Ég skora á forseta Íslands að fara til Bretlandseyja og tala máli íslensku þjóðarinnar.

Því miður fannst mér ekki sérstaklega mikið til viðtals Helgja Seljan við forseta vorn Ólaf Ragnar Grímsson koma í kvöld og það verð ég að segja að þar fór hinn gamli pólítikus í öllu sínu veldi sem slær úr og í eftir sjó og vindi.

Sjálf vildi ég sjá forsetann tala máli fyrirtækja erlendis nú um stundir þegar á móti blæs og standa þannig vörð um hagsmuni þjóðarinnar.

Ég fer ekki ofan af því að slíkt kann að skipta máli og skora á forseta vorn að íhuga það atriði að tala máli okkar nú á erlendri grundu þegar svo mjög skiptir máli að slíkt sé til staðar.

kv.gmaria.


mbl.is Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það væri ekki vitlaust ef hann færi í diplótúr um Bretland. Fara á fundi og leyfa tjallanum að spyrja sig spjörunum úr. Hann hefur þekkingu og málheppni til að snúa túttubyssunni í höndunum á bretanum brúna. Þetta fengi sjálfsagt góða umfjöllun í fjölmiðlunum þar.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband