti kvótans er veðsettur. Nú þegar bankarnir eru komnir í ríkiseigu telur Frjálslyndi flokkurinn að nú sé lag til að gera breytingar á kvótakerfinu. Guðjón vill að nú verði veiðiheimildirnar innkallaðar og skuldir sjávarútvegsins yfirteknar og hvortveggja sett í sjóð. Aflaheimildir verði svo leigðar út úr sjóðnum og tekjurnar notaðar til þess að greiða niður skuldirnar. Menn hefðu eftir sem áður aðgang að aflaheimildunum en losnuðu við skuldirnar. Guðjón boðaði þingályktunartillögu frá Frjálslynda flokknum um þetta mál jafnvel strax á morgun.
"
kv.gmaria.
Um daginn og veginn.
Mánudagur, 13. október 2008
Það er svo sem allt að því , að æra óstöðugan að ræða efnahagsástandið nú um stundir ,því enn sem komið er vitum við lítið hvert stefnir í því efni.
Eitt er þó víst að við landsmenn megum þurfa að gjöra svo vel að taka því sem að höndum ber, líkt og fyrri daginn.
Hluti landsmanna hefur ekki orðið var við neitt góðæri hér á landi í nokkuð langan tíma, þótt þeim hinum sömu hafi verið talin trú um að slíkt árferði ríkti.
Þvert á móti hefur sennilega sjaldan ríkt hér eins mikil stéttskipting launalega og undanfarinn hálfan annan áratug. Stéttskipting sem hvorki stjórnmálamenn né verkalýðsforkólfar hafa áorkað að umbreyta, því miður.
Oftar en ekki hefur manni fundist að verkalýðshreyfingin væri undir sömu sæng og vinnuveitendur ellegar eins og stjórnmálaflokkur við stjórn landsins á báðum stjórnsýslustigum.
Hagsmunavarsla, tilgangur og hlutverk á reiki gagnvart launamanninum.
Nægir þar að nefna þróun skattleysismarka og aftengingu þeirra frá verðlagsþróun í landinu, sem er og verður hneisa í söguskoðun mála.
Um tíma dásömuðu menn stöðugleikann sem hina heilögu kú, og allir skyldu taka á sig svo og svo litlar launahækkanir til þess að tryggja stöðugleikann sem jafnóðum var farinn út um gluggann áður en blekið þornaði á undirskrift kjarasamninga.
Verðtryggingin dansaði striðsdansinn á markaðsdansleiknum, hvað annað það áttu menn að geta séð í upphafi en sáu auðvitað ekki við upphaf einkavæðingarævintýramennskunnar.
Hljómsveitin Hagræðing spilaði undir.
kv.gmaria.
Íslendingar dragi framboð sitt til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til baka.
Sunnudagur, 12. október 2008
Við þá atburðarás sem orðið hefur í fjarmálalífi þjóðarinnar síðustu viku, ætti það að vera eðilegt að stjórnvöld í landinu hættu við framboð til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þó ekki væri nema til þess að sjá sóma sinn í þvi að forða kostnaði við það hið sama á komandi árum.
En viti menn kemur ekki einn sendiherra fram að presentera það hið sama framboð í íslenskum fjölmiðlum , við þessar aðstæður likt og ekkert hafi í skorist.
Hafi einhvern tímann verið tími til sýna ábyrgð þá er það núna.
kv.gmaria.
Gott framtak í Árborg.
Sunnudagur, 12. október 2008
Því ber að fagna að opinberir aðilar í þessu tilviki sveitarfélagið Árborg, bjóði fram þjónustu til handa þeim sem þurfa á að halda nú um stundir.
Uppsagnir og atvinnuleysi tengist óhjákvæmilega fjölda fólks og hvers konar óvissa um framhald mála er eitthvað sem afar margir velta fyrir sér.
Það er því gott að vita að hægt er að leita eftir stuðningi og upplýsingum.
kv.gmaria.
![]() |
Sunnlendingum boðið upp á stuðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðræður við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, næsta skref stjórnvalda ?
Laugardagur, 11. október 2008
Að öllum líkindum munu Íslendingar hefja viðræður við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um aðkomu að fjármálaumhverfi hér á landi ef marka má fréttir Ríkisútvarpsins þess efnis.
Það mun koma í ljós hverju þær hinar sömu viðræður munu skila í formi þess hvaða skilyrði sjóðurinn kann að setja okkur við aðkomu mála hér á landi.
Eftir flumbrugang breska forsætisráðherrans í garð okkar Íslendinga og affalla í kjölfar þess sem ella hefðu ef til vill ekki þurft að koma til sögu með þvi móti sem nú er orðið, er aðkoma IMF sennilega það sem okkur mun koma til góða til lengri og skemmri tíma svo fremi þau skilyrði sem sjóðurinn setur séu aðgengileg í ljósi stöðu okkar.
Óska mönnum góðs gengis við þau hin sömu verkefni.
kv.gmaria.
" Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt."
Laugardagur, 11. október 2008
Þessi orð skáldsins E.B. hafa löngum verið gullkorn að mínu viti, og gilda á öllum tímum.
Þjóðir heims munu þurfa að fara í naflaskoðun, varðandi það atriði hvernig það gat gerst að hrun á heimsfjármálamörkuðum kæmi til sögu með slíku móti sem raun ber vitni.
Við Íslendingar erum langt í frá því einir að þurfa að fara í slíka naflaskoðun, það gildir að öllum líkindum um fleiri, stóra sem smáa.
Það tekur tíma að komast út úr og í gegnum atburðarás sem verið hefur undanfarna viku í fjármálalífinu af hálfu sitjandi stjórnvalda hvarvetna.
Að því loknu þarf að skoða hvað, hvar og hvenær var að í aðferðafræðinni, til þess að læra af mistökunum við uppbyggingu til framtíðar.
kv.gmaria.