Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Þingmenn Frjálslyndra funduðu með flokksmönnum síðdegis.
Föstudagur, 10. október 2008
Ágætur fundur var með þingmönnum okkar Frjálslyndra í Skúlatúni nú siðdegis, þar sem farið var yfir stöðuna í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Guðjón Arnar og Jón Magnússon svöruðu spurningum fundarmanna og málin voru rædd, góður fundur.
Nokkrar myndir af fundinum.
kv.gmaria.
Ljós friðar á Íslandi.
Föstudagur, 10. október 2008
Hafi einhvern tímann verið tími og staður til þess að tendra tákn sem slíkt þá er það núna, þegar menn berast um í illsku og heift, um peninga.
Þar eru Gordon og Geir,
Darling Davíð og Árni.
Össur og Björgvin,
og bankarnir allir,
með friðarins miklu,
marmarahallir.
til þeirra lýsi ljósið friðar.
kv.gmaria.
![]() |
Friðarróður í rokinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki hægt að leita að einum sökudólg segir Steingrímur Joð...
Föstudagur, 10. október 2008
í viðtali í Kastljósi kvöldsins.
Hvaða spurningu ber þáttastjórnandi Sigmar í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þá fram ?
Jú þessa.
Hvað á þá að gera ?
einmitt afar fróðlegt og gæti verið dæmi um rannsóknarblaðamennsku en......
kv.gmaria.
Er Samfylking að tala sig frá valdataumum ?
Fimmtudagur, 9. október 2008
Varaformaður Samfylkingarinnar annars ríkisstjórnarflokksins, heimtar afsögn Seðlabankastjóra, meðan samflokksmaður hans viðskiptaráðherra, segir ekkert hafa verið um slíkt rætt í ríkisstjórn.
Ekki þar fyrir að það er ekki í fyrsta skipti sem Samfylkingarmenn tala sitt á hvað um mál, en undir þeim kringumstæðum sem nú eru uppi er slíkt vart til þess fallið að auka trúverðugleika flokksins.
Ber keim af því að flokkurinn vilji tala sig frá valdataumum, því miður.
kv.gmaria.
Íslenska þjóðin mun þrauka gegnum þrengingar nú sem fyrr.
Fimmtudagur, 9. október 2008
Við höfum marga fjöru sopið Íslendingar í lífsbaráttunni við óblíð náttúruöfl gegnum tíð og tíma frá kynslóð til kynslóðar.
Nú í dag höfum við öðlast æ frekari þekkingu á því að nýta okkur auðlindir landsins þar sem hvoru tveggja raforka og húsahitun ásamt því að sækja okkur matarforða af landi og sjá gerir okkur að sæmilega sjálfbærri þjóð meðal þjóða.
Við eigum nóg af ræktarlandi til landbúnaðarframleiðslu hér á landi en þar eins og við sjósókn þurfum við að skipta atvinnutækifærum millum þegnanna til að byggja landið og nýta verðmæti í þvi efni sem vera skal, mannauð og menningu.
Við getum flutt úr afurðir sem nægja til þess að flytja inn það sem við þurfum til viðbótar því sem við höfum og við getum einnig skipt byrðum skatta betur á þegna landsins en við höfum gert, sem aftur kann að stuðla að atvinnuþáttöku og atvinnustigi í einu landi.
Til þess þurfum við að betrumbæta þau kerfi sem fyrir eru og aðlaga til hagsbóta fyrir land og þjóð, hvort sem um er að ræða atvinnuvegi eða skattkerfið sem hvata að vinnuþáttöku.
kv.gmaria.
Og íslenskir fjölmiðlar að drukkna í frásögnum af efnahagsmálum, engum til hagsbóta.
Fimmtudagur, 9. október 2008
Sjaldan eða aldrei hefur það verið mikilvægara að fjölmiðlar kunni að hófstilla sig í umfjöllun og efnistökum um mál.
En auðvitað hefur hver um annan þveran vaðið elginn í því að gera tilraun til þess að leysa heimsfjármálavandann og draga fram sökudólga hér og þar allra handa hér á landi, likt og það myndi leysa málin.
Sé það eitthvað eitt sem veldur kvíða og áhyggjum meðal almennings í landinu er það magn efnis umfjöllunnar um vandamál við að fást frá morgni til kvölds í fjölmiðlum, sem síðast munu sjá það sjálfir og aldrei viðurkenna það.
Yfirvöld heilbrigðismála hafa óskað eftir því að reynt sé að vekja ekki að óþörfu ótta og kvíða hjá almenningi í landinu en fréttatímar eru fullir af umfjöllun alls staðar sem og fréttaskýringaþættir, alveg sama hvert er litið.
Væri ekki hægt að helmingsmeta umfjöllun um málin eða hvað ?
Spyr sá sem ekki veit.
kv.gmaria.
Stjórnvöld um víða veröld að smala krónum og aurum til skjala.
Fimmtudagur, 9. október 2008
Hið alþjóðlega hagkerfi í heiminum gengur gegnum vægast sagt brimgjöf með tilheyrandi afföllum til handa þjóðum heims þar sem fjármálafyrirtæki riða til falls og ríkisstjórnir reyna að bjarga því sem bjargað verður.
Án efa munu margir þurfa að líta í eigin barm og íhuga hversu frjáls hinn alþjóðlegi fjármálamarkaður hefur verið án aðkomu stjórnvalda og hve hátt hefur tekist að spenna boga væntinga hvers konar um verðmæti.
Hversu stór er leikur ímyndarsérfræðinga í þessu sambandi hvað varðar það að tala upp gengi hlutabréfa í einstökum fyrirtækjum og hve mikið hefur verið hægt að græða á því að nýta sér vaxtamun á gengi gjaldmiðla ?
Hve mikil hefur vitund stjórnmálamanna verið um fjármálamarkaðinn og tilvist hans í raun ?
Án hefur vitundarleysið og trú manna á endalausa hagræðingu verið of mikil, og sökum þess hlýtur ákveðin uppstokkun að eiga sér stað í stefnumótun til framtíðar að loknum þeim manngerðu hörmungum sem nú eiga sér stað.
Slíkt er óhjákvæmilegt.
Hins vegar meðan menn eru að reyna að bjarga því sem bjargað verður í þessu efni, getur almenningur lítið annað gert en að treysta á þá aðila sem sitja við stjórnvölinn og allir sitjandi flokkar á þingi hafa stutt að þvi leyti að veita neyðarlögum stjórnar í landinu brautargengi gegnum Alþingi.
kv.gmaria.
Það er okkur nauðsyn að deila og fella dóma......
Miðvikudagur, 8. október 2008
Spekúlera spjátrungslega,
sem spekingar um allt....
Finna ávallt færa leið
er sé oss mest til sóma..
Sjá alla hluti í nýju ljósi,
hvern einn liðinn dag...
( gamalt úr kommóðuskúffunni )
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.10.2008 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Betur sjá augu en auga.
Miðvikudagur, 8. október 2008
Það var margt sem kom fram hjá Davíð Oddsyni í kvöld og án efa mjög til þess að upplýsa um ýmislegt frekar en áður.
Ekki veitir af og vonandi er að sérfræðingar að utan hjálpi til við tök á málum, en magn upplýsinga frá stjórnvöldum er eitthvað sem tala mætti um sem nýjung.
kv.gmaria.
![]() |
Fimm sérfræðingar IMF aðstoða Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frelsið og mörkin.
Miðvikudagur, 8. október 2008
Veit ekki hve oft maður hefur rætt um það að frelsi sé ekkert frelsi nema þess finnist mörk, því innan marka frelsins fáum við notið þess...
Í fjármálafárinu nú um stundir verður sú spurning óhjákvæmilega áleitin hvort ráðamenn hér hafi ekki gert sér grein fyrir því að íslenska ríkið kynni að þurfa að axla ábyrgð á starfandi aðilum í fjármálastarfssemi í landinu.
Var sú vitneskja ekki uppi á borði ?
Án efa verður margra spurninga spurt í framhaldi þess gjörningaveðurs sem nú gengur yfir, víðar en hér á landi.
kv.gmaria.