Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Skoðanalausir stjórnmálaflokkar um ónýtt kvótakerfi sjávarútvegs, utan Frjálslynda flokkinn.

Uppstokkun stjórnmála á vinstri vængnum virtist þýða það að flokkar eins og Samfylking og VG voru tilbúin til þess að sleppa því alveg að hafa skoðun á aðalatvinnuvegi landsmanna til langs tíma, að virtist til þess að safna fylgi í flokkana og forðast deilumál.

Mér hefur stundum fundist að Frjálslyndi flokkurinn hafi öðlast einkaleyfi á stjórnmálasviðinu í umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið og gagnrýni á skipulag þess þangað til þorskstofninn hrundi þá vildu einhverjir Lilju kveðið hafa að virtist.

Það var því lítið mál við síðustu stjórnarmyndun fyrir Sjálfstæðismenn, höfunda þessa kerfis að taka Samfylkinguna upp í vagninn því helsta afrek formanns þess flokks var að ganga á fund LÍÚ með sáttaplagg um kerfið án nokkurra skoðana flokksins á ágöllum.

Þessir tveir flokkar gátu hins vegar tekið ákvarðanir um óútfylltan vixil undir nafni mótvægisaðgerða þegar ljóst var að kerfið hafði ekki virkað til að byggja um þorskstofninn og sjálfbærni hins frjálsa markaðskerfis því allt í einu í uppnámi og peningar skattgreiðenda skyldu nú allt i einu notaðir til þess að sópa vandanum undir teppið.

Mótvægisaðgerðir þessar má segja að séu í ætt við gengisfellingar fyrir ára. sé tekið mið af tilgangi upphaflegs skipulags mála.

kv.gmaria.

 


Auðvitað þurfti að frysta skattleysismörk og halda öryrkum og ellilifeyrisþegum við sama tekjumark, vegna þess ...

Að ríkissjóður fékk ekki krónu í kassann af hinni svökölluðu " sjálfbæru hagræðingu í sjávarútvegi ".

Aðalatvinnuvegi íslensku þjóðarinnar frá aldaöðli.

 Landsmönnum var talin trú um það að þeir væru alllir þáttakendur í þessu " frábæra skipulagi " að virðist með lögbundnum iðgreiðslum í lifeyrisjóði sem aftur fjárfestu í sjávarútvegsfyrirtækjum á hlutabréfamarkaði.

Gallinn var sá að einungis handhafar aflaheimilda græddu á umsýslunni þvi þeir keyptu upp tap og komust í áratug frá skattgreiðslum til samfélagsins.  Því til viðbótar gátu þeir grætt á því að leigja og selja frá sér aflaheimildir án gjalds fyrir umsýsluna sem slíka.

Verkalýðshreyfingin varð að máttlausu afli til handa launafólki, með markaðsbraski og þáttöku í fjármunaumsýslu á meintum markaði hér á landi sem þó engin er í 300 þús manna samfélagi sem ætti að hafa gefið augaleið í upphafi.

Láglaunafólk, öryrkjar og ellilifeyrisþegar hafa því verið samferða lengst af hvað varða afar lítinn hluta af nútíma gæðum þeim sem talað er um að séu til staðar í voru þjóðfélagi.

kv.gmaria.

  

 


Landsbyggðin er í rúst og fólksfjölgunarvandamál á höfuðborgarsvæði sem ekki sér fyrir endann á.

Þetta eru afleiðingar stefnu stjórnvalda í sjávarútvegi á Íslandi með lögleiðingu " frjáls framsals " aflaheimilda fyrir 15 árum um það bil.

Atvinna fólks á landsbyggðinni var gerð að söluvöru með lagaheimild frá Alþingi, undir formerkjum hagræðingar sem þó enginn gat séð fyrir að birtist í ofþenslu á höfuðborgarsvæðinu og uppsprengdu verði á íbúðarhúsnæði, samgöngum úr skorðum ár hvert sem engan veginn hafðist undan að byggja upp hvað þá hina ýmsu þjónustu við fólkið.

Á sama tíma var álika stefna uppi í landbúnaði, stækka og fækka búum, sem einnig orsakaði sams konar flótta fólks af landsbyggðinni án allrar fyrirhyggju um að byggja þyrfti og kosta þjónustu við fólk í búsetu annars staðar á landinu.

Áratug fyrir þessi 15 ár hafði nefnilega verið mikið lagt i það að byggja upp þjónustu um land allt í formi heilsugæslustöðva og landsfjórðungasjukrahúsa ásamt skólamannvirkjum  fyrir skattfé allra landsmanna, sem nú standa sem minnismerki sóunar fjármuna misviturrar ákvarðanatöku undir formerkjum " hagræðingar " auð og tóm.

Tilraunir til þess að spara fjármuni vegna þessa hafa einkum bitnað á þjónustu hins opinbera á sviði velferðar til heilbrigðis og mennta þar sem hver niðurskurður á fætur öðrum hefur átt sér stað.

Allir landsmenn hafa þvi mátt borga fórnarkostnað svokallaðrar hagræðingar í sjávarútvegi sem engu hefur skilað hvað varðar magnkvóta á þorskstofninn því skerða þurfti heimildir til veiða og viti menn kemur þá ekki ríkisstjórn landsins með mótvægisaðgerðir, þannig að enn skulu skattgreiðendur bera brúsann af skipulagi sem var frá upphafi illa ígrundað vægast sagt.

kv.gmaria. 

 


Á fólkið í landinu einu sinni enn að bera afföllin af skipulagi fiskveiðistjórnunarkerfis og sofandahætti stjórnvalda í landinu ?

Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskafla í kvótakerfi sjávarútvegs, átti að fylgja mótvægisaðgerðapakki sem viðurkenning að vissu leyti á því hve illa kerfið virkar. Sá hinn sama pakki er hins vegar allsendis ekki á borði enda um að ræða að virðist handapataúrlausnir eftir hentugleikum þegar allt er farið norður og niður.

Hver skyldi síðan mega þurfa bera hitann og þungann af slíku ástandi ?

Jú hinn almenni verkamaður sem varla dregur fram lífið vegna þess að hann lendir við fátæktarmörk við það eitt að greiða skatta og skyldur af sínum láglaunalúsarkjörum sem enn lýðast á vinnumarkaði.

Svo kemur stjórnvöldum á óvart að atvinnuleysi hafi aukist svo og svo mikið og einhver nefnd verður skipuð til að drepa málinu á dreif ......

meðan hinn almenni launamaður má bera byrðar misviturs skipulags kvótakerfis sjávarútvegs hér á landi sem fengið hefur einkunina , mannréttindabrot af hálfu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

kv.gmaria.


mbl.is Segja HB Granda hafa brotið lög um hópuppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innanbæjarsnjóbrölt.

Það tók tímann sinn að komast í vinnu i morgun.

 Hæfileikinn til þess að aka um í ófærð hefur eitthvað förlast og endurnýjun slíkrar reynslu því á dagskrá þessa dagana.

Reynslan af því aka lengst af afturdrifnum bifreiðum gegnum snjóskafla  og ófærð þegar á þurfti að halda , nýtist ekki þegar bifreiðin er framdrifin.

Í stað þess að twista að framan með afturdrifinu í hálkunni, twistar bifreiðin að aftan með framdrifinu.

Aulaháttur þess efnis að sprauta dekkin með tjöruhreinsi reglulega orsakar vissulega enn meira twist.

Því til viðbótar bý ég í bæjarfélagi hringtorganna, þar sem það er eins gott að aka hæfilega hratt í slík samgöngumannvirki svo ekki komi til viðbótarhringur í hálkunni og viðkomandi lendi annað hvort á grjóti eða staurum sem prýða oft slíkt torg hér um slóðir.

Það þarf því að nota öll skilningarvit til þess að álykta um mögulega stöðvunarvegalengd, miðað við ökuhraða hverja eina einustu sekúndu í hverju ferðalagi milli staða.

Snjóbröltið er því þjálfunartæki sem nýtist sem reynsla.

Fátt er svo með öllu illt.....

kv.gmaria.


Þjónustugjöld í heilbrigðiskerfið varla á færi hins almenna launamanns eða hvað ?

Fór til heimilislæknis á dögunum og greiddi þar eitt þúsund gullkrónur í komugjald, og minn læknir skoðaði mig vel varðandi hin meintu mein er hrjá, sem er í þessu tilviki langvarandi bólguvesen i baki. Úr varð að hann sendi mig í sjúkraþjálfun til að reyna að koma skikki á misstarfhæfa starfssemi vöðvanna að virtist.

Ég fékk í hendur beiðni frá honum en beiðnin  ein og sér kostar 800 gullkrónur til viðbótar komugjaldinu.

Að mér skilst kostar tími í slíka þjálfun að lágmarki 1500 gullkrónur,  og segjum að maður myndi nú þurfa að fara tíu skipti þá kann læknismeðferð þessi í grunnþjónustu að kosta upp undir tuttugu þúsund gullkrónur ásamt gjaldtöku komugjalda og vottorðs.

Í ljósi þess að hinn almenni launamaður á vinnumarkaði innir af hendi rúmlega þessa upphæð í staðgreiðslu skatta og meginhluti vergra þjóðarútgjalda rennur í heilbrigðiskerfið, hvers vegna er þessi kostnaður fyrir hendi í slíkum mæli sem raun ber vitni ?

Það er því áleitin spurning hvort það sé á færi hins almenna launamanns á vinnumarkaði sem enn bíður eftir " góðærinu " að sækja sér grunnþjónustu við heilbrigði.

kv.gmaria.


Eftir höfðinu dansa limirnir, þurfa stjórnmálaflokkarnir kanski að fara að taka sér tak ?

Það skyldi þó aldrei vera að auka þyrfti á innbyrðis siðvæðingu innan allra stjórnmálaflokka, til dæmis það einfalda atriði að setja sér reglur um hin ýmsu mál svo sem flokkaflakk kjörinna fulltrúa á miðjum kjörtímabilum jafnt sem rétt fyrir kosningar.

Sjálf hefi ég talað fyrir því í mínum flokki eftir brotthvarf míns félaga Gunnar Örlygssonar á sínum tíma að flokkurinn setti sér reglur fyrstur flokka um slíkt. Ég tel ekkert hamla því að flokkar setji sér reglur sem síðan mætti að sjálfsögðu samræma millum starfandi flokka með kjörgenga menn í til sveitarstjórna og þings.

Meðan flest allt er leyfilegt og kjörnir fulltrúar flokka skipta um flokka eins og þeim dettur í hug sitt á hvað eru flokkar og lýðræði afskræmt.

Engum til hagsbóta , hvorki þeim er starfa í stjórnmálum né heldur til handa fólki í landinu.

kv.gmaria.


Agaleysi eins þjóðfélags.

Skrílslæti og fíflagangur virtist á ferð í dag í Ráðhúsinu svo mjög að manni fannst þar helst á ferð fólk undir einhverjum annarlegum áhrifum án þekkingar á stað og stund.

Ég trúi því ekki að stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega reyni að túlka þessi skrílslæti sem mótmæli, og breytir þar engu um hvort menn kunni að vera að koma eða fara í borgarstjórn í hinum ólikum flokkum sitt á hvað.

Skrílslæti sem slík skrifast fyrst og síðast sem heimska, sökum þess að tilgangurinn helgar ekki meðalið.

kv.gmaria. 


Húrra ! viðhorfsvakningu vantar gegn þessu viðurstyggilega vágesti.

Allt þetta er rétt, sem þarna kemur fram því miður, og þjóðfélag vort hefur sofið á verðiinum og uppskeran er vandamálapakki, glæpa og álags á stofnanir hins opinbera af vandamálinu sem slíku sem fíkn í eiturlyf áskapar.

Þau Alice og Paul eru að gera góða hluti, hafi þau þakkir og heiður skilið fyrir.

kv.gmaria.


mbl.is Hlaupið gegn eiturlyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá ég Spóa, sem varð að Kjóa, syngur Lóa, út í móa.....

Bí, bí , bí , bí, valdaásókn enn á ný.

Eða hvað ?

kv.gmaria.


mbl.is Ungliðahreyfingar „tjarnarkvartettsins" gefa út sameiginlega ályktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband