Við gefumst ALDREI upp þótt móti blási....

" Á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint,

  og látum engan, yfir okkur ráða,

  þótt allir vilji stjórna okkur

  bæði ljóst og leynt... "

Svo segir í gömlum dægurlagatexta sem reyndar í algjöru uppáhaldi hjá mér en ekki veitir af að draga það hið sama fram nú um stundir í vandræðum allra handa sem hafa dúkkað upp á dekk.

Til hvers í ósköpunum væri það að gefast upp, lífið heldur áfram, það fer að snjóa og það koma jól, og svo hækkar sólin og vorið færist nær og svo kemur sumar og aftur haust, alveg sama hvort við eigum svo og svo mikið af peningum í buddunni.

Einn vinur minn sem mátti þó reyna meira en margur annar maðurinn sagði þau frómu orð,

uppgjöf er ekki til í mínu orðasafni.

Við sjálf búum til hamingju og fegurð í kring um okkur og hana er að finna frá því smæsta upp í það stærsta í okkar daglegu athöfnum, umhverfinu í kring um okkur og fólkinu okkar sem við eigum sem fjölskyldu og vini.

Með árunum lærir maður enn betur það atriði að þarf að rækta kærleikann eins og kartöflur svo hann vaxi.

Það gerum við ekki með ergelsi og því eins gott að láta það eiga sig.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband