Vilja skoðanalausir stjórnmálaflokkar um fiskveiðistjórn inngöngu í ESB ?

Baráttan fyrir því að byggja Ísland allt og skapa atvinnu hefur meira og minna snúist um stjórnun fiskveiða hér við land. Árið 2003 var Samfylkingin skoðanalaus um fiskveiðistjórnun, og einnig í síðustu kosningum svo ekki sé minnst á setu í ríkisstjórn landsins.

Flokkurinn hefur nær algjörlega látið það vera að hafa skoðun á einu mesta hagsmunamáli þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma, fiskveiðistjórnun við landið og þeim ágöllum sem þar hefur verið að finna frá upphafi núverandi kvótakerfis.

Það er því miður hinn gamli loddaraháttur sem þar er á ferð þess efnis að sanka að sér fylgi í krafti þess að sleppa því að hafa skoðun á deilumálum.

Það mun verða mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort Samfylkingin kemur til með að móta sér skoðanir á öðru en Evrópusambandsaðild á komandi tímum, til dæmis lögum um stjórn fiskveiða hér við land.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Frumforsenda þess að einhver heilvita Íslendingur láti sig detta þá
óþjóðlegu hugmyn að Ísland fari í ESB, er SKÝLAST AFNÁM á frjálsu
framsali á kvóta á Íslandsmiðum. Þá frumforsendu horfir Samfylkingin
algjörlega framhjá, sem er VÍTAVERT! Því með frjálsu framsali á kvóta
mun það frjálsa framsal ná inn á allt ESB svæðið göngum við þar inn,
með skelfilegum afleiðingum fyrir efnahag Íslands. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.10.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Þetta er alveg rétt, það er með ólíkindum hve ábyrgarlaust tal okkur er boðið upp á í þessu efni, af hálfu Samfylkingarinnar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.10.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband