Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Skipbrot alþjóðahyggju um hinn frjálsa fjármagnsmarkað.
Föstudagur, 17. október 2008
Skortur á mörkum í viðskiptum til handa fyrirtækjum á fjármagnsmarkaði er áfellsisdómur til handa stjórnvöldum í vestrænum samfélögum nú um stundir að mínu víti, ekki einungis hér á landi heldur víðar.
Því miður virðist svo sem að því meira sem frelsi hefur verið aukið því fjær hefur vitund stjórnmálamanna um stöðu mála aukist.
Þannig á það allsendis ekki að vera, því á hverjum tíma skyldi hver einn og einasti ráðamaður gera sér grein fyrir því hvert stefna stjórnvalda í hverju landi fyrir sig, kann að leiða af sér fyrir þjóðir og skattgreiðendur innan þjóðríkja.
Meðan velsæld ríkir sækir almenningur ef til vill ekki nægilega mikið eftir ábyrgð þeirra hinna sömu er sitja við stjórnvölinn, en við tíma sem við nú erum að upplífa kann slíkt að breytast.
Skattkerfið er efnahagslegt stjórntæki innan hvers einasta þjóðríkis er hefur sjálfstæði og það stjórntæki hafa stjórnvöld hér á landi til dæmis ekki nýtt til hagsbóta landi og þjóð sem heitið geti í langan tíma og skuldasöfnun almennings í bönkum er tilkomin vegna ofurskatta á þá hina sömu meira og minna meðan fjármagnseigendur og fyrirtæki hafa lotið mun lægri skattprósentu þar að lútandi.
Það atriði að heimila fjármálastofnunum er seldar voru úr ríkiseigu, notkun verðtryggingarákvæða laga um útlán, var ávísun á endalausar vixlverkanir vísitölutenginga og í raun óútfylltur víxill á verðbólgu.
Nóg um það en hvers konar reynsla af óförum hvers konar skyldi ætíð til þess draga lærdóm af við framtíðarúrlausnir hjá okkur Íslendingum sem öðrum þjóðum.
Gamla máltækið að " sníða sér stakk eftir vexti " á vel við í því sambandi.
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hafa fjölmiðlar staðið sína pligt hér á landi ?
Föstudagur, 17. október 2008
Hvað er það helst sem fjölmiðlar hér á landi hafa birt almenningi í landinu undanfarinn áratug, nema fréttir af gulli og grænum skógum sem og hinum nýríku Íslendingum hér og þar og alls staðar ?
Hin guðdómlega útrás hefur verið sveipuð guðaljóma, eins og sjá mátti í yfirliti Kastljóss í kvöld yfir fréttaflutning einungis Ríkisfjölmiðilsins ekki annarra.
Endalausar frásagnir af því hvaða Íslendingur hafði eignast hvað sem og hve mikið hvar, í veröldinni, fram og til baka.
Skyldi það einhver furða að almenningur í landinu hafi dansað með miðað við hinar einsleitu frásagnir í fréttum ?
Var einhvers staðar að finna gagnrýni ?
Afskaplega litla og sökum þess væri ekki úr vegi að fjórða valdið liti einnig í eigin barm nú um stundir, sem allir aðrir.
kv.gmaria.
Landsamband kvenna í Frjálslynda flokknum, súpufundur með Jóni Baldvin og Skúla, um Ísland og Esb, kosti og galla.
Föstudagur, 17. október 2008
Minni á súpufundinn á laugardag og set hér inn fréttina af xf.is.
"
![]() | ![]() |
Súpufundur Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum verður haldinn laugardaginn 18. október n.k. kl. 12.00 í Skúlatúni 4, 2 hæð.
Fyrirlesarar eru Jón Baldvin Hanniblasson fyrrv ráðherra sem fjallar um Ísland og ESB.
Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins fjallar um fiskveiðisefnu Evrópusambandsins.
Nú er tækifærið fyrir flokksmenn að fjölmenna og kynna sér málið og bera upp fyrirspurnir. "
Allir velkomnir.
kv.gmaria.
Óska lögreglunni til hamingju með að upplýsa þessa viðurstyggð.
Föstudagur, 17. október 2008
Það er með ólíkindum hvers konar glæpastarfssemi menn komast af stað með í þessu samfélagi, en sannarlega óska ég lögregluyfirvöldum til hamingju með þann árangur upplýsa mál sem þessi.
kv.gmaria.
![]() |
Höfuðpaurar á reynslulausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samþykkt að halda fund, aldeilis fínt en voru þeir ekki að funda ?
Fimmtudagur, 16. október 2008
Tískufyrirbrigði nútíma stjórnmála er að ákveða að halda fund á fundi sem menn sitja líkt og hér kemur fram sem aftur frestar því að menn taki ákvarðanir um eitthvað annað, en að funda.
Fundur á fund ofan án ákvarðana eða niðurstöðu nokkurs konar er gott dæmi um fælni stjórnmálamanna til ábyrgðar í formi ákvarðanatöku, því miður.
kv.gmaria.
![]() |
Vilja stokka kerfið upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Koma þessi 500 störf til Íslands ?
Fimmtudagur, 16. október 2008
Hvers vegna er íslensk matvælaframleiðsla ekki á Íslandi við fullvinnslu afurða ?
Ef til vill geta forkólfar fyrirtækjanna svarað því.
kv.gmaria.
![]() |
Bakkavör lokar verksmiðju í Grimsby |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frumskógarlögmál peningahyggjunnar verða til , þegar frelsisins finnast ei mörk.
Fimmtudagur, 16. október 2008
Hvað skyldu margir stjórnmálamenn hér á landi hafa rætt mikið og ritað um hið dásamlega þjóðfélag sem fært var inn í frjálshyggjuformúlur á undanförnum árum og áratugum ?
Formúlur sem hér á landi hvað innanlandsstjórnkerfi varðar voru nú aldeilis ekki endilega formúlur sem í raun byggja á frelsi einstaklingsins, heldur þvert á móti frelsi fárra útvaldra til aðkomu að atvinnu í einu landi.
Skipulag mála í fiskveiðistjórnunarkerfinu var og hefur verið frá upphafi með því móti að nú á þessu ári vorum við Íslendingar að fá skömm í hattinn frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna varðandi hömlur á aðgang manna að því að fá að veiða fisk á Íslandi.
Þvílík og önnur eins hneisa að fiskveiðiþjóðin mikla skuli ekki hafa getað skipað málum með því móti að hafa jafnræði manna að einni elstu aðalatvinnugrein þjóðarinnar frá aldaöðli.
Upphaflegar úthlutunarreglur sem aldrei fengust endurskoðaðar og miðast enn við þriggja ára veiðireynslu aðila í útgerð á árunum um 1980, eru kapítuli út af fyrir sig.
Síðari breytingar á lögum um fiskveiðistjórn um það bil áratug síðar, er heimiluðu framsal og leigu aflaheimilda millum útgerðaraðila KVÓTABRASK, var ekki aðeins upphaf þess loftbóluævintýris sem nú hefur á enda runnið í íslensku viðskiptalífi, heldur einnig mestu stjórnmálalegu mistök Alþingis við lagasetningu alla síðustu öld.
Hámark heimskunnar að ég vil segja var veðsetning fjármálastofnanna hér á landi á óveiddum fiski úr sjó, með öllum þeim áhættuþáttum sem þar var og er enn að finna svo sem veðri og vindum, og fiskisgengd og stærð stofna á hverjum tíma.
Enn árið 2008 hafa stjórnvöld ekki komist að borðinu til þess að endurskoða nokkurn skapaðan hlut í þessu stórvitlausa fiskveiðistjórnunarkerfi sem ekki þjónar landsmönnum, né viðheldur byggð í landinu né viðheldur verðmesta fiskistofninum þorski samkvæmt ráðgjöf sérfræðiaðila.
Skuldsett sjávarútvegsfyrirtæki sem fjárfest hafa í tólum og tækjum allra handa í þessu umhverfi hafa ekki hámarkað gróða landsmanna nú um stundir að ég tel og hagræðingin farin fyrir lítið.
Á sama tíma og hluti sjómanna fær ekki að veiða fisk á Íslandsmiðum í flóum og fjörðum í smærri útgerðareiningum vegna skipulags sem stjórnvöld hafa ekki getað endurskoðað , íslensku þjóðinni í heild til hagsbóta.
kv.gmaria.
Til hamingju Vestmanneyingar.
Fimmtudagur, 16. október 2008
Þessi frétt er sannarlega ánægjuleg lesning varðandi það að hefjast handa strax með aðgerðaáætlun, en í Vestmannaeyjum hefur svo sem sjaldnast skort bjartsýni, og dug til að bretta upp ermar og taka á málum.
til hamingju með þetta Vestmanneyingar.
kv.gmaria.
![]() |
Eyjamenn sparka í kreppuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Getur ríkisstjórn landsins talað einu máli á tímum sem þessum ?
Miðvikudagur, 15. október 2008
Að undanskildum viðskiptaráðherra virðist Samfylkingin afar upptekin við það að ráðast að stjórnkerfinu í landinu á sama tíma og Fjármálaeftirlitið er að störfum við flókna vinnu við fjármálaumhverfi í einu landi ásamt Seðlabanka.
Væri nokkuð eðlilegra en ríkisstjórn í einu landi talaði einu máli á tímum sem þessum ?
Á sama tíma og almenningur í landinu er hvattur til þess að standa saman.
Eiga limirnir ekki að dansa eftir höfðinu ?
kv.gmaria.
Hafa íslenzkir hagfræðingar verið sammála ?
Miðvikudagur, 15. október 2008
Fátt er meira til þess fallið að rugla almenning í ríminu en það atriði að hlýða á einn postula með hagfræðimenntun upp á vasann segja frá sínu sjónarhorni, sem síðan skarast á við það sem annar postuli kemur með næsta dag, og síðan koma kanski nokkrir aðrir til viðbótar sem allir vita hvað á að gera en engum ber saman.
Afnám verðtryggingar ?
Hafa menn til dæmis verið sammála um það atriði ?
Hef ekki orðið vör við það og stundum dettur mér það í hug að pólítikin hafi ef til vill smeygt sér inn í fræðiformúlúrnar af og til einkum og sér í lagi þegar menn tilheyra fylkingum annað hvort stjórnar eða stjórnarandstöðu í landinu.
Það nýjasta er að breskir hagfræðingar höfðu samið skýrslu fyrir einkabankann Landsbanka ekki stjórnvöld en eigi að síður, kynnt hér á landi og nú hefur sú hin sama skýrsla verið dregin fram sem án efa hentar Bretum ágætlega um þessar mundir sem þjóð.
Án efa hefur ótölulegur fjöldi af slíkum skýrslum verið aðkeyptur af hálfu starfandi fjármálastofnanna, fyrir hið mikla hrun á fjármálamarkaði.
kv.gmaria.